Nákvæmlega klukkan 1200Z, næsta laugardag, þann 18. september hefst Scandinavian Activity Contest (SAC) CW keppnin 2010. Ég treysti því að sem flestir ætli að taka þátt, og hafi kynnt sér reglurnar á: http://www.sactest.net/

Félagsstöðin verður að sjálfsögðu í gangi, notar kallmerkið TF3W og keppir í SOAB HP flokki (einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl). Stöðina mannar að þessu sinni TF3CW.

Koma svo……….allir með !!!

73 de Sigurður, TF3CW.

Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.

Vetraráætlun Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2010 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Vetraráætlunin verður nánar til kynningar í næsta tölublaði CQ TF (4. tbl. 2010). Samkvæmt áætluninni eru alls sjö erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiða, hraðnámskeiða og flóamarkaðs að hausti (sem er nýjung). Þá hefjast sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar 12. desember n.k. Alls er um að ræða 20 viðburði. Það er skoðun undirritaðs, að afar vel hafi til tekist með skipulagningu verkefnisins, sem var í höndum Erlings Guðnasonar, TF3EE, varaformanns.

O K T Ó B E R

Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
4. október mánudagur Smíðakvöld Smíðaverkefni-A (sjá 4. tbl. CQ TF) Vilhjálmur, TF3VS 19:00-22:30 Forskráning, takmarkaður fjöldi
7. október fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
10. október sunnudagur Flóamarkaður Félagsmenn kaupa/selja tæki/búnað   11.00-16:00 Flóamarkaður að hausti
11. október mánudagur Smíðakvöld Smíðaverkefni-B (sjá 4. tbl. CQ TF) Vilhjálmur, TF3VS 19:00-22:30 Forskráning, takmarkaður fjöldi
12. október þriðjudagur Námskeið “Win-Test” keppnisforritið, hraðnámskeið Yngvi, TF3Y 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
14. október fimmtudagur Útileikar 2010 Afhending verðlaunaskjala útileikanna 2010 Kristinn, TF3KX 20:00-20:30  
14. október fimmtudagur Erindi Uppbygging endurvarpsstöðva á VHF Sigurður, TF3WS 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
21. október fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
26. október þriðjudagur Námskeið “Win-Test” keppnisforritið, hraðnámskeið Yngvi, TF3Y 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
28. október fimmtudagur Erindi Hvernig hefur maður EME QSO á 50 MHz? Benedikt, TF3CY 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

N Ó V E M B E R

Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
4. nóvember fimmtudagur Erindi Fjarskipti um gervitungl radíóamatöra Ari, TF3ARI 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
11. nóvember fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
17. nóvember miðvikudagur Námskeið Sambönd um gervitungl, hraðnámskeið Sveinn Bragi, TF3SNN 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
18. nóvember fimmtudagur Opið húsð Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
25. nóvember fimmtudagur Erindi Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna Vilhjálmur Þór, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

D E S E M B E R

Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
2. desember fimmtudagur Erindi APRS kerfið og reynsla af því á Íslandi Jón Þóroddur, TF3JA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
8. desember miðvikudagur Námskeið Sambönd um gervitungl, hraðnámskeið Sveinn Bragi, TF3SNN 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
9. desember fimmtudagur Erindi Viðurkenningarskjöl radíóamatöra Jónas, TF2JB & Guðlaugur, TF8GX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
12. desember sunnudagur Opið hús Kaffi á könnunni Umræðuþema: Loftnet fyrir 160 m. 10:00-12:00 1. sunnudagsopnun
16. desember fimmtudagur Erindi QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl. Bjarni, TF3GB 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
19. desember sunnudagur Opið hús Kaffi á könnunni Umræðuþema: RTTY teg. útgeislunar 10:00-12:00 2. sunnudagsopnun

Í septemberhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni sem fram fór dagana 24.-25. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar átta stöðvar deilast á 5 keppnisflokka:

Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl: 3 stöðvar.
Einmenningsflokkur, öll bönd – aðstoð, hámarks útgangsafl: 2 stöðvar.
Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Einmenningsflokkur, 1.8 mHz, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl: 1 stöð.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, náði bestum árangri af einmenningsstöðvum á öllum böndum í L-flokki, eða 422,598 stigum – 1,061 QSO.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði mjög góðum árangri sem einmenningsstöð á 7 MHz, eða 287,880 stigum – 1,691 QSO.
Þeir TF3KX, TF3OO, TF3Y og TF4M, náðu frábærum árangri frá TF4X sem fleirmenningsstöð, eða 3,233,670 stigum – 4,410 QSO.

