Bent er á, að heimild til notkunar á 4 m. bandi (70.000-70.250 MHz) rann út um s.l. áramót. Sækja má um heimild til næstu 2 ára (2025 og 2026) til Fjarskiptastofu.
Á þetta er minnt nú, þar sem styttist í vorleika ÍRA helgina 2.-4. maí n.k. og 4 metrarnir er eitt af þeim böndum sem þar verða í boði.
Ætli menn að taka þátt á 4 metrum er nauðsynlegt að sækja um nýja heimild til Fjarskiptastofu sem mun gilda til næstu 2 ára (2025 og 2026).
Fleiri sérheimildir eru í boði fyrir árið 2025 og árin 2025 og 2026. Í raun nægir að senda einn póst fyrir fjórar, sbr. sýnisbréf sem sent var til Fjarskiptastofu 4. apríl fyrir TF3JB. Tölvupóstur: hrh@fjarskiptastofa.is
Stjórn ÍRA.
——————————————————————————————————
4.3.2026.
Undirritaður sækir hér með um eftirfarandi sérheimildir fyrir stöð undirritaðs, TF3JB:
Heimild á 4 metrum (70.000-70.200 MHz) fyrir árin 2025 og 2026.
Heimild á 6 metrum (50-50,5 MHz) fyrir tímabilið 1. apríl til 1. september 2025.
Heimild á 60 metrum (5260-5410 kHz) fyrir árin 2025 og 2026; og
Heimild á 160 metrum (1850-1900 kHz) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum árið 2025.
Ofangreindu til staðfestingar,
Jónas Bjarnason, TF3JB.
