http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-15 15:39:222024-01-15 15:39:23OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 18. JANÚAR
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 6.-12. janúar 2024.
Alls fengu 15 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40, 80 og 160 metrar.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 10 metrum. TF1EIN FT8 á 12 og 60 metrum. TF1EM FT8 á 10, 12 og 60 metrum. TF1OL FT8 á 10 og 12 metrum. TF2CT FT8 á 40 og 160 metrum. TF2MSN FT8 á 10, 17 og 160 metrum og SSB á 10 metrum. TF3AO RTTY á 10, 20 og 40 metrum. TF3DC CW á 10, 12 og 30 metrum. TF3EK/P FT8 á 10 metrum. TF3PKN FT8 á 10 metrum. TF3PPN RTTY á 15 metrum. TF3VE FT8 á 10, 12 og 60 metrum. TF3VG FT8 á 40 og 60 metrum. TF5B FT8 á 10, 10 og 80 metrum. TF8SM FT4 og FT8 á á 10 metrum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-13 13:35:412024-01-13 13:35:42Vísbending um virkni
YB DX KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 13. janúar. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. http://ybdxcontest.com/
SKCC Weekend Sprintathon KEPPNIN hefst kl. 12:00 á laugardag 13. janúar og lýkur kl. 24:00 á sunnudag 14. janúar. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + NAFN + NONE („None“ ef menn eru ekki SKCC félagar). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/
NORTH AMERICAN QSO PARTY KEPPNIN hefst kl. 18:00 á laugardag 13. janúar og lýkur kl. 05:59 á sunnudag 14. janúar. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + NAFN. https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf
NRAU BALTIC KEPPNIN, SSB stendur yfir frá kl. 06.30-08:30 á laugardag 13. janúar. Keppnin fer fram á SSB á 80 og 40 metrum. Skilaboð TF stöðva: RS + raðnúmer + TF. https://www.nraubaltic.eu/
NRAU BALTIC KEPPNIN, CW stendur yfir frá kl. 09:00-11:00 laugardag 13. janúar. Keppnin fer fram á CW á 80 og 40 metrum. Skilaboð TF stöðva: RST + raðnúmer + TF. https://www.nraubaltic.eu/
Þann 14. janúar hefur Margrét Þórhildur Danadrottning verið á veldisstóli í 52 ár. Hún mun þá formlega stíga til hliðar og sama dag og verður Friðrik krónprins krýndur konungur Danaveldis.
Danskir radíóamatörar hafa ákveðið að halda upp á viðburðinn og setja sérstakt kallmerki í loftið, OZ24FX til heiðurs Friðrik X.
Kallmerkið verður sett í loftið 14. janúar kl. 00:01 og verður virkt til 21. janúar kl. 23:59. Til greina kemur, að viðburðurinn verði framlengdur út janúarmánuð.
Kallmerkið verður í loftinu á 160-10 metrum. Miðað er við sambönd á CW, SSB og DIGI mótunum. Radíóamatörar í Evrópu (þ.á.m. á Íslandi) geta sótt um glæsileg viðurkenningarskjöl nái þeir samböndum. Í boði eru: GULL (QSO á 6 böndum); SILFUR (QSO á 4 böndum) og BRONS (QSO á 3 böndum).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-08 21:11:062024-01-08 21:17:54ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-07 14:52:342024-01-07 14:55:40OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 11. JANÚAR
PODXS 070 CLUB PSKFEST KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 6. janúar. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 24:00. Keppnin fer fram á PSK31 tegund útgeislunar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + ICELAND. https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/pskfest
ARRL RTTY ROUNDUP KEPPNIN hefst kl. 18:00 á laugardag 6. janúar og lýkur kl. 24:00 á sunndag 7. janúar. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://www.arrl.org/rtty-roundup
EUCW 160 METRA KEPPNIN stendur yfir frá kl. 20:00-23:00 á laugardag 6. janúar annarsvegar, og frá kl. 04:00-07:00 á sunnudag 7. janúar, hinsvegar. Keppnin fer fram á CW á 160 metra bandinu. Skilaboð: RST + raðnúmer + nafn. https://www.eucw.org/eu160.html
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-03 12:35:522024-01-03 12:40:57RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.
Þar á meðal var félagsmaður okkar, Sigurður Harðarson, TF3WS rafeindavirkjameistari sem fékk riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.
Við óskum Sigga Harðar, TF3WS innilega til hamingju.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-02 12:23:252024-01-02 12:27:34TF3WS FÆR FÁLKAORÐUNA