Frá vinstri: Yngvi Harðarson, TF3Y; Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; Sigurður Elíasson; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Halldór Christensen, TF3GC; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; og Stefán Þórhallsson, TF3S. Ljósmynd: Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

Frá vinstri: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Stefán Þórhallsson, TF3S; Heimir Konráðsson, TF1EIN; og Andrés Þórarinsson, TF3AM. Ljósmynd: Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, flutti áhugavert erindi um EME-tilraunir sínar í sumar, fimmtudagskvöldið 28. október. Benedikt vann m.a. það afrek að verða fyrstur íslenskra radíóamatöra til að hafa samband með því að nota tunglið til að endurkasta merki frá Íslandi á 50 MHz í júlí s.l. Fyrsta sambandið var við stöð í Bandaríkjunum. Í ágúst s.l. bætti Benedikt svo um betur og náði EME-sambandi við stöð á Nýja Sjálandi á 50 MHz. Fram kom ennfremur, að hann hefur einnig í huga að gera EME-tilraunir á 2 metra bandinu. Erindið var fróðlegt og skemmtilega flutt. Benedikt sagði jafnframt stuttlega frá DX-leiðangri þeirra feðga (TF3CY, TF3SG og TF3T) út í Grímsey um síðustu helgi.

Bestu þakkir Benedikt fyrir áhugavert erindi.

TF2JB

CQWW SSB DX keppnin 2010 verður haldin um helgina 30.-31. október n.k. Hún hefst á miðnætti á föstudagskvöld og endar á miðnætti á sunnudagskvöld. Keppnin er ein af þessum stóru tveggja daga keppnum þar sem allir keppa á móti öllum. Reglurnar má sjá hér: http://www.cqww.com/rules.htm

Fyrir þá sem ekki ætla að taka þátt af alvöru í keppninni (sem er í góðu lagi), þarf vart þarf að taka fram, að í keppnum af þessu tagi eru starfræktar fjölmargar stöðvar frá “sjaldgæfum” löndum um heiminn og þessir tveir sólarhringar eru því mikill „veiðitími” fyrir þá radíóamatöra sem t.d. safna löndum fyrir DXCC og WAZ viðurkenningarskjölin o.s.frv.

Þegar þetta er skrifað er félagsstöðinni TF3IRA óráðstafað í keppnina. Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfrækja stöðina í keppninni geta sett sig í samband við Svein Braga Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóra.

TF2JB

Benedikt Sveinsson, TF3CY. Myndin er tekin í Skeljanesi 31. júlí s.l.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 28. október kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins verður Benedikt Sveinsson, TF3CY, og mun hann m.a. svara spurningunni: Hvernig hefur maður EME QSO á 50 MHz?

Benedikt hafði fyrstu EME samböndin sem höfð hafa verið frá Íslandi á 50 MHz þann 12. júlí s.l. við W7GJ annnars vegar og W1JJ hins vegar. QTH var við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi (nærri Gróttu), sendiafl var 100W og tegund útgeislunar var JT65A. Nokkru síðar, þ.e. 11. ágúst hafði Benedikt síðan fyrsta EME sambandið sem haft hefur verið frá Íslandi við ZL á 50 MHz. Það var við ZL3NW. QTH var jörðin Hliðsnes á Álftanesi. Hann notaði Kenwood TS-570D sendi-/móttökustöð, heimasmíðaðan 600W RF-magnara (en Benedikt fékk sérstaka heimild PFS til að nota QRO afl á 50 MHz til EME-tilrauna). Tegund útgeislunar var sem áður, JT65A. Hann notaði heimasmíðað 10 stika Yagi loftnet á 15,5 metra langri bómu.

Samkvæmt framangreindu hefur Benedikt frá mörgu áhugaverðu að segja. Mætum stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins í fundarhléi kl. 21:15.

 TF2JB

Mannvirkið lætur ekki mikið yfir sér séð úr fjarlægð, en er óneitanlega glæsilegt. Ljósmynd: TF3IG.

