,

BIL BRÚAÐ VIÐ TURNFÓT

Þegar unnið var við björgun loftnetsvirkis TF3IRA 12.-15. janúar s.l. þurfti m.a. að klippa hluta úr bárujárnsgirðingunni sjávarmegin í Skeljanesi þar sem turninn er reistur þétt upp við girðinguna. Þarna er vinsæll göngustígur og mikil umferð af fólki, alla dag ársins. Því var talið nauðsynlegt að loka bilinu aftur við fyrsta tækifæri.

Í hádeginu í dag, þann 7. mars gafst tími til að drífa verkefnið af og mætti Georg Kulp, TF3GZ á staðinn um hádegisbilið og rúmri klukkustund síðar var búið að brúa bilið og bárujárnsgirðingin á ný skammlaus.

Þakkir til Georgs fyrir þarft og vel unnið verk.

Stjórn ÍRA.

Bárujárnsgirðingin fyrir breytingu 7. mars. Veggjakrotið dregur athyglina heldur frá opinu í girðingunni.
TF3GZ mættur á staðinn á vinnubílnum.
Síðustu handtökin við að brúa bilið. Næsta verkefni verður (þegar veður leyfir) að mála yfir veggjakrotið. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight − seven =