Þótt reglur útileikanna séu óbreyttar frá því 2017, þá hefur orðið breyting á heimildum íslenskra radíóamatöra á 60 m bandinu. Áður var hægt að sækja um heimild til Póst og Fjarskiptastofnunar til þess að senda með allt að 100 W afli. Nú þarf ekki að sækja sérstaklega um heimild til þess að nota 60 m bandið, en tíðnisviðið er þrengra en áður og hámarks sendiafl er nú 15 W. Tíðnin 5350 sem oft hefur verið notuð, er t.d. ekki lengur innan þess bands leyfilegt er að senda á, en það er frá 5351.5 til 5366.5 kHz.
Eftir taldar tíðnir má nota á Útileikunum:
160 m 1845 kHz LSB
80 m 3637 kHz LSB
60 m 5363 kHz USB
40 m 7120 kHz LSB
Reglur útileikanna eru á vef ÍRA.
Vefsíða sem nota má til að slá inn logga er hér.
Frekari upplýsingar má finna á glærum frá kynningu í Skeljanesi þann 26. júlí s.l..