Nýlega lauk 3. áfanga í þrifum á húsnæðinu í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Nú hafa efri hæðirnar tvær verið teknar, til viðbótar við fundarsal og eldhús. Mikill munur er þegar dúkurinn hefur verið þrifinn og borið á hann sérstakt gólfbón og er hann nú eins og nýr.
Þá hafa verið lagðar 18 gangstéttarhellur út frá innganginum í Skeljanes og er mikill munur nú þegar ganga má á blankskóm inn í félagsaðstöðuna, jafnvel í mikilli rigningartíð.
Georgs Kulp, TF3GZ og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sáu um gólfþrifin með vélakosti og efnum sem Sveinn Goði lagði til verksins. Georg Kúlp lagði síðan hellurnar sem fengust við afslætti hjá fyrirtækinu Bauhaus
Innilegar þakkir til þeirra félaga fyrir dýrmætt vinnuframlag sem skiptir máli fyrir félagsmenn og gesti sem heimsækja félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Stjórn ÍRA.
Skemmtileg mynd sem sýnir ganginn inn að fjarskiptaherbergi TF3IRA.18 hellur lagðar að inngangnum að Skeljanesi. Ganga má á blankskóm inn í húsið, jafnvel í rigningartíð. Ljósmyndir: TF3GZ.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-03-27 13:20:452025-03-27 13:27:56FRÉTTIR ÚR Í SKELJANESI.
HAM RADIO sýningin 2025 í Friedrichshafen verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi.
Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Búið er að opna miðasöluna á netinu, en ódýrara er að kaupa aðgangsmiða þannig auk þess sem menn sleppa við að lenda í biðröðum.
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 24. mars 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3SG, TF3Y og TF4M. Samtals er um að ræða 55 uppfærslur.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Úr félagsstarfinu.Þann 11. febrúar 2010 mættu 36 félagar á erindi þeirra Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW og Yngva Harðarsonar TF3Y um DX keppnir og DX leiðangra. Ljósmynd: TF3JON.
CQ WW WPX Contest, SSB. Keppnin stendur yfir laugardaginn 29. mars kl. 00:00 til sunnudags kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + raðnúmer. https://www.cqwpx.com/rules
Classic Exchange, CW. Keppnin er tvískipt og stendur yfir sunnudag 30. mars kl. 07:00 til mánudags 31. mars kl. 13:00 og þriðjudag 1. apríl kl. 13:00 til miðvikudags 2. apríl kl 13:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum. Skilaboð: Nafn + RST + (ríki í USA/fylki í Kanada) + viðtæki/framleiðandi sendis/gerð). https://www.classicexchange.org
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. mars. Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Loftnet og útgeislun á lægri böndum“. Þetta var fjórða erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.
Henry hóf erindið á því að útskýra umfjöllunarefnið, sem væru loftnet á lágum bylgjum sem væru neðri parturinn á HF niður í miðbylgjur, t.d. á 630 metra bandinu. Hann nefndi, að loftnetin sem slík væru yfirleitt skilgreind sem stutt loftnet og því værum við yfirleitt að tala um að vinna með stutt loftnet og skilgreining á þeim er að þau eru styttri en 1/8 λ. Það væri því einkennandi að við værum að vinna með net sem ekki eru í „resonance“ öfugt við það sem almennt gerist og gengur á öðrum amatörböndum, þar sem margir notuðu t.d. kvartbylgju eða hálfbylgjuloftnet.
Loftnetum sem þessum megi skipta í tvo flokka, loftnet sem eingöngu væru á færi opinberra aðila að reisa, eins og t.d. mastrið á Gufuskálum sem er 416 metrar á hæð og hinsvegar hinn hópurinn, radíóamatörar, sem helst gætu leyst málið með því að reisa e.t.v. rafmagns- eða símastaura úti í garði heima hjá sér eða í sumarbústað. Henry sagði að það væru loftnetin sem hann ætlaði að fjalla um.