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur QSO CQ svæði DXCC einingar Skýringar
Öll bönd (SOP-L) TF3GB* 422,598 1,061 47 162 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (SOP-L) TF8SM 125,490 444 40 138 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (SOP-L) TF8GX 85,462 283 43 130 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (SOP-H-a) TF3IGN* 20,758 219 18 79 Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (SOP-H-a) TF3AO 504 20 9 5 Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (MOP-H) TF4X* 3,233,670 4,410 106 345 Hámarks útgangsafl, einn sendir, fleirmenningsþátttaka (TF4M, TF3Y, TF3OO, TF3KX)
7 MHz (SOP-H) TF3CW* 287,880 1,619 27 93 Hámarks útgangsafl
1.8 MHz (SOP-H) TF3DC* 3,655 81 8 352 Hámarks útgangsafl

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

TF2JB

Hustler G6-144B loftnetið komið upp og tengt við TF3RPC. Ljósmynd: TF3WS

Töluvert “ferðalag” hefur verið á TF3RPC endurvarpsstöðinni undanfarin misseri. Þann 7. janúar var stöðin flutt úr Espigerði að Austurbrún. Þar var stöðin síðan staðsett þar til í dag, 8. september 2010, þegar hún var hún flutt að Hagatorgi 1 í vesturborg Reykjavíkur. Nýja loftnetið sem sett var upp 10. júlí á Austurbrúninni var einnig flutt og sett upp á nýja staðnum. Vonir höfðu verið bundnar við að afar leiðigjarnar truflanir sem náðu að opna “squelch’inn” á Austurbrún, myndu hætta með niðurlagningu NMT kerfisins þann 1. september s.l. Svo varð ekki og var því ákveðið að flytja stöðina að Hagatorgi í dag, strax og færi gafst til þess.

Búnaður TF3RPC. Aflgjafinn var færður eftir að myndin var tekin. Ljósm.: TF3WS.

Allt bendir til að nýja QTH’ið geti orðið til frambúðar fyrir TF3RPC (“Einar”) og eru félagsmenn hvattir til að prófa endurvarpann frá nýja QTH’inu.

Stjórn Í.R.A. færir Sigurði Harðarsyni, TF3WS, sérstakar þakkir fyrir frábæra aðstoð.

TF2JB

Frá 1. september að  telja er nauðsynlegt að hækka verð á þjónustu ÍRA QSL Bureau.  Verð fyrir hvert kort verður 7 krónur.  Þessi hækkun er meðal annars tilkomin vegna hækkunar á gjaldskrá Íslandspósts sem varð 1. mars 2010.

 

73

Guðmundur, TF3SG

Það eru vinsamleg tilmæli QSL managers TF3SG til þeirra sem skila inn QSL kortum til þýskra amatöra,  þ.e. DA, DB, DC o.s.frv. og einnig DL1, DL2, o.s.frv., skuli raðað.  Þessi forvinna auðveldar og flýtir fyrir flokkun korta sem fara eiga til þýskalands. Hið þýska Bureau tekur ekki við óflokkuðum kortum.  73, Guðmundur TF3SG

Minolta 4320 ljósritunarvél félagsins komin á sinn stað á 1. hæð í félagsaðstöðunni. Ljósmynd: TF2JB.

Nýlega var ljósritunarvél félagsins tekin í notkun á ný eftir að hafa verið í geymslu í nokkur ár. Hún er af gerðinni Minolta 4320 og er fjölnota, þ.e. getur bæði ljósritað á hefðbundna stærð pappírs (A4) og A3, auk þess að geta stækkað/minnkað texta frumrits. Það, að vélin getur ljósritað í A3 pappírsstærð gefur t.d. möguleika á að ljósrita á eitt blað opnu úr tímariti eins og QST. Þess má geta, að í félagsaðstöðu Í.R.A. liggja hverju sinni frammi nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum, Evrópu (t.d. frá Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu) og frá Asíu og Norður Ameríku. Það var Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, sem færði félaginu þessa frábæru vél á sínum tíma. Loks má geta þess, að Heimir Konráðsson, TF1EIN, sá um rafmagnsvinnu, þ.e. lagði rafmagn að vélinni og setti upp sérstakan stýrirofa og eru honum færðar bestu þakkir.

Ljósritunarvélin flutt á milli hæða. Frá vinstri: TF3SNN, TF3SG, TF3AO og TF3PPN. Ljósmynd: TF3LMN.

Það var nokkuð átak að flytja vélina úr geymslunni í kjallara félagsaðstöðunnar upp í samkomusalinn á 1. hæð þar sem vélin er bæði stór og þung (sem nokkuð má merkja má af svipnum á burðarmönnunum á ljósmyndinni hér að ofan).

