Í.R.A. óskar eftir áhugasömum félagsmanni til að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar.

Eftirtaldir veita upplýsingar:

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, fráfarandi QSL Manager: tf3ppn@gmail.com / hs 566-7231 / GSM 664-8182.
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður: jonas@hag.is / hs 437-0024 / GSM 898-0559.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformaður: dn@hive.is / hs 552-2575 / GSM 896-0814.

TF2JB

Þorvaldur Stefánsson, TF4M hefur til sýnis á heimasíðu sinni viðurkenningu ARRL á því að Þorvaldur Stefánsson, TF4M hafi WAS 160m CW.  Við þetta tækifæri færir stjórn ÍRA, Þorvaldi innilegar heillaóskir með þessa viðurkenningu og frábæran árangur á 160m CW.

73

Guðmundur Sveinsson, TF3SG

Vegna snjókomu og óhagstæðrar veðurspár nú í kvöld er fimmtudagsfyrirlestri Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ aflýst í kvöld. kv Guðmundur, TF3SG

Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með kynningu í kvöld fimmtudag á digital mótunaraðferðum.  Halldór mun byrja klukkan 20.15 og mun m.a. kynna JT65A úr WSJT forritapakkanumm, notkun, uppsetningu og hvernig QSO fer fram.  Hann mun svo segja frá WSPR ef áhugi er .

73

Guðmundur, TF3SG

Janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið á netið í endanlegri útgáfu.

http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_28arg_2010_01tbl.pdf

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz böndunum (sjá einnig viðbótarfrétt dags. 22. febrúar)

Í.R.A. hefur borist svar við erindi félagsins dags. 13. janúar s.l. til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), þar sem m.a. var óskað eftir heimildum á 500 kHz og 70 MHz böndunum fyrir íslenska leyfishafa.

Bréf PFS er dagsett í dag, 19. febrúar 2010 og heimilar stofnunin tímabundna notkun á eftirfarandi tíðnum í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:

Á 600 metra bandinu: 493-510 kHz. Einvörðungu er heimiluð A1A tegund útgeislunar. Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.

Á 4 metra bandinu: 70.000-70.200 MHz. Hámarks bandbreidd er 16 kHz (engin skilyrði hvað varðar tegund útgeislunar). Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.

Bæði nýju böndin eru opin N-leyfishöfum sem og G-leyfishöfum.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga með þökkum fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

VIÐBÓTARFRÉTT 22.2.2010

Staðfest var í símtali í morgun (22. febrúar) á milli undirritaðs og fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, að tilgreindar aflheimildir í ofangreindum tíðnisviðum eru samkvæmt aflskilgreiningu í núgildandi reglugerð, sem er eftirfarandi: “Sendiaflið er toppgildi aflsins (PEP), þ.e. hæsta meðalafl sem sendirinn gefur frá sér á hverri períóðu RF-merkisins í 50/300/600 ohma endurkastslaust álag”.

Ofangreindu til staðfestingar, Jónas Bjarnason, TF2JB.

Á vetrardagskrá 25. febrúar verður fjallað um digital mótunaraðferðir.  Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með inngang og kynnir hvað hann hefur verið að gera.  Gert er ráð fyrir að sýna í félagsheimilinu í apríl mynd frá leiðangri K5D, félagið festi nýlega kaup á diskinum.   Um miðjan marsmánuð er gert ráð fyrir dótadegi þar sem félagsmenn geta komið með hluti sem þeir eiga og boðið til sölu.  Sunnudagsopnanir í félagsheimili eru fram í byrjun apríl.  Guðmundur TF3SG opnar dyrnar kl. 09.00 sunnudaga fram í apríl.  Að lokum má geta þess að félagið hefur keypt nýja ARRL handbók og bók ON4UN um Low Band DX.

73

Guðmundur, TF3SG

Blaðið er komið á vef félagsins í forútgáfu:
http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_28arg_2010_01tbl.pdf

Athugasemdir og ábendingar um villur sendist til ritstjóra, en stefnt er að því að endanlegt blað verði sett á vefinn og fjölfaldað eftir sunnudaginn 21. febrúar.

73 – Kiddi, TF3KX
ritstjóri CQ TF

tf3kx@simnet.is

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3YH fluttu vel heppnað fimmtudagserindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Báðir hafa verið leyfishafar um áratuga skeið og var afar fróðlegt og áhugavert að heyra umfjöllun þeirra um DX keppnir og DX leiðangra. Báðir eru jafnvígir á CW og PHONE og báðir hafa staðið fyrir keppnum frá félagsstöðinni TF3IRA sem og frá eigin stöðvum (og annarra), auk þess að hafa farið í DX leiðangra innanlands, til annarra landa í Evrópu, Ameríku og til Kyrrahafsins. Sigurður, TF3CW, sýndi fjölda ljósmynda og útskýrði, auk þess að sýna kvikmynd sem hann gerði um DX-leiðangur hans (og fleiri Norðurlandabúa) til Banaba eyju í Kyrrahafinu (T33R og T33T).

Erindið var mjög vel sótt og mættu alls 33 leyfishafar úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 og TF8 (auk gesta). Bestu þakkir Sigurður og Yngvi fyrir skemmtilegt kvöld ásamt þökkum til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir að taka ljósmyndirnar sem birtast hér.

Fullt var út úr dyrum í Skeljanesinu; séð yfir hluta fundarmanna.

Siguður R. Jakobsson, TF3CW, fjallaði um keppnisþáttöku og DX leiðangra.

Benedikt, TF3CY; Yngvi TF3Y og Sigurður, TF3CW. Yngvi fjallaði um sama efni með TF3CW.

Allir stólar voru setnir.

TF2JB

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Félagsmenn okkar, Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Yngvi Harðarson TF3Y verða með erindi fimmtudaginn 11. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Það hefst hefst kl. 20:30 stundvíslega. Þeir félagar munu fjalla um DX-keppnir og DX-leiðangra. Sigurður mun m.a. sýna 25 mín. kvikmynd sem hann tók í T33R og T33T DX-leiðangrinum til Kyrrahafsins. Veitingar verða í boði félagsins.

Félagar fjölmennið!

TF2JB