Í framhaldi útskýrði hann vel útgeislun frá „stuttum loftnetum“ m.v. bylgjulengd, sem fyrst og fremst sendu út á jarðbylgju þótt ennfremur komi speglun um lengri vegalengdir [erlendis frá], þ.e. DX. Hann útskýrði jafnframt mikilvægi jarðleiðni, en í raun væru minnst töp, þ.e. deyfing á útsendu merki þegar sent er frá loftneti sem er yfir söltum sjó.
Hann tók sem dæmi lóðrétt stangarloftnet (fætt á móti jörð). Það hefði mjög hátt sýndarviðnám í fæðingu vegna þess hve stutt það væri og rýmdarkennt (Z = Xc) og hegðaði sér í raun eins og þéttir. Gríðarlega sterkt rafsvið yrði í kringum loftnetið sem myndaði kúlu. Loftnet sem þetta þyrfti að hafa mjög gott jarðskaut til að vinna á móti töpum og fá fram sæmilegan virkan. Henry sagði að í raun skipti þó öllu máli að koma lóðrétta leggnum sem lengst upp í loftið.
Henry kom í framhaldi inn á fjölmargar lausnir sem nýtast radíóamatörum, en of langt mál er að rekja hér. Eindregið er mælt með að hlaða niður erindinu, sem er fróðlegt, skemmtilegt og afar nytsamlegt fyrir radíóamatöra sem hafa áhuga á lægri tíðnisviðunum. Henry svaraði mörgum fyrirspurnum jafnt og þétt, en einnig í lok erindisins. Þess má geta, að umræður héldu áfram eftir það og þegar búið var að hella upp á nýtt kaffi, voru málin rædd áfram áfram fram að miðnætti.
Sérstakar þakkir til Henry Arnars Hálfdánarsonar, TF3HRY fyrir stórfróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta það var tekið upp og má hlaða því niður á hér ( tvískipt): Fyrri hluti: https://youtu.be/Hz-I_RcQX1USíðari hluti: https://youtu.be/57aozPzi3Ac
Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir upptökuna, til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að vista upptökuna á netinu og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga kaffi og taka fram meðlæti.
Alls mættu 20 félagar (þar af 1 gestur) í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.
Henry hóf erindið stundvíslega kl. 20:30.Lengra komið inn í erindið og taflan þétt skrifuð.Mynd af hluta fundargesta í sal. Ljósmynd: TF1AM.Spjallað um umræðuefni kvöldsins. Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-03-23 12:17:332025-03-23 16:17:31TF3HRY FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI.
Sunnudaginn 16. mars var Kiwi SDR viðtækið yfir netið á Vogastapa flutt og er nýtt QTH nú við Elliðavatn. Loftnet er 20 metra langur vír (LW) og eru hlustunarskilyrði góð.
Um er að ræða KiwiSDR viðtæki í eigu Georgs Kulp, TF3GZ sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A forritaði, en Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY hýsir tækið í húsnæði sem er á hans vegum við vatnið.
KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.
Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, stillir Collins 75S-3C viðtækið í fjarskiptaherberginu. Mynd: TF3AM.
Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. mars í Skeljanesi.
Þá mætir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY með erindi um: „Loftnet og útgeislun á lægri böndum“. Húsið opnar kl. 20:00 en Henry byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-03-16 11:14:162025-03-16 19:04:40TF3HRY VERÐUR Í SKELJANESI 20. MARS.
FOC QSO PARTY. keppnin stendur yfir laugardaginn 22. mars frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð FOC félaga: RST + nafn + FOC númer. Skilaboð annarra: RST + nafn. http://www.g4foc.org/bill-windle-qso-party/
Africa All Mode International DX Contest Keppnin stendur yfir laugardag 22. mars frá kl. 12:00 til sunnudags 23. mars kl. 12:00. Hún fer fram á CW, SSB og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. http://mysarl.org.za/contest-resources/
North American SSB Sprint Contest. Keppnin stendur yfir laugardaginn 22. mars frá kl. 00:00 til kl. 04:00. Hún fer fram á SSB á 80, 40 og 20 metrum. Skilaboð: Sjá reglur. http://ssbsprint.com/rules/
Úr félagsstarfinu. Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Guðmundut Birgir Pálsson TF3AK á góðri stundu í Skeljanesi veturinn 2018.Ljósmynd: TF3JB.