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL Manager Í.R.A. í nýrri vinnuaðstöðu kortastofunnar. Ljósmynd: TF3LMN.

Við sama tækifæri og ljósritunarvél félagsins var flutt upp á 1. hæð í félagsaðstöðunni fékk Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL Manager bætta vinnuaðstöðu. Á myndinni má sjá Guðmund raða kortum til útsendingar erlendis

Annar nýju stólanna við fjarskiptaborð-A. Ljósmynd: TF2JB.

Nýlega voru fest kaup á tveimur nýjum stólum í fjarskiptaherbergi félagsins samkvæmt sérstakri heimild stjórnarfundar nr. 2 starfsárið 2010/2011. Þeir eru af gerðinni Markus (vörunúmer 40103100) og voru keyptir í IKEA. Þeir koma í stað rúmlega 40 ára gamalla skrifstofustóla sem félaginu voru gefnir notaðir á sínum tíma.

Vörulýsing IKEA fyrir Markus stólana er eftirfarandi: Hentugur fyrir skrifstofuna, þæginlegur að sitja í á löngum vinnudögum. Stilltu hæðina til að sitja þægilega. Festanlegar stillingar til að auka stöðugleikann og til þess að stýra setstöðunni. Með bakstuðningi; léttir á og styður við bakið. Með hálspúða; auka stuðningur við höfuð og háls. Möskvarnir á bakinu hleypa lofti í gegn um sig og að bakinu á þér þegar þú situr lengi. Stóllinn er að hluta til úr gervileðri og bakáklæði er úr pólýester, en áklæði á slitflötum er úr gegnumlituðu nautaleðri. Umsagnir þeirra sem prófað hafa eru afar jákvæðar. Hvor stóll um sig kostaði 32.950 krónur.

TF2JB

Viðtal var við TF3CY í gær í síðdegisútvarpi rás tvö út af EME samböndum. Það var Ragnheiður Thorlasíus sem tók viðtalið við Benedikt og fyrir þá sem áhuga hafa má nálgast það á vef RUV rás 2.

73
Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF2JB

Flott viðtal. Benedikt komst vel að orði og talaði myndrænt og létt um áhugamálið. Þakka þér fyrir að setja upplýsingarnar á heimasíðuna Guðmundur. 73 de TF2JB

Comment frá EJ

Hérna liggur viðtalið: http://dagskra.ruv.is/ras2/4519193/2010/08/26/6

Alveg afbragð. Virkilega “smooth” auglýsing fyrir okkur í þessum þrönga hópi. Benni, af hverju er ég ekki hissa? (smile)
73 Jakob LA6QPA (TF3EJ)

Takk fyrir mig Gulli og Smári og allir aðrir sem tóku þátt í að gera þessa helgi eftirminnilega.
73 de TF3JA

Vitahelgin hefst á morgun, laugardag, við Garðskagavita og er allt að verða tilbúið. Vel lítur út með veður. Stórt gasgrill verður á staðnum og geta allir fengið að nota það sem þess óska. Miðað er við að fólk hafi sjálft með sér matföng ásamt meðlæti og drykkjarföngum. Nefndin býr yfir magni af einnota diskum og hnífapörum fyrir þá sem það vilja. Gasgrillið verður tilbúið til afnota kl. 18:00. Nefndin mun reisa stóra samkomutjald félagsins á staðnum.

Kraftmikil kjötsúpa verður ókeypis í boði nefndarinnar frá kl. 12:00 á hádegi á laugardag og fram eftir degi, svo lengi sem hún endist.

Á vegnum nefndarinnar verða starfræktar tvær stöðvar undir kallmerkinu TF8IRA; önnur á CW og hin á SSB. Þær verða staðsettar í gamla vitavarðarhúsinu (örskammt frá vitanum). Þær eru opnar fyrir alla leyfishafa.

Líkt og áður hefur komið fram, er byggðasafn á staðnum og handverkssala (sem er á efri hæð í gamla vitavarðarhúsinu). Þar er í boði úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum (alls um 70 manns). Þá er starfræktur veitingastaður og bar á staðnum (á efri hæð fyrir ofan byggðasafnið). Þaðan er frábært útsýni og er hægt að sitja úti þegar veður er gott. Á staðnum er góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. frítt tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi og W.C. aðstaða. Undirbúningsnefndin hvetur félagsmenn til að fjölmenna.

Garðskagaviti er 28,5 metra hár (hæsti viti landsins); reistur árið 1944. Fjarlægð frá Reykjavík er um 57 km.

Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Sjá hlekk: http://illw.net/

F.h. undirbúningsnefndar (TF3SNN, TF3JA og TF8SM), Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, formaður.

(Birt að beiðni TF3SNN).

TF2JB