Næsta námskeið ÍRA til undirbúnings fyrir amatörpróf verður haldið 16. september til 29. október í Háskólanum í Reykjavík, enda náist lágmarksfjöldi þátttakenda.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er stefnt að því að enda með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 2. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Námskeiðsgjald er 24.500 krónur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-08-06 10:09:472024-08-06 10:10:23OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. ÁGÚST
TF útileikum ÍRA 2024 lauk í dag, 5. ágúst á hádegi.
Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema frá Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Leikarnir fóru fram á 160, 80, 60 og 40 metrum. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metra bandi í leikunum.
Skilyrði til fjarskipta innanlands voru þokkaleg/léleg í gær (laugardag) en vel rættist úr í morgun (sunnudag). Félagsstöðin TF3IRA var virk báða dagana og voru alls höfð alls 72 sambönd frá Skeljanesi.
Fjarskiptadagbókum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Einnig má senda gögnin á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út 7 sólarhringum eftir að leikunum lýkur.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hefur sett upp Excel skjal fyrir dagbókafærslur fyrir útileikana í ár eins og í fyrra (2023). Þátttakendur geta sent Excel skjalið útfyllt á hrafnk@gmail.com sem mun útbúa skriftu með adif skrá sem hann sendir beint inn í gagnagrunninn hjá TF3EK. Vefslóð er þessi: http://cloudqso.com/downloads/Utileikar.xlsx
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana fyrir góða kynningu og utanumhald. Ennfremur þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir að útbúa framangreint Excel skjal.
TF útileikarnir byrjuðu í dag (3. ágúst) og standa yfir fram á mánudag (5. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 3. ágúst eftir hádegi. Erling Guðnason, TF3E og Jónas Bjarnason, TF3JB voru á hljóðnemanum. Skilyrðin voru ágæt og voru höfð sambönd við stöðvar í öllum landshlutum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB.
Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi tímabil: Laugardagur: 12-14 og 20:30-22:00 Sunnudagur: 9-11 og 17:30-19 Mánudagur: 10-12
Þessar tíðnir eru gjarnan notaðar á SSB:1845 kHz LSB 3633 kHz LSB, 3640 kHz til vara 5363 kHz USB 7120 kHz LSB
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti þann 19. júlí um að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á 144-146 MHz. Staðsetning er í Reykjavík, loftnet er 5/8λ stangarnet og mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Ath. að velja þarf: Amatör og NBFM þegar viðtækið er opnað.
Vefslóð á KiwiSDR2 viðtækið var sett á opnunarsíðu ÍRA á netinu í dag, 30. júlí þar sem slóðin er aðgengileg ásamt öðrum inn á viðtæki sem eru í boði til hlustunar yfir netið.
Þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TF3GZ sem lánaði hluta búnaðar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-30 22:48:472024-07-30 22:49:16VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á VHF
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-28 19:50:462024-07-28 19:51:25OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 1. ÁGÚST
TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi á laugardag 3. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 5. ágúst, frídag verslunarmanna.
Leikarnir eru haldnir á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW. Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum. Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru beðnir um að skrá sig á ira@ira.is
Fjarskiptastofa heimilar þátttakendum að nota allt að 100W sendiafl á 60 metra bandi (5351.5-5366.5 kHz) á meðan leikarnir standa yfir.
Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-28 15:15:552024-07-29 16:47:11TF ÚTILEIKARNIR BYRJA Á LAUGARDAG
RGSB IOTA keppnin fór fram helgina 27.-28. júlí á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Keppnin hófst á hádegi á laugardag og lauk á hádegi á sunnudag.
Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Skilyrði voru léleg, eða eins eins og TF3CW orðaði það eftir keppnina þá voru þau það slæm „…að hann lokaði stöð og fór heim seint í gærkvöldi frekar en að berja á „dauðum“ böndum yfir nóttina“.
Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 976,080 heildarpunktar. Fjöldi sambanda var alls 632; 556 á CW og 74 á SSB. Alls náðust 162 margfaldarar og 5,880 punktar. Viðvera var: 12,27 klst.
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-23 09:36:322024-07-23 09:36:33OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. JÚLÍ
RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 27. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag 28. júlí. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar á eyjum sem hafa IOTA númer gefa margfaldara.
Felagsstöð ÍRA, TF3W verður starfrækt í keppninni frá Skeljanesi og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina – bæði á SSB og CW (e. mixed).
Þátttakendur hér á landi gefa upp RS(T) + raðnúmer + IOTA númer. IOTA númerið fyrir Ísland er EU-021 (fastalandið) – en EU-71 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við landið.