Benedikt Guðnason, TF3TNT mun halda erindi í Skeljanesi fimmtudag 23. nóvember: „VHF/UHF endurvarpar; framtíðarsýn“.

Benedikt óskaði eftir áheyrn stjórnar ÍRA á fundi þann 19. október s.l. Þar tilkynnti hann, að fyritæki hans, Radio s.f. hafi keypt endurvarpa sem voru í eigu Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML af dánarbúinu.

Hann tilkynnti stjórn jafnframt, að þessi kaup hafi ekki í för með sér neinar breytingar; hans hugsun sé að byggja endurvarpakerfið frekar upp út um landið. Hann sagðist ennfremur vilja leita til félagsins með áframhaldandi góða samvinnu eins og Ólafur [TF3ML] heitinn hafi notið. Fram kom, að hann á m.a. þrjá nýja ICOM VHF endurvarpa á lager sem hann hugsar sér að setja upp á nýjum stöðum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta í félagsaðstöðuna á fimmtudag. Erindi Benedikts hefst kl. 20:30. Kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 25.-26. nóvember.

Þetta er stærsta alþjóðlega morskeppni ársins; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Alls var skilað dagbókum fyrir 8 TF kallmerki til keppnisstjórnar í fyrra (2022).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://www.cqww.com/
Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules.htm

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 var haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. nóvember kl. 12-17.

Viðskipti hófust strax upp úr kl. 12 – manna á milli – í salnum, þannig að ekki fór allt á uppboðið sem hófst kl. 13:30. Markaðurinn var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru 12 félagar tengdir (þegar mest var); af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS stóð sig frábærlega vel sem uppboðshaldari og tókst endurtekið að „lokka“ fram hæsta mögulegt verð með skemmtilegri framkomu og „hæfilegum“ skammti af húmor. Alls voru boðin upp 80 númer og seldust nær 90%. Margir gerðu reyfarakaup á uppboðinu (sem og fyrir og eftir viðburðinn).

Í boði voru m.a. HF sendi-/móttökustöðvar frá Icom (IC-7300, IC-9700 með SP-38 borðhátalara og IC-7000); frá Kenwood (R-599D og T-599S + S-599 borðhátalari), Yaesu (m.a. FT-7900 og FT-90 og handstöðvar), Motorola (450 MHz bílstöð), Baofeng handstöðvar (UV-9R Plus) og Zodiac RT-4450/H/25 kHz (UHF endurvarpi). Einnig nokkrir aflgjafar, m.a. Alinco 230VAC/12.8VDC 30A og Beutler Werbetechnik; BWT 230VAC/13.8VDC 18A, bíl- og borðhátalarar (Kenwood SP-230 og Motorola, nokkrar gerðir), samtengd heyrnartól með spangarhljóðnema, nokkrir hand- og borðhljóðnemar (Icom, Kenwood og Yaesu). Standbylgju- og aflmælar frá Daiwa fyrir HF og VHF (úr CN HP línunni, m.a. 801, 901V, HP3) og standbylgju og aflmælir frá Saga No. 95-137, transverter fyrir 70 MHz (ME4T-Pro 28 MHz til 69.9-72MHz, 30W), Diamond loftnet (SRH-77CA) fyrir handstöðvar; 2M og 70CM), segulfótur fyrir bílloftnet, W3DZZ tvípóll 10-80M og DX-Commander (9,50 m. glertrefjastöng).

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Hinriks Vilhjálmssonar, TF3HV tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.

Alls tóku 42 félagsmenn þátt í viðburðinum, 30 á staðnum og 12 tengdir yfir netið þennan frábæra sunnudag í vesturbænum í Reykjavík.