Unnið við að reisa turninn og ganga frá loftnetum 21. október s.l. Ljósmynd: TF3IG.

Unnið við OP-18-6 loftnetið 21. október s.l. sem er ansi stórt í hlufalli við manninn. Ljósmynd: TF3IG.

Glæsileg sjón! OP-18-6 loftnetið er neðar og OP-1 ofar. Ljósmynd: TF2JB.

Georg Magnússon, TF2LL, stendur við nýuppsteypta undirstöðu turnsins þann 12. júní s.l. Ljósmynd: TF2JB.

Stjórn Í.R.A. fór í vettvangsferð í Borgarfjörðinn í gær, laugadaginn 23. október. Farið var í heimsókn til Georgs Magnússonar, TF2LL, sem hafði reist nýja loftnetsturninn sinn tveimur dögum fyrr. Um er að ræða 28 metra þrístrendan turn, að stærstum hluta heimasmíðaðan. Hann er reistur á öruggri undirstöðu (sjá mynd að ofan) og fóru 13 rúmmetrar af steypu í mótin. Á turninum eru tvö loftnet, annars vegar OptiBeam 18-6 fyrir 40-10 metra böndin og Optibeam 1-80 sem er fyrir 80 metrana. Turninn má nota fyrir fleiri loftnet, þar sem út frá honum má strengja víraloftnet, t.d. fyrir 160 metrana. Rótorinn er næst stærsta gerðin frá Prosistel og er hann staðsettur í botni turnsins og snýr sérsmíðuðu drifskafti fyrir loftnetin. Snjöll lausn er, að kaplarnir upp í loftnetin eru þræddir í gegnum drifskaftið. Það hefur m.a. í för með sér að Georg er laus við slaufur/lykkjur út frá fæðingu loftnetanna sem eru þekktar fyrir að hafa valdið vandræðum.

Optibeam OB-18-6 er 18 stika Yagi loftnet fyrir sex bönd, þ.e. 40/20/17/15/12 og 10 metrana. Bómulengd er 12 metrar. Lengsta stikan er 14,6 metrar og eiginþyngd loftnetsins er 115 kg. Loftnetið er 3 stika á 40m, 4 stika á 20-17-15 og 12 metrunum og 7 stika á 10 metrunum. Uppgefinn ávinningur á bandi, yfir tvípól: 4,8 / 7,3 / 7,5 / 7,8 / 7,0 / 7,7 dB. Optibeam OB-1-80 er styttur tvípóll á 80 metrunum. Hann er 17,6 metrar á lengd og vegur 25 kg. Í fæðipunkti eru rafliðar og spólur sem skipta á milli neðri og efri hluta bandsins. Georg hefur jafnframt fest kaup á loftneti fyrir 6 metrana frá OptiBeam, OB-5-6 sem gefur 8,8 dB ávinning yfir tvípól. Fyrirhugað er að setja það loftnet upp á annan turn (sem hann hefur þegar aflað sér).

Stjórn Í.R.A. þakkar Georg og Steinunni konu hans fyrir frábærar móttökur og óskar honum innilega til hamingju með glæsilegan turn og loftnet.

Comment frá TF4M

Til hamingju með glæsilegt mastur og góð loftnet Georg !

73 Þorvaldur, TF4M

Comment frá TF3SG

Þetta er sannanlega stórkostlegt mannvirki Georg og innilega til hamingju.

73

Guðmundur, TF3SG,

G. Svanur Hjálmarsson TF3FIN, Stefán Arndal TF3SA og Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: TF3JA.

Smíðanámskeið-II var haldið í gær mánudaginn 18. október í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Verkefni kvöldsins var að setja saman viðmót (e. interface) til notkunar á milli tölvu og sendi-/móttökustöðvar, m.a. til fjarskipta á PSK31, RTTY og SSTV tegundum útgeislunar. Leiðbeinandi var (sem fyrr) Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS. Mikill áhugi var í smíðahópnum og stóðu menn ekki ekki upp frá lóðboltunum fyrr en nokkru eftir miðnætti.

