,

Bæklingurinn Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra, ályktun Prófnefndar ÍRA

Prófnefnd ÍRA ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 29. apríl 2013:

————————————————————————————————————————————————–

Ályktun 29. apríl 2013

 

Prófnefnd ÍRA ályktar að í bókinni “Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra” séu afar góðar ráðleggingar um siðfræði og aðferðir í starfi radíóamatöra. Þess heldur er mjög óheppilegt hve alvarlegar villur hafa slæðst inn í kaflann um símritun. Hann kennir áður óþekkta merkingu og notkun símritunartákna sem stríðir gegn Alþjóða fjarskiptareglugerðinni og venju til langs tíma. Það ýtir undir rugling og getur stíað í sundur byrjendum og reyndum iðkendum símritunar. Bókin verður ekki sett á lista nefndarinnar yfir námsefni eins og hún er.

—————————————————————————————————————————————————

 

Þessari ályktun var beint til stjórnar ÍRA 6. maí 2013. Þá stóðu yfir viðræður við höfunda bókarinnar, í þeirri von að þeir myndu gera nauðsynlegar leiðréttingar sjálfir. Því var stjórn beðin um að bíða með kynningu uns niðurstaða fengist í það hvort svo yrði.

Mikil og vingjarnleg samskipti tókust við Belgíu sem stóðu yfir lengur en ætlað var. Á fundi stjórnar ÍRA þann 10. október 2013, þar sem mættir voru TF3SG, TF3AM, TF3CY og TF3HRY, var málið tekið fyrir og samþykkt að boða til fundar með Prófnefnd. Þá voru viðræður við höfundana á lokasprettinum, og um miðjan nóvember varð ljóst að ekki næðist samkomulag sem duga myndi til að vinda ofan af alvarlegustu villunni (AR í stað K á eftir CQ). Fundur stjórnar og Prófnefndar var þá haldinn 16. nóvember með þátttöku TF3SG, TF3AM, TF3HRY, TF3VS og TF3DX.

Þann 3. mars s.l. sendi ÍRA bréf til IARU. Þar er í grundvallaratriðum spurt hvort það hafi verið ætlun IARU að breyta ríkjandi samskiptareglum á morsi með viðurkenningu sinni á bókinni. Þremur vikum síðar barst svarbréf frá IARU, þar sem spurningunni var ákveðið svarað neitandi. Enn fremur að mikilvægt væri að snúa sér að því að koma í veg fyrir þann rugling sem bókin veldur. ÍRA var hvatt til að leggja tillögu fyrir ráðstefnu IARU-svæðis 1 (Region 1) í haust, og á það bent að aðeins vika væri til stefnu fyrir skilafrest. Stjórn ÍRA skipaði TF3DX (form. prófn.), TF3VS (ritara prófn. og þýðanda bókarinnar) og TF3KB (IARU tengilið)  í vinnuhóp til að leiða þetta mál til lykta og erindið til ráðstefnunnar náði inn á elleftu stundu.

Það og önnur gögn eru aðgengileg á slóðinni http://bit.ly/MGrcRj

Allir félagar ÍRA eru hvattir til að sýna fyllstu tillitssemi og kurteisi í garð höfunda bókarinnar ef þeir ræða málið út á við.  Hér er eingöngu um málefnalegan ágreining að ræða, alls ekki persónulegan.

 

73

Guðmundur, TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + six =