Vilhjálmur TF3VS býður upp Kenwood SP-230 borðhátalara. Frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Kristján Benediktsson TF3KB.
Vilhjálmur TF3VS býður upp DX-Commander 9,5 metra háa glertrefjastöng. Mörg boð voru í DX-Commander’inn. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, Kristján Benediktsson TF3KB og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL.
Icom IC-7300 og IC-9700 móttöku-/sendistöðvar voru m.a. í boði frá dánarbúi TF3ML.
Margskonar dót. M.a. stjórnkassi fyrir Yaesu 450 rótor, Yaesu FT-7900 VHF/UHF stöð, Icom IC-7000 HF/VHF stöð og Yaesu FRT-7700 aðlögunarrás fyrir viðtæki 0.1-30 MHz. Einnig Yaesu FRG-100, Yaesu FRG 7, Yaesu FRG-8800 og FRG-7700 viðtæki með aukahlutum.
Frá vinstri: M.a. margir borðhljóðnemar (Yaesu, Kenwood). Einnig Kenwood R-1000 viðtæki fyrir 0.1-30 MHz, W3DZZ loftnet fyrir 10-80 m. og Kenwood R-599D og T-599S + S-599 borðhátalari
Meira dót, þ.á.m. endurvarpi frá Zodiac fyrir 450 MHz, Motorola 100W bílstöð fyrir 450 MHz, Kenwood R-1000 viðtæki o.fl.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Þröstur Ingi Antonsson TF1TX (bak í myndavél), Jón E. Guðmundsson TF8KW, Benedikt Guðnason TF3TNT (bak í myndavél) og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Benedikt Guðnason TF3TNT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (allir með bak í myndavél), Svanur Hjálmarsson TF3AB og Greppur Torfason TF7ZF (bak í myndavél).
Benedikt Guðnason TF3TNT, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, XYL TF3EO og dóttir og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Pier Kaspersma TF3PKN, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Benedikt Sveinsson TF3T. Ljósmyndir: TF3JB.

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. maí kl. 13-17.

Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp – og gera viðskipti sín á milli.

Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 13:00. Uppboðshaldari: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.

Félagsmenn geta fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð: https://meet.google.com/kif-iyqx-uwr  Notað verður forritið „Google Meet“. Hinrik Vilhjálmsson, TF3VH tæknistjóri mun opna á streymið skömmu fyrir kl. 13:00. Hringja má í 898-0559 (TF3JB) ef eitthvað er óklárt.

Verið velkomin í Skeljanes – á staðinn og yfir netið! Kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Mynd frá flóamarkaðnum í fyrra (2022). Vilhjálmur í. Sigurjónsson TF3VS uppboðshaldari og Hinrik Vilhjálmsson TF3VH tæknistjóri. Framar á mynd: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 11. nóvember s.l. í Háskólanu í Reykjavík.

Eftirtaldir 7 nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum m.v. daginn í dag, 18. nóvember:

Arnar Þór Egilsson, 270 Mosfellsbæ – TF3ATE.
Gísli Guðnason, 270 Mosfellsbæ – TF6MK.
Greppur Torfason, 225 Álftanesi – TF7ZF.
Jónas I. Ragnarsson, 200 Kópavogi – TF3JIR.
Valdimar Ó. Jónasson, 210 Garðabær – TF1LT.
Þór Eysteinsson, 101 Reykjavík – TF3TE.
Þröstur Ingi Antonsson, 251 Suðurnesjabær – TF1TX.

Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!

Stjórn ÍRA.

Virkilega vel heppnað erindi hjá Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS í Skeljanesi laugardaginn 18. nóvember.

Hann byrjaði á að kynna, að það væri verulegur munur á að fara í loftið á FT8 og FT4 samanborið við t.d. CW og SSB. Og hélt síðan stutta tölu um forrit Joe Taylor, K1JT (og fleiri) um WSJT-X sem fyrst var kynnt fyrir sex árum og flestir nota.

Hann var tölvutengdur í salnum í Skeljanesi yfir netið við eigin sendi-/móttökustöð heima í Kópavogi (FlexRadio 6600). Þar notar hann JTDX samskiptaforrit og Logger 32 dagbókarforrit. Hann útskýrði að WSJT-X og JTDX forritin væru lík en það síðarnefnda gerði heldur meira.

