Vegna snjókomu og óhagstæðrar veðurspár nú í kvöld er fimmtudagsfyrirlestri Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ aflýst í kvöld. kv Guðmundur, TF3SG
Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með kynningu í kvöld fimmtudag á digital mótunaraðferðum. Halldór mun byrja klukkan 20.15 og mun m.a. kynna JT65A úr WSJT forritapakkanumm, notkun, uppsetningu og hvernig QSO fer fram. Hann mun svo segja frá WSPR ef áhugi er .
73
Guðmundur, TF3SG
Janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið á netið í endanlegri útgáfu.
http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_28arg_2010_01tbl.pdf
Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz böndunum (sjá einnig viðbótarfrétt dags. 22. febrúar)
Í.R.A. hefur borist svar við erindi félagsins dags. 13. janúar s.l. til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), þar sem m.a. var óskað eftir heimildum á 500 kHz og 70 MHz böndunum fyrir íslenska leyfishafa.
Bréf PFS er dagsett í dag, 19. febrúar 2010 og heimilar stofnunin tímabundna notkun á eftirfarandi tíðnum í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
Á 600 metra bandinu: 493-510 kHz. Einvörðungu er heimiluð A1A tegund útgeislunar. Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.
Á 4 metra bandinu: 70.000-70.200 MHz. Hámarks bandbreidd er 16 kHz (engin skilyrði hvað varðar tegund útgeislunar). Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.
Bæði nýju böndin eru opin N-leyfishöfum sem og G-leyfishöfum.
Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga með þökkum fyrir hönd íslenskra leyfishafa.
VIÐBÓTARFRÉTT 22.2.2010
Staðfest var í símtali í morgun (22. febrúar) á milli undirritaðs og fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, að tilgreindar aflheimildir í ofangreindum tíðnisviðum eru samkvæmt aflskilgreiningu í núgildandi reglugerð, sem er eftirfarandi: “Sendiaflið er toppgildi aflsins (PEP), þ.e. hæsta meðalafl sem sendirinn gefur frá sér á hverri períóðu RF-merkisins í 50/300/600 ohma endurkastslaust álag”.
Ofangreindu til staðfestingar, Jónas Bjarnason, TF2JB.
Á vetrardagskrá 25. febrúar verður fjallað um digital mótunaraðferðir. Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með inngang og kynnir hvað hann hefur verið að gera. Gert er ráð fyrir að sýna í félagsheimilinu í apríl mynd frá leiðangri K5D, félagið festi nýlega kaup á diskinum. Um miðjan marsmánuð er gert ráð fyrir dótadegi þar sem félagsmenn geta komið með hluti sem þeir eiga og boðið til sölu. Sunnudagsopnanir í félagsheimili eru fram í byrjun apríl. Guðmundur TF3SG opnar dyrnar kl. 09.00 sunnudaga fram í apríl. Að lokum má geta þess að félagið hefur keypt nýja ARRL handbók og bók ON4UN um Low Band DX.
73
Guðmundur, TF3SG
Blaðið er komið á vef félagsins í forútgáfu:
http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_28arg_2010_01tbl.pdf
Athugasemdir og ábendingar um villur sendist til ritstjóra, en stefnt er að því að endanlegt blað verði sett á vefinn og fjölfaldað eftir sunnudaginn 21. febrúar.
73 – Kiddi, TF3KX
ritstjóri CQ TF
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3YH fluttu vel heppnað fimmtudagserindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Báðir hafa verið leyfishafar um áratuga skeið og var afar fróðlegt og áhugavert að heyra umfjöllun þeirra um DX keppnir og DX leiðangra. Báðir eru jafnvígir á CW og PHONE og báðir hafa staðið fyrir keppnum frá félagsstöðinni TF3IRA sem og frá eigin stöðvum (og annarra), auk þess að hafa farið í DX leiðangra innanlands, til annarra landa í Evrópu, Ameríku og til Kyrrahafsins. Sigurður, TF3CW, sýndi fjölda ljósmynda og útskýrði, auk þess að sýna kvikmynd sem hann gerði um DX-leiðangur hans (og fleiri Norðurlandabúa) til Banaba eyju í Kyrrahafinu (T33R og T33T).
Erindið var mjög vel sótt og mættu alls 33 leyfishafar úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 og TF8 (auk gesta). Bestu þakkir Sigurður og Yngvi fyrir skemmtilegt kvöld ásamt þökkum til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir að taka ljósmyndirnar sem birtast hér.
