,

Búnaður TF3APG endurnýjaður

Skeljanesi 17. mars. Nýr búnaður APRS stafavarpans TF3APG í félagsaðstöðu Í.R.A.

Búnaður APRS stafavarpans TF3APG í Skeljanesi var nýlega endurnýjaður. Hann keyrir nú á Linux stýrikerfi, á Telenor IntelliOp Vehicle PC VPC010 tölvu sem notar notar nýjan APRXhugbúnað frá Matti Aarnio, OH2MQK (útgáfu 0.32). Þá hefur afl varpans verið aukið og notar hann nú Yaesu FTL-2007 stöð sem hefur 25W sendiafl á QRG 144.800 MHz. Það skal tekið fram, að þessar breytingar eru án kostnaðar fyrir félagssjóð.

Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, annaðist hönnun og uppsetningu kerfisins ásamt Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA. Að sögn Samúels, kemur nýi búnaðurinn vel út og eru menn mjög ánægðir með breytinguna. Sem dæmi, þá sparar nýi hugbúnaðurinn t.d. óþarfa gagnasendingar þar sem hann bíður í 2-4 sekúndur með útsendingu á „pökkum” til að tvítaka ekki sömu sendingar annars staðar frá.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Samúel Þór Guðjónssyni, TF3SUT og Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA, fyrir aðkomu að verkefninu, sem eykur skilvirkni og öryggi í APRS gagnasendingum íslenskra leyfishafa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − three =