Vilhjálmur nefndi m.a., að sendingarnar standi alltaf yfir í fastsettan ákveðinn tíma og er fyrirfram ákveðið að miklu leyti hvað fram fer í sendingunni. Afar öflug villuleiðrétting á sér stað í móttöku. Hann fór síðan yfir, lið fyrir lið hvernig forritið er sett upp, þ.e. það sem er mikilvægast og hvað ber að varast.

Hann fór einnig yfir F/H virkni þess (Fox/Hound) sem er í raun mjög einfalt mál þegar hefur verið útskýrt. F/H er aðallega notuð í fjarskiptum við DX-leiðangra eða þegar stöðvar vinna frá sjaldgæfum stöðum. Það snýst um að hlusta og senda á mismunandi tíðnum, sem yfirleitt eru rétt fyrir utan venjubundnar tíðnir samkvæmt bandskipan.

Viðhjálmur brýndi fyrir mönnum að lokum að lesa skýringar með forritunum og benti sérstaklega á bókina „FT8 Operating Guide Weak Signal HF DXing for Technophiles“ eftir Gary Hinson, ZL2IFB.

Þakkir til Vilhjálms fyrir efnismikla, vandaða og skemmtilega framsetningu á þessu áhugaverða efni. Alls voru 11 félagsmenn mættir í Skeljanes þennan ágæta laugardagsmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS byrjaði stundvíslega kl. 10:30. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Erling Guðnason TF3E, Andrés Þórarinsson TF1AM, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Vilhjálmur sýndi m.a. mynd af móttöku á stöðinni heima í Kópavogi á 14 MHz yfir netið.
Öllu mál skiptir að klukkan sé rétt í FT8/FT4 samskiptum. Villi sækir upplýsingar á vefsíðuna „time.is“.
Umræður héldu áfram eftir lok erindisins. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Jónas Bjarnason TF3JB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Og áfram var rætt um FT8 og FT4. Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Óskar Sverrisson TF3DC, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Ljósmyndir: TF3DC og TF3JB.

Jónas Bjarnson, TF3JB mætti í Skeljanesi fimmtudag 16. nóvember með erindið: „Kaup á nýrri amatörstöð haustið 2023“. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/11/15.11.Kaup-a-nyrri-HF-amatorstod-HAUSTid-2023.pdf 

Erindið byggir á uppfærðri grein um sama efni sem birtist í 3. tölublaði CQ TF og kom út 29. júní s.l. og skiptist eftirfarandi:

  • Markaður í þróun – ný viðhorf.
    Nýjar stöðvar, forsendur samantektar greinar í CQ TF.
    Markaðurinn í dag; greining.
    Hvað er framundan á markaði fyrir HF stöðvar?
    Önnur atriði og niðurstaða.

Gefið var yfirlit yfir markaðinn, en alls eru 23 mismunandi framleiðendur sem bjóða 57 gerðir HF stöðva í nóvember 2023. Inni í þeirri tölu er 8 kínverskir framleiðendur. Fimm framleiðendur eru með 50% heildarframboðs. Það eru Apache labs, Elecraft, FlexRAdio, Icom og Yaesu.

Farið var m.a. yfir ódýrustu HF stöðina á markaði, sem er QRPver Minion Mini og kostar 75 þúsund  krónur komin til Íslands. Þetta er 5W stöð sem þekur 160-10 metra böndin á CW, SSB og stafrænum tegundum útgeislunar. Ódýrasta 100W stöðin er Yaesu FT-891 sem kostar 122 þúsund krónur komin til Íslands. Hún þekur 160-10 metra böndin, auk 6 metrana á CW, SSB, AM, FM og stafrænum tegundum útgeislunar. Dýrasta HF stöðin er Hilberling PTA-8000A sem kostar 2.251.000 krónur komin til landsins. Hún er búin 200W sendi fyrir 160-6 metra, en 100W sendi á 4 metrum og 2 metrum. Stöðinni fylgir aflgjafi, Hilberling HN-8000. Stöð og aflgjafi eru fáanleg í fimm litum.

