,

Breytt heimild á 5 MHz.

Borist hefur rafbréf  frá Póst- og fjarskiptastofnun um nýja amatörbandið á 5 MHz.

Vinsamlega athugið að nú eru fallnar úr gildi allar tímabundnar heimildir á 60 metrunum en í staðinn höfum við fengið nýtt tíðniband 5.351,5 – 5.366,5 kHz á víkjandi grunni. Hámarks útgeislað afl er 15 wött e.i.r.p. sem þýðir til dæmis að ef við notum dípól í fullri stærð fyrir loftnet megum við mest vera með um 10 watta sendiafl. Allar venjulegar mótunaraðferðir eru leyfðar innan 3 kHz bandvíddar.

Ágæt umfjöllun um nýtni stuttbylgju bílloftnets er á netinu “Nýtni loftneta” . Gróflega má áætla að mest megi afl frá sendi vera einhversstaðar á milli 50 – 100 wött út í bílloftnet.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + nine =