Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

Sunnudagsopnun 19. janúar

Sunnudagsopnun 19. janúar. Tökum daginn snemma á sunnudaginn og mætum vestur í Skeljanes í kaffi og nýbakað. Á dagskrá er að skoða væntanlega uppsetningu á StepIR loftneti sem félagið festi kaup á fyrir nokkru.   73 Guðmundur, TF3SG

,

Fundargerðir stjórnar ÍRA 2013 – 2014 nú brátt aðgengilegar á heimasíðu ÍRA.

Nú er unnið að því að setja fundargerðir stjórnar ÍRA á starfsári stjórnar 2013 til 2014 á vef félagsins. Með því er félagsmönnum auðveldað að nálgast upplýsingar um starf stjórnar og það mikla og fjölbreytta starf sem fram fer. Nú þegar eru tvær fundargerðir aðgengilegar með því að smella á linkinn til vinstri, félagið, og […]

,

Amatörpróf, könnun á áhuga

Á stjórnarfundi sem haldinn var 11. Janúar var ákveðið að kanna áhuga nemenda á þáttöku í næsta námskeiði til nýliðaprófs með auglýsingu.  Því er hér með komið á framfæri við nemendur  að þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í næsta námskeiði eru vinsamlegast beðnir að senda inn nafn og kt., símanúmer og tölvupóstfang […]

,

Stjórn ÍRA, breyting, Sigurður Óskar Óskarsson tekur sæti í stjórn ÍRA

Á stjórnarfundi ÍRA í dag varð sú breyting á stjórn ÍRA að Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN tekur sæti í stjórn ÍRA.  Breytingin er í samræmi við 9. grein laga ÍRA sem segir að varamaður skuli taka við segi stjórnarmaður af sér.  Við þetta tækifæri eru Sigurði Óskari Óskarssyni færðar heillaóskir stjórnarmanna og hann boðinn velkominn. […]

,

CQ TF 3.tb 2013

Sælir félagar, Fréttabréf, 3.tb CQ TF 2013 er nú aðgengilegt á vef félagsins. Útlit blaðsins að þessu sinni er nokkuð frábrugðið því sem verið hefur og er það að öllu leyti unnið í Word, en ekki í sérstökum umbrotsforritum sem ritstjóri þessa blaðs hafði ekki aðgang að. Efni og innihald blaðsins er hefðbundið og um […]

,

TF4M – með yfir 200 lönd á 160m

Það voru sannarlega stór tíðindi og gleðileg þegar TF4M hafði sambandi við HK1NA á 160m., 24. nóvember. Með því er TF4M komin með 200 lönd í logginn á 160m. Við þau tímamót færir ÍRA, Þorvaldi Stefánssyni, TF4M innilegar heillaóskir með frábært afrek.   73 Guðmundur, TF3SG

,

Andlát, Steingrímur Sigfússon, TF3SZ

Einn af félögum okkar, Steingrímur Sígfússon, TF3SZ er látin.  Steingrímur lést 3. desember og mun útför hans fara fram föstudaginn 13. desember frá Fossvogskappellu.  Fyrir hönd félaga okkar í ÍRA votta ég fjölskyldu Steingríms innilegar samúðarkveðjur og minnumst við hans og þeirra stunda sem hann var einn af félögum okkar.   Guðmundur, TF3SG