Fyrirspurnir voru afgreiddar jafnóðum og voru líflegar umræður fram undir kl. 22. Erlendur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Łukasz Dubiel, SP9JAR frá borginni Wielicki í Suður-Póllandi. Hann var mjög hrifinn af aðstöðu félagsins og sérstaklega af TF-ÍRA QSL Bureau’inu og fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð.

Sérstakar þakkir til Jónasar Bjarnasonar, TF3JB fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Alls mættu 27 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Erindið hófst stundvíslega kl. 20:30.
Mynd úr sal. Fremst: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Yngvi Harðarson TF3Y, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Sæmundur E. Óskarsson TF3UA, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T (standandi), Georg Kulp TF3GZ, Eiður K. Magnússon TF1EM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Maghías Hagvaag TF3MH, Jónas I. Ragnarsson TF3JIR, Einar Kjartansson TF3EK, Óskar Sverrisson TF3DC og Jónas Bjarnason TF3JB (standandi).
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jónas I. Ragnarsson TF3JIR og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Benedikt Sveinsson TF3T, Óskar Sverrisson TF3DC og Yngvi Harðarson TF3Y.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Kristján Benediktsson TF3KB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Greppur Torfason TF7ZF, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jónas I. Ragnarsson TF3JIR og Sveinn Goði Sveinsson TF3FG.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Łukasz Dubiel SP9JAR og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmyndir: TF3GZ, TF3JB og TF3KB.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi á laugardag 18. nóvember kl. 10:30 með erindið: „FT8/FT4 og F/H útskýrt; farið í loftið frá TF3IRA“.

Þegar Joe Taylor K1JT, kynnti frumútgáfuna af FT8 „mótuninni“ í júní 2017 hitti hún strax í mark. Radíóamatörar sem höfðu mest notað JT65 (af stafrænum tengundum útgeislunar) til þess tíma skiptu yfir í FT8, enda möguleikinn að hafa sambönd allt að 27 dB niður fyrir suðgólfið (e. noise floor). Á þeim 6 árum sem síðan eru liðin hefur K1JT (ásamt samstarfsmönnum) þróað forritið og útgáfur þess, auk þess sem FT4 bættist við sem sérstaklega er hugsuð fyrir keppnir.

FT8 og FT4 eru þó í raun ekki mótunaraðferðir sem slíkar, heldur samskiptareglur undir MFSK mótun.

Sendingarnar standa alltaf yfir í fastsettan ákveðinn tíma og er fyrirfram ákveðið að miklu leyti hvað fram fer í sendingunni. Afar öflug villuleiðrétting á sér stað í móttökunni. Hver sendilota á FT4 er t.d. aðeins 6 sekúndur og því 2,5x hraðvirkari en FT8.

Eftir erindi Vilhjálms verðuir farið í loftið frá TF3IRA á FT8 og FT4 tegundum útgeislunar. Nýjum leyfishöfum er sérstaklega bent á þennan viðburð. Kaffiveitingar í fundarhléi.

Verið velkomin í Skejanes!

Stjórn ÍRA.

Fræðsludagskrá ÍRA á laugardag og sunnudag:

Laugardagur 18. nóvember kl. 10:30.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætir í Skeljanes með erindið: „FT8/FT4 og F/H útskýrt; farið í loftið frá TF3IRA“.

Sunnudagur 19. nóvember kl. 13:00.

Flóamarkaður að hausti: Félagar kaupa/selja/gefa stöðvar og búnað“. Streymt verður yfir netið frá uppboðinu sem hefst kl. 13:30.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

Mynd frá flóamarkaði ÍRA haustið 2022. Baldvin Þórarinsson, TF3-033 skoðar tæki sem eru í boði.

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram.

Næsti viðburður verður í boði fimmtudag 16. nóvember kl. 20:30. Jónas Bjarnason, TF3JB mætir í Skeljanes með erindið: „Kaup á nýrri amatörstöð haustið 2023“.

Erindið byggir m.a. á uppfærðri grein um sama efni sem birtist í 3. tölublaði CQ TF og kom út 29. júní s.l.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og raða innkomnum kortum. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

.