Breskir radíóamatörar fá aukna bandvídd á 2 metrum
Í dag fréttist að breskir radíóamatörar í efsta leyfisþrepi fengju leyfi fyrir stækkuðu tíðnisviði á 2m. Ákveðið hefur verið að þeir sem sækja um geti fengið leyfi til að nota tíðnisviðið 146 – 147 MHz með einhverjum takmörkunum þó, bæði svæðisbundnum og tæknilegum.
Athyglisvert er að fram kemur í fréttinni að CB áhugamenn í Bretlandi hafi sótt um tíðnisvið á VHF en ekki ljóst hvort þeir hafa fengið eitthvert tíðnisvið þar, heimurinn er að breytast. Rétt að minna á að breska amatörleyfið er í endurskoðun þessar vikurnar og Bretar hafa til 20. október til að koma með athugasemdir og ábendingar við þær tillögur. Vísun á tillögur um endurskoðun á breska amatörleyfinu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!