TF2JB
Félagsmenn okkar, Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Yngvi Harðarson TF3Y verða með erindi fimmtudaginn 11. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Það hefst hefst kl. 20:30 stundvíslega. Þeir félagar munu fjalla um DX-keppnir og DX-leiðangra. Sigurður mun m.a. sýna 25 mín. kvikmynd sem hann tók í T33R og T33T DX-leiðangrinum til Kyrrahafsins. Veitingar verða í boði félagsins.
Félagar fjölmennið!
TF2JB
Í.R.A. óskar eftir að heyra frá áhugasömum félaga sem væri til í að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar. QSL stjóri sér um að tæma kortamóttöku og flokka innkomin kort niður á lönd. Þegar bunki korta til ákveðins lands hefur náð tiltekinni þyngd, er þeim pakkað inn, þau árituð og lögð í póst. QSL stjóri heldur saman upplýsingum um greiðslur til kortastofunnar frá félagsmönnum og ákveður gjald fyrir hvert QSL kort sem sent er til kortastofunnar (það er í dag 5 krónur) en gjaldskrá miðast við að rekstur sé “á núlli”, þ.e. að gjöld mæti tekjum (sjá nánar 24. gr. félagslaga).
Eftirtaldir veita upplýsingar um embættið:
Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, fráfarandi QSL Manager: tf3ppn@gmail.com / hs 566-7231 / GSM 664-8182.
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður: jonas@hag.is / hs 437-0024 / GSM 898-0559.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformarður: dn@hive.is / hs 552-2575 / GSM 896-0814.
TF2JB
TF4X í Otradal tók þátt í CQ WW 160 morskeppninni um síðustu helgi en Yuri K3BU hljóp í skarðið með skömmum fyrirvara fyrir Sigga TF3CW. Þrátt fyrir talsverða norðurljósavirkni náðist mjög góður árangur í keppninni en samböndin urðu 1.643. Samband var haft við stöðvar í 80 löndum og 51 ríki og fylki í Bandaríkjunum og Kanada. Heildarskorið var 1.317.729 punktar. Þetta er betra skor en margra sænskra og finnskra stöðva sem mannaðar voru hópi amatöra (e. multi op). Fyrir þá sem ekki vita þá er TF4X kallmerki klúbbstöðvar sem rekin er frá stöð Þorvaldar, TF4M.
Miðað við þau skor sem frést hefur af hingað til þá er árangur TF4X í efsta sæti í Evrópu og í 5. sæti í heiminum. Ljóst er að sú röð getur breyst en talsvert þarf til að hnika röðinni í Evrópu. Nefna má að heimsmethafinn Clive GM3POI náði einu landi færra í keppninni í fyrra. Unnt er að fylgjast með skori annarra stöðva og hlutfallslegu gengi TF4X hér .
Af áhugaverðum samböndum í keppninni má nefna tvö sambönd við Hawaii (KH6) og nokkur við Japan. Samböndin við Hawaii eru þó ekki þau fyrstu því Þorvaldur TF4M hefur verið með þó nokkur sambönd þangað í vetur.
Aðspurður um þennan árangur segist Þorvaldur TF4M “vera að rifna úr stolti”. Hann þakkar þennan góða árangur m.a. nýja 160m loftnetinu “Konungi Norðursins” sem hannað er af Villa TF3DX.
Yuri K3BU er 68 ára gamall og hefur tekið þátt í keppnum í 51 ár, m.a. fyrstu SAC keppninni árið 1958.
Þorvaldur tók upp alla keppnina á Perseus SDR viðtæki og býður hann upptökuna til afritunar fyrir þá sem vilja hlusta á keppnina eftir á. Með þessu er möguleiki á að hlusta á allt 160m bandið allan keppnistímann með Perseus hugbúnaðinum . Upptakan tekur um 120GB á hörðum diski og er Yngvi TF3Y með eintak sem unnt er að afrita. Hver afritun tekur um 2 klst. E.t.v. verður unnt að koma eintaki fyrir í félagsheimili Í.R.A. sem myndi auðvelda aðgengi að upptökunni fyrir þá sem hafa áhuga.
TF3Y
Comment frá TF2JA
Takk fyrir góðar upplýsingar Yngvi. Og hamingjuóskir með glæsilegan árangur Þorvaldur!
73 de TF2JB.