Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

Kortastofa auglýsir hækkun QSL þjónustu

Kortastofa ÍRA tilkynnir hækkun á þjónustu. Frá og með deginum i dag kostar kr. 9,50 pr. kort, sem sent er í gegnum kortastofu ÍRA. Frá ármótum hefur ný gjaldskrá Íslandspósts verið í gildi. Rétt að geta þess að póstburðargjöld Íslandspósts hafa hækkað frá síðustu hækkun kortastofu ÍRA um 53,16% á bréfum til Evrópu og 50,88% […]

,

Morsæfingar til jóla – stöðutaka í morsi í febrúar 2012

Eftir nokkurt hlé verður byrjað aftur á morssendingum þriðjudaginn 13. desember.  Stefán Arndal, TF3SA mun senda út mors á ca. 3540 kHz klukkan 21.00. Fram að jólum verður sent dagana 13. og 14. desember og svo aftur 19, 20 og 21 desember.  Í febrúar verður stöðutaka í morsi og veittar viðurkenningar eins og hefðbundið er.  Stöðutakan verður í móttöku […]

,

Skemmtileg opnun á 10m og 12m

Félagsstöð ÍRA var í gangi á fimmtudag og aftur föstudag og laugardag.  Fjarlæg kallmerki sem enduðu í logg ÍRA voru meðak annars KL7, KH6, JA, XE, HZ, ásamt sennilega vel á þriðja hundrað kallmerkjum frá vesturströnd N-Ameríku og Kanada.  Flest samböndin voru á tali samtals 380 og var TF3SG sá sem sat við hljóðnemann. 73, Guðmundur […]

,

Morsútsendingr hefjast

Stefán Arndal TF3SA sendir út mors á mánudaginn klukkan 20.30 á ca. 3.540 KHz..   Hann gerir ráð fyrir að senda út í um 30. mínútur.  Nánar verður fjallað um þessar útsendingar í næstu viku.  Ég vil hvetja alla til taka þátt í og hlusta og senda á morsi á Stefán þegar útsendingu lýkur. 73 Guðmundur, […]

,

QSL kortastofa ÍRA

Geri tilraun til þess að setja inn upplýsingar um fjölda korta sem send voru frá kortastofu ÍRA á árinu 2010 og fram til apríl mánaðar 2011. Á síðasta ári voru send kort einu sinni til Kanada.  Kort sem send eru til Kanada eru send á hvert svæði, þ.e. VE1, VE2, VE3 o.s frv.  Það dugði einfalt umslag […]

,

QSL – Bureau – flokkun korta eftir löndum

Sælir félagar, mig langar að biðja alla í mestu vinsemd, sem skila ínn kortum til QSL Bureau að flokka þau vandlega eftir löndum (ekki í stafrófsröð).  Það er mjög tímafrekt fyrir QSL Manager að standa í því að flokka kort sem ekki eru flokkuð eftir löndum.  Oft flækjast stök kort inn á milli, t.d.eitt kort […]

,

Morskennsla umræða – sunnudagur kl 10.00

Áhugasamir um mors og morskennslu ætla að hittast sunnudaginn 13. mars kl. 10:00 og ræða um morskennslu og framhald hennar. Áður auglýst umræðuþema um reglugerðarmál kl. 10:30 sama dag frestast því að sinni. Gert er ráð fyrir stuttum fundi og skemmtilegum. Kaffi á könnunni og meðlæti. Mætum öll, 73 Guðmundur, TF3SG