Námskeið til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu (það fyrra af tveimur) var haldið þriðjudaginn 12. október í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Leiðbeinandi var Yngvi Harðarson, TF3Y. Fullbókað var í námskeiðið en mest eru teknir fimm þátttakendur þar sem hluti þess er verklegur. Mikill áhugi var á efninu og yfirgáfu menn ekki Skeljanesið fyrr en klukkan var farin að halla í miðnætti.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Vilhjálmi og Yngva fyrir sérstaklega góðan undirbúning og vandaða framsetningu.

Gísli Ófeigsson TF3G; Georg Magnússon TF2LL; Jónas Bjarnason TF2JB, Stefán Arndal TF3SA, Benedikt
Sveinsson TF3CY og Yngvi Harðarson TF3Y. Ljósmynd: TF3LMN.

TF2JB

Athygli er vakin á því að á morgun, 19. október 2010 er síðasti skiladagur keppnisdagbóka í CW hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) 2010. Nánari upplýsingar á heimasíðu SAC: http://www.sactest.net/

Í dag, mánudaginn 18. október kl. 15:00 var staðan eftirfarandi fyrir TF stöðvar, samkvæmt fjölda innsendra dagbóka (“Clamed scores):

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar Keppandi Sæti
Öll bönd, flokkur HP TF3W 951,421 TF3CW 10. sæti (af 89)
Öll bönd, flokkur LP TF/DF1LON 117,070 DF1LON 33. sæti (af 90)
Öll bönd, flokkur QRP TF/DL2JRM/P 118,862 DL2JRM 3. sæti (af 14)
Eitt band, 14 MHz LP TF2JB 1,456 TF2JB 14. sæti (af 18)

Fjöldi keppnisdagbóka eftir löndum í Scandinavian Cup var þessi í dag:

1. Svíþjóð – 141 dagbók – 31,7 milljónir punkta.
2. Finnland – 74 dagbækur – 23,7 milljónir punkta.
3. Noregur – 22 dagbækur – 4 milljónir punkta.
4. Danmörk – 12 dagbækur – 3 milljónir punkta.
5. Álandseyjar – 3 dagbækur – 1,6 milljónir punkta.
6. Ísland – 4 dagbækur – 1,2 milljónir punkta.
7. Færeyjar – 2 dagbækur – 0,5 milljónir punkta.

Líkt og sjá má skiptir hver og ein innsend dagbók miklu til að við hækkum á listanum.

TF2JB

Kristinn Andersen, TF3KX, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2010; viðurkenningarhafar voru alls 11 talsins.

Dagskrá fimmtudagskvöldsins 14. október var tvískipt. Annars vegar kynnti Kristinn Andersen, TF3KX, niðurstöður TF útileikana 2010. Alls tóku 22 stöðvar þátt í viðburðinum og hlutu 11 þeirra viðurkenningar og verðlaun. Kristinn Andersen, TF3KX, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2010 með 424,320 heildarstig og hlaut hann ágrafinn verðlaunaplatta. Brynjólfur Jónsson, TF5B, afhenti Kristni verðlaunin og sérstakt viðurkenningarskjal. Í öðru sæti varð Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með 358,380 heildarstig og í þriðja sæti Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, með 322,560 heildarstig. Útileikanefndinni til aðstoðar við útreikninga voru þeir Óskar Sverrisson, TF3DC; Bjarni Sverrisson, TF3BG; og Guðmundur Sveinsson, TF3SG og var klappað fyrir þeim fyrir góða vinnu.

