Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 17. apríl en þá er skírdagur sem er almennur frídagur.
Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudag 24. apríl þegar Benedikt Sveinsson, TF3T mætir í Skeljanes með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-16 17:13:362025-04-16 17:13:36PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-15 20:06:422025-04-15 20:10:47LOKAÐ Í SKELJANESI Á SKÍRDAG.
WORLD WIDE HOLYLAND CONTEST. Keppnin stendur yfir föstudag 18. apríl kl. 21:00 til laugardags 19. apríl kl. 20:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð 4X stöðva: RS(T) + svæði (e. area). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://tools.iarc.org/wwhc/#/rules
ES Open HF Championship. Keppnin stendur yfir laugardaginn 19. apríl kl. 05:00 til kl 08:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 og 40 metrum. Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. https://erau.ee/images/LL/ES-Open_rules.pdf
Worked All Provinces of China DX Contest. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð BY stöðva: RS(T) + 2 bókstafir (e. province). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=9
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 10. mars.
Rætt var um fjarskiptin, m.a. á 6 metrum sem þegar eru byrjaðir að „lifna“ þetta vorið. Einnig var rætt um loftnet, m.a. mismunandi loftnet á VHF og UHF, en sumir félaganna hafa verið að gera tilraunir um endurvarpann á 145.650 MHz með drægni handstöðva sem hafa komið ótrúlega vel út. Einnig ræddu menn um skilyrðin á HF sem ekki hafa verið sérstaklega góð undanfarnar vikur.
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL mætti á staðinn nýkominn úr löngu ferðalagi, m.a. til Kyrrahafslanda. Viðstaddir voru sammála um, að gaman væri að fara þess á leit við hann að mæta eitthvert fimmtudagskvöldið og segja okkur ferðasöguna, en hann hafði með sér HF stöð og loftnet og var QRV frá mörgum fjarlægum löndum.
Sérstakur erlendur gestur félagsins þetta kvöld var John R. Silva, N3AM frá Maryland í Bandaríkjunum. Hann hafði verið í sambandi við Óskar Sverrisson, TF3DC sem sótti hann á hótelið. John er mikill CW maður og var afar ánægður með aðstöðu félagsins og loftnetakost félagsstöðvarinnar. Hann hafði meðferðis QSL kort til TF stöðva sem hann hafði haft samband við og raðaði í QSL hólfin með aðstoð Mathíasar, TF3MH QSL stjóra félagsins.
Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem lagaði Lavazza kaffi og bar fram meðlæti. Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.
Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Jón Björnsson TF3PW, Ríkharður Þórsson, TF8RIX og Pier Albert Kaspersma TF1PA (fyrir enda borðs).Ljósmynd: TF3ES.Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH og Kristján Benediktsson, TF3KB.Ljósmynd: TF3ES.John N3AM í salnum í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3DC.John N3AM í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni í fjarskiptaherberginu; var reyndar smá tima að átta sig á Icom 7610 stöðinni þar sem hann notar Elecraft K4 stöð heima í Maryland í Bandaríkjunum. Ljósmynd: TF3DC.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-12 10:22:332025-04-12 17:07:57OPIÐ VAR Í SKELJANESI 10. APRÍL.
Úr félagsstarfinu.APRS búnaður félagsins var tengdur á ný eftir hlé þann 7. nóvember 2024. Það voru þeir Guðmundur Sigurðsson TF3GS og Georg Kulp TF3GZ sem önnuðust verkefnið. Vel gekk að uppfæra búnaðinn og tengjast. TF3IRA-1Ø hefur verið QRV síðan á 144.800 MHz sbr. meðfylgjandi ljósmynd.
JIDX CW CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 07:00 til sunnudags 13. apríl kl. 13:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð japanskra stöðva: RST + hérað (e. Prefecture No). Skilaboð annarra: RST + CQ svæði. http://www.jidx.org/jidxrule-e.html
SKCC WEEKEND SPRINTATHON. Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 12:00 til sunnudags 13. apríl kl. 24:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC númer/“NONE“). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
OK/OM DX CONTEST, SSB. Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 12:00 til sunnudags 13. apríl kl. 11:59. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð OK/OM stöðva: RS + 3 stafa landskóði (e. country code). Skilaboð annarra: RS + raðnúmer. http://okomdx.crk.cz/index.php?page=SSB-rules-english
YURI GAGARIN INTERNATIONAL DX CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 12. apríl kl. 12:00 til sunnudags 13. apríl kl. 11:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15, 10 metrum og um gervitungl. Skilaboð: RS(T) + ITU svæði. http://gccontest.ru/rules-gc-2024-2/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-06 12:02:432025-04-06 12:05:24RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA kynnti ræðumenn kvöldsins, þá Einar Kjartansson TF3EK umsjónarmann haustleika ÍRA og Hrafnkel Sigurðsson TF8KY umsjónarmann vorleika og sumarleika ÍRA.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 3. apríl.
