Baltic CW/SSB keppnin um helgina
TF3Y var rétt áðan að setja inná írapóstinn upplýsingar um Baltic-keppnina sem fer fram um næstu helgi. Eitt af aðalsmerkjum radíóamatöra er að vera góður keppnismaður og taka þátt. Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með, vera hluti af amatörsamfélaginu.
Baltic keppnin á 50 ára afmæli á þessu ári og er haldin næstu helgi á undan WPX CW keppninni. Í tilefni af afmælinu eru vegleg verðlaun í boði og keppt er í mörgum flokkum sem eykur líkindin á að ná til verðlaunasætis.
Lauslega þýddur póstur frá Mindis LY4L:
Kæri félagi,
Veistu af mörgum keppnum fyrir fimmtíu ára og eldri? ein slík er Baltic keppnin, með mikla virkni á 80 metrum. Með nokkurra klukkutíma þátttöku á laugardagskvöld og nótt áttu gott tækifæri til að ná í einhvern af hinum mörgu minjagripum í tilefni af fimmtíu ára afmæli Baltic keppninnar.
Til viðbótar venjulegum verðlaunum hefur Lithuanian Radio Sport Federation gefið sérstök 50 ára Baltic keppnis verðlaun og minjagripi fyrir þáttakendur sem hafa:
– 100 QSO samanlagt við LY, YL og ES stöðvar;
– 50 QSO við LY stöðvar;
– 500 QSO;
– 50 QSO við LY, 50 QSO við YL stöðvar og 50 QSO við ES stöðvar;
– til þeirra sem eru nákvæmlega 50 ára, hvorki meira né minna og ná flestum QSOum;
– sem ná besta síðasta klukkutíma skorinu eða flestum QSOum á síðasta klukkutíma keppninnar.
Vona að sem flestir taki þátt um næstu helgi frá klukkan 21 á laugardagskvöldinu og alla 5 klukkutímana.
CU um næstu helgi, Baltic keppnisnefndin.
Með bestu 73 kveðju!
Mindis LY4L
…………………………………………………………………………………………..
Nánari upplýsingar um keppnina eru á: http://www.lrsf.lt/bcontest/english/rules_html.htm
og hér er vísun á aðdáendanetsíðu keppninnar: http://ua9qcq.com/en/contestinfo.php?lang=&t_id=145&mo=5&Year=2013
… keppnin er tilvalið tækifæri til allskonar loftnetatilrauna og útiveru í góða veðrinu..sumarið er að koma og ekki seinna vænna að hita upp fyrir útileikana, 80 metrarnir eru sérstaklega velnýttir í þessari keppni og gott tækifæri til að ná nýjum löndum og svæðum..
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!