Loksins kom gott veður í Reykjavík og hentugur tími (sunnudaginn 1. nóvember 2009) til að ljúka þeirri vinnu við SteppIR loftnetið sem hófst fyrir réttum 2 mánuðum, þ.e. 30. ágúst s.l. Í dag var straumsnúran fyrir Alfa Spid rótorinn endurnýjuð og hún spennt eftir nýjum burðarstreng í nokkurri fjarlægð frá þeim eldri (en fæðilínan og straumsnúran fyrir SteppIR loftnetið deila áfram eldri burðarstrengnum). Nýtt fyrirkomulag tryggir, að truflanir sem áður voru vegna nálægðar straumsnúranna og fæðilínunnar, hverfa. Hustler 6BTV margbanda loftnetsstöngin var jafnframt yfirfarin. Niðurstaða dagsins: Vel heppnað verk, góður félagsskapur og SteppIR loftnetið nú að fullu nothæft. (TF2JB og Gunnar Svanur Hjálmarsson tóku ljósmyndir).
Afhending viðurkenninga fyrir TF útileikana 2009. Fimmtudaginn 24. september 2009.
Fimmtudaginn 24. september nk. verða afhentar viðurkenningar fyrir þátttöku í TF útileikunum 2009. Kristinn, TF3KX, mun fara yfir þátttöku og stigagjöf útileikanna. Stigahæstu mönnum verða afhentar viðurkenningar og að auki fá allir þátttakendur sem skiluðu inn radíódagbókum viðurkenningar fyrir þátttökuna. Fundurinn verður í félagsheimili ÍRA og hefst kl. 20.00.
73
Guðmundur, TF3SG