http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-08-30 14:43:542023-08-30 14:45:28RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-08-29 10:55:112023-08-29 10:56:25OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 31. ÁGÚST
Á opnunarsíðu ÍRA – í dálki hægra megin, hafa flýtileiðir nýlega verið uppfærðar.
Fyrsta efnislína er ný: NÆSTA NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS. Þar má smella á dagskrá (fyrir neðan) og kalla fram skipulag námskeiðsins sem hefst 25. september n.k.
Efnislínan FRÆÐSLUDAGSKRÁ ÍRA OKT-DES 2023 er ný. Þegar dagskráin verður tilbúin má smella á Hefst 5. október (fyrir neðan) til að kalla fram alla dagskrána.
Neðsta efnislínan er FUNDARGERÐIR STJÓRNAR. Þar er efsta línan ný Starfsárið 2023/24 og má smella á þá línu til að kalla fram nýjustu fundargerðirnar.
Loks má benda á undirsíðuna TF KALLMERKI sem hefur verið uppfærð. Til þess að kalla hana fram – er farið næst efst á opnunarsíðuna þar sem fram koma efnisorðin: FRÉTTIR-FÉLAGIÐ-UPPLÝSINGAR-FRÆÐSLA-TENGLAR-Q. Þar er fyrst smellt á FÉLAGIÐ og í framhaldi á TF KALLMERKI.
Nýtt New-Tronics Hustler 6BTV stangarloftnet fyrir TF3IRA var sett upp í Skeljanesi í gær, 24. ágúst. Loftnetið vinnur á 80, 40, 30, 20, 15 og 10 metrum.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA önnuðust verkefnið. Undirbúningur (þ.á.m. samsetning) fór fram 15. og 16. ágúst s.l., auk þess sem eldra net var tekið niður síðari daginn.
Eftir að verkefninu lauk í gær í sól og sumaryl var farið upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA og standbylgja prófuð. Hún reyndist í takt við handbók, þ.e. 1.1-1.2 í resónans á 10, 15, 20 og 40 metrum, en of há á 30 metrum (2.5) og alltof há á 80 metrum. Stefnt er að því að ljúka stillingu á þessum tveimur böndum næstu daga.
Loftnetið var keypt frá DX Engineering í Bandaríkjunum. Festing sem Georg Magnússon, TF2LL smíðaði árið 2019 var í góðu lagi og var notuð áfram. Einnig fæðilína og stagefni sem allt var í lagi, en settir voru strekkjarar úr ryðfríu stáli á hvert stag.
Sérstakar þakkir til þeirra Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW og Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir frábært vinnuframlag.
Visiosat diskloftnet TF3IRA fyrir fjarskipti um QO-100 gervitunglið var uppfært í Skeljanesi í fyrradag, 22. ágúst.
Það voru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Jónas Bjarnason TF3JB sem mættu í Skeljanes eftir vinnu. Verkefni dagsins var að skipta út sérhæfðu LNB (e. low-noise block downconverter) við disknetið og koma fyrir og tengja „IceConeFeed v2“.
Allt gekk að óskum og er loftnetið nú búið sérhæfðu Ankaro LNB frá PE1CMO og „IceConeFeed v2“ sérhæfðu „Helix Feed“ frá Nolle Engineering https://nolle.engineering/en/product/icfv2/ Eftir er að uppfæra aðstæður/tengingar í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Forsaga málsins er sú, að í ljós kom 24. mars s.l. að LNB við disknetið þurfti endurnýjunar við þegar TF1A prófaði búnaðinn. Ari var þá að undirbúa erindi sitt „Ódýrar lausnir til sendingar merkja um QO-100“ sem haldið var daginn eftir, þann 25. mars. Erindið var haldið á tilsettum tíma, en án þess að fara í loftið um QO-100 frá félagsstöðinni eins og fyrirhugað var.
Í framhaldi var nýtt LNB pantað frá PE1CMO sem kom til landsins 2. júní s.l. Félagið hafði áður keypt „IceConeFeed v2“ frá Nolle sem var tilbúið. Það var síðan í fyrradag, 23. ágúst sem tími vannst til uppsetningar á nýjum búnaði.
Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3A og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir góða aðstoð við að gera TF3IRA QRV um QO-100 gervitunglið á ný.
SCRY/RTTYops WW RTTY keppnin 2023 er tvískipt. Fyrri hluti fer fram föstudag 25. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 12:00 laugardag 26. ágúst. Síðari hluti fer fram sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 12:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TF stöðva: RST + 4 tölustafir (fyrir ár sem fyrsta leyfisbréf var gefið út). https://rttyops.com/index.php/contests/cq-rttyops-ww-scry-rtty/cq-rttyops-ww-scry2-rtty-rules
HAWAII QSO PARTY keppnin 2023 hefst á laugardag 26. ágúst kl. 04:00 og lýkur á mánudag 28. ágúst kl. 04:00. Keppnin fer fram á CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer. www.hawaiiqsoparty.org/
43. ALARA keppnin 2023 hefst á laugardag 26. ágúst kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 27. ágúst kl. 05:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer + nafn + OM eða YL (eftir því hvort op er karl eða kona). http://www.alara.org.au/contests/
YO DX keppnin 2023 hefst á laugardag 26. ágúst kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 27. ágúst kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer. https://www.yodx.ro/
WORLD WIDE DIGI DX keppnin 2023 hefst á laugadag 26. ágúst kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 27. ágúst kl. 12:00. Keppnin fer fram á FT4/8 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: 4 stafa reitanúmer (Maidenhead Locator). https://ww-digi.com/
CVA DX keppnin 2023 hefst á laugardag 26. ágúst kl. 21:00 og lýkur á sunnudag 27. ágúst kl. 21:00. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + UF (sjá reglur). http://cvadx.org/regulamento-cvadx-2023/
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 24. ágúst frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-08-22 11:53:242023-08-22 12:04:00OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. ÁGÚST
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir um þessa helgi, 19.-20. ágúst.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni um QO-100 gervitunglið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og Georg Kulp, TF3GZ heimsóttu hann í gær (19. ágúst) þegar hann var QRV frá vitanum og tók Vilhjálmur meðfylgjandi ljósmyndir.
Búnaður Ara var 90cm loftnetsdiskur á þrífæti, ICOM IC-7100 sendi-/móttökustöð og DXpatrol „Full Duplex QO-100 Groundstation 2.0“. Búnaðurinn virkaði mjög vel og þurfti Ari m.a. að vinna „split“ gegnum gervitunglið (með hlustun 10-30 kHz upp) til að vinna úr kösinni vegna þess hve margar stöðvar kölluðu samtímis – allsstaðar að úr heiminum.
Ekki er vitað til að aðrir vitar hafi verið virkjaðir að þessu sinni. Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir að setja TF á “vitakortið” þetta árið og til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir skemmtilegar ljósmyndir.
45. Tokyo Ham Fair sýningin verður haldin í Tokyo Big Sight sýningarhöllinni helgina 19.-20. ágúst. Það er landsfélag radíóamatöra í Japan, JARL sem stendur að viðburðinum.
Þetta er stærsta árlega sýningin fyrir radíóamatöra sem haldin er í Asíu og er búist við um 30 þúsund gestum. Ekki er vitað um að íslenskir leyfishafar heimsæki sýninguna í ár.