,

Bókin Zen and the Art of Radiotelegraphy

Carlo Consoli, IK0YGJ, rithöfundur.

Carlo Consoli, IKØYGJ, hefur gefið út bókina Zen and the Art of Radiotelegraphy. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, tengir hann Zen búddisma og listina að læra og iðka mors og nálgast þennan samskiptahátt radíóamatöra út frá athöfn og iðkun. Hann bendir á nýjan flöt í að nálgast morsið, þ.e. á heimspekilegan hátt út frá Zen búddisma.

Í bókinni útskýrir Carlo að til að ná árangri í að læra mors þurfum við að breyta viðteknum aðferðum við lærdóminn. Mikilvægt sé t.d. að hugurinn sé í jafnvægi og nemandinn sé afslappaður. Hann leggur sérstaka áherslu á hughrifin. Sem dæmi segir hann að mikilvægt sé að kappkosta að æfa sig ætíð á sama tíma dags og í þægilegu og vinsamlegu umhverfi sem veitir ánægjutilfinningu. Hann talar um þegar nemandinn gerir mistök í móttöku morsmerkja, að ásaka sig ekki hvorki né líta á það sem mistök, heldur túlka það með sjálfum sér sem jákvæða upplifun á leið til að ná fullkomnun. Loks leggur hann áherslu á að eftir ákveðinn tíma, sé mikilvægt að hætta að skrifa morsmerkin niður á blað og byrja að taka á móti merkjunum „í höfuðið”. Hugurinn sé besta verkfærið.

Bókin er einvörðungu gefin út á netinu og er fáanleg hvorutveggja á ensku og ítölsku. Það er félagsmaður okkar, Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, sem hefur aflað heimildar hjá höfundi til að bókin megi nýtast félagsmönnum Í.R.A. án kostnaðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurbirni Þór „Dodda” gott framtak.


Bókina má nálgast hér á heimasíðunni með því að fara undir „Veftré og leit” og velja þar „Upplýsingar“. Þá birtist fyrirsögnin „Ýmsar upplýsingar fyrir radíóamatöra” og þar beint fyrir neðan undirsíðan „Áhugavert lesefni“. Smella má á hana og hala niður bókinni.

Einnig má smella á eftirfarandi hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × one =