Síðari hluti dagskrár fimmtudagskvöldsins var erindi Sigurðar Harðarsonar, TF3WS, um uppbyggingu endurvarpa í metrabylgjusviðinu (VHF). Sigurður tók sérstaklega fyrir uppbyggingu endurvarpa á Grænlandi sem hann hefur hannað og starfað við undanfarin ár. Hann sagði ennfremur frá vinnu við svipað verkefni í Færeyjum og í Norður-Noregi. Erindinu fylgdu margar skemmtilegar frásagnir frá uppákomum í þessri vinnu á Grænlandi. Hann svaraði að lokum mörgum spurningum félagsmanna í lok erindisins enda um áhugavert efni að ræða og Sigurður með skemmtilegri fyrirlesurum. Félagsmenn þökkuðu fyrir sig með öflugu lófaklappi.

Stjórn Í.R.A. færir viðkomandi bestu þakkir og einnig Jóni Svavarssyni, TF3LMN, sem tók myndirnar sem fylgja frásögninni.

Brynjólfur Jónsson TF5B, annaðist afhendingu viðurkenninga. Viðurkenningahafar: Stefán Arndal TF3SA; Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS; Kristinn Andersen TF3KX; og Snorri Ingimarsson TF3IK.

Jón G. Harðarson TF3PPN; Halldór Christensen TF3GC; Sigurður Harðarson TF3WS; Sveinn Guðmundsson TF3T; Stefán Arndal TF3SA; og Snorri Ingimarsson TF3IK.

Völundur Jónsson TF5VJN; Brynjólfur Jónsson TF5B; Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3-035; Bjarni S. Jónasson; Sigurður Steinar Elíasson; og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN.

TF2JB

JOTA, eða Jamboree-on-the-air verður haldið um helgina, 16.-17. október. Árið 2010 er 53. árið sem þessi viðburður er haldinn. Þessa helgi standa radíóskátar um allan heim fyrir virkni á amatörböndunum og geta ungliðar í skátahreyfingunni fengið að tala í amatörstöðvar við aðra um heiminn undir stjórn radíóamatöra. Á Íslandi stendur skátafélagið Radíóskátar fyrir viðburðinum.

Hér á Íslandi verða rekin eftirfarandi kallmerki: TF2JAM í Grundarfirði; TF3JAM í Reykjavík og TF5JAM á Akureyri.
Ábyrgðarmenn stöðvanna eru: Guðmundur Sigurðsson, TF3GS; Þór Þórisson, TF3GW; og Þórður Ívarsson, TF5PX.

Miðað er við að JOTA fari einkum fram á eftirtöldum tíðnum á SSB á HF: 3,650-3,700 MHz; 7,080-7,140 MHz; 14,100-14,125 MHz og 14,280-14,350; 21,350-21,450 MHz; og 28,225-28,400 MHz. Tíðnirnar á CW á HF: 3,560-3,800 MHz; 7,040-7,200 MHz; og 14,060-14,350. Framangreindar tíðnir eru valdar af radíóskátum að þessu sinni með hliðsjón af alþjóðlegum keppnum sem fram fara um helgina, en þar af er WAG keppnin stærst.

TF2JB

Ýmislegt sem radíóamatörar taka uppá. OZ1AA er á ferðinni frá Danmörku til Ástralíu og það á reiðhjóli !

Thomas OZ1AA is pedaling his way from Denmark to Sydney, Australia! Currently as far as Wroclaw, Poland, Thomas is logging a lot of km – you can follow his progress on his blog, “Cycling the Globe“.

TF3AO

 

Sigurður Harðarson, TF3WS.

Samkvæmt áður kynntri vetrardagskrá Í.R.A. eru tveir viðburðir á dagskrá fimmtudagskvöldið 14. október n.k.:

(1) Kl. 20:00-20:30. Afhending viðurkenninga fyrir þátttöku í TF Útileikunum 2010. Verkefni í höndum Kristins Andersen, TF3KX og Brynjólfs Jónssonar, TF5B.
(2) Kl. 20:30-22:00 (kaffihlé kl. 21:15). Uppbygging endurvarpsstöðva í metrabylgjusviðinu (VHF); erindi Sigurðar Harðarsonar, TF3WS.

Kaffiveitingar í boði félagsins. Félagar mætum stundvíslega!

TF2JB