Þá mættu Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmenn með erindið „Radíóleikar ÍRA 2025; vorleikar, sumarleikar og haustleikar“. Þetta var fimmta erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.
Fjöldi sótti erindið sem fjallaði um radíóleika ÍRA nú í ár, þ.e. vorleika, sumarleika og haustleika. Hrafnkell, TF8KY annast vorleikana og sumarleikana og gerir það nú í sjöunda sinn. Vorleikarnir verða fyrstu helgi í maí og sumarleikar fyrstu helgi í júlí.
Hann kynnti endurbætur í leikahugbúnaðinum sem hann hefur hannað og smíðað og þróað stöðugt, þar sem þátttakendur skrá sambönd sín. Allt hefur þetta tekist með ágætum. Augljóslega liggur mikil vinna í hugbúnaðarkerfinu. Nýjungar gera auðveldara að sjá hvað aðrir eru að gera og þannig gera auðveldara að láta vita af sér þannig að ekki þurfi að bíða eftir því að allir eru búnir að tala við alla á tilteknu bandi. Og það var fleira í þessum sama dúr, allt mjög vel gert. Gerður var góður rómur að þessu öllu og fyrirspurnir voru úr sal.
Einar, TF3EK annast haustleikana og gerir það nú í tíunda sinn, vel gert. Hann fór yfir söguna og þær breytingar á reglum sem hafa verið gerðar, og einfalda allt. Á ágætri samantektartöflu sem hann sýndi, mátti sjá að þótt fjöldi þátttökustöðva hafi ekki aukist – þá hefur hefur fjöldi sambanda stóraukist sem er afleiðing af þægilegri reglum. Á eftir var gott spjall og það er greinilegur hugur í mönnum.
Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og má hlaða því niður á þessari vefslóð: https://www.youtube.com/watch?v=2jo9-YUuAC8
Ennfremur þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir upptökuna, Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að vista upptökuna á netinu, Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir kaffiveitingar sem og til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.
Sérstakur gestur félagsins var Ómar Magnússon TF3WZ sem búsettur er í Danmörku. Alls mættu 22 félagar og 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-04 23:24:592025-04-04 23:52:50VEL HEPPNUÐ ERINDI HJÁ TF8KY OG TF3EK.
Bent er á, að heimild til notkunar á 4 m. bandi (70.000-70.250 MHz) rann út um s.l. áramót. Sækja má um heimild til næstu 2 ára (2025 og 2026) til Fjarskiptastofu.
Á þetta er minnt nú, þar sem styttist í vorleika ÍRA helgina 2.-4. maí n.k. og 4 metrarnir er eitt af þeim böndum sem þar verða í boði.
Ætli menn að taka þátt á 4 metrum er nauðsynlegt að sækja um nýja heimild til Fjarskiptastofu sem mun gilda til næstu 2 ára (2025 og 2026).
Fleiri sérheimildir eru í boði fyrir árið 2025 og árin 2025 og 2026. Í raun nægir að senda einn póst fyrir fjórar, sbr. sýnisbréf sem sent var til Fjarskiptastofu 4. apríl fyrir TF3JB. Tölvupóstur: hrh@fjarskiptastofa.is
Stjórn ÍRA.
——————————————————————————————————
4.3.2026. Undirritaður sækir hér með um eftirfarandi sérheimildir fyrir stöð undirritaðs, TF3JB:
Heimild á 4 metrum (70.000-70.200 MHz) fyrir árin 2025 og 2026. Heimild á 6 metrum (50-50,5 MHz) fyrir tímabilið 1. apríl til 1. september 2025. Heimild á 60 metrum (5260-5410 kHz) fyrir árin 2025 og 2026; og Heimild á 160 metrum (1850-1900 kHz) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum árið 2025.
Ofangreindu til staðfestingar, Jónas Bjarnason, TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-04 11:55:402025-04-04 12:30:57ÁBENDING TIL FÉLAGSMANNA.