Alþjóðlega Vita og vitaskipa helgin
(International Lighthouse/ Lightship Weekend)
verður haldin 15-16. ágúst í 11. sinn.
Eins og siðastliðin 10 ár er áætlað að virkja
TF1IRA frá Knarrarósvita austan við Stokkseyri.
Er þar kjörið tækifæri til að gera tilraunir með
loftnet og radíóbúnað, prófa sig áfram og eða æfa sig
í að starfrækja stöðvar eða bara hitta aðra félagsmenn.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að taka þátt.
Sérstaklega skorum við á nýja félaga og leyfishafa
að taka þátt, því þarna er frábært tækifæri til að læra af
reyndari amatörum og taka þátt í að reka stöð og læra
hvernig maður ber sig að.
p.s. Biðjum við þá félaga sem ætla að koma að láta vita með tölvupósti
(tf3sn at simnet.is) sérstaklega ef áætlað er að setja upp loftnet
svo við höfum grófa hugmynd um fjölda og skipulagningu
loftneta.
73 de TF3SNN
Heimasíða: International Lighthouse/ Lightship Weekend