Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. október frá kl. 20:00 til 22:00.
Fram fer afhending verðlaunagripa og viðurkenningaskjöl í Sumarleikum ÍRA 2024 sem fram fóru 5.-7. júlí s.l. og í TF útileikum ÍRA 2024 sem fram fóru 3.-5. ágúst s.l.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður sumarleikana og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður útileikana munu afhenda viðurkenningarnar og hefst dagskrá kl. 20:30 stundvíslega.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða innkomnum kortum.
Félagsmenn fjölmennið. Veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
–
Mynd 1. Verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjú sætin í Sumarleikum ÍRA 2024: (1) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; (2) Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM; og (3) Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
Mynd 2. Verðlaunagripur fyrir fyrsta sætið í TF útileikum ÍRA 2024: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
Mynd 3. Viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin í TF útileikum ÍRA 2024: (1) Hrafnkell Sigurðsson TF8KY; (2) Andrés Þórarinsson, TF1AM; (3) Einar Kjartansson, TF3EK, (4) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; og (5) Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM.
Mynd 4. Viðurkenningarskjöl fyrir fjölda sambanda í Sumarleikum ÍRA 2024: (1) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; (2) Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM; og (3) Pier Albert Kaspersma, TF3PKN. Ljósmyndir: TF3JB.
.