Tilkynning barst í dag frá Greg Mossop, neyðarfjarskiptastjóra IARU svæði 1:
Neyðarfjarskiptatíðnirnar sem losaðar voru vegna jarðskjálftanna á Haiti eru nú lausar til venjulegra nota og amatörar eru hvattir til að viðhafa alltaf góða amatörsiði þegar sent er út. Sérstök aðgát skal höfð nálægt þessum tíðnum, hlusta vel áður en sent er og hætta sendingu ef neyðarfjarskiptaumferð heyrist í loftinu.
Tíðnirnar eru: 14,300 MHz – 14,265 MHz – 7,045 MHz – 7,065 MHz – 7,265 MHz – 3,720 MHz – 3,977 MHz
73 de TF3JA
Laugardaginn 23. janúar næstkomandi er fyrirhugað að halda amatörpróf fyrir þá sem vilja öðlast réttindi sem amatörar eða auka réttindi sýn (úr N leyfi í G leyfi).
Raf- og radíótækniprófið verður haldið í Flensborgarskóla (gengið inn norðanmeginn, sjá hér ) kl. 10:00 um morguninn og prófið í lögum og reglugerð ásamt viðskiptaháttum kl. 12:00.
Þeir sem ekki sitja námskeiðið sem nú er í gangi til undirbúnings en hafa hug á að þreyta próf eru beðnir um að láta Hrafnkel TF3HR vita (he@klaki.net).
Það er fróðleg umfjöllun á vef CNN um amatörfjarskipti á Haiti í kjölfar náttúruhamfaranna hér .