Þótt reglur útileikanna séu óbreyttar frá því 2017, þá hefur orðið breyting á heimildum íslenskra radíóamatöra á 60 m bandinu. Áður var hægt að sækja um heimild til Póst og Fjarskiptastofnunar til þess að senda með allt að 100 W afli. Nú þarf ekki að sækja sérstaklega um heimild til þess að nota 60 m bandið, en tíðnisviðið er þrengra en áður og hámarks sendiafl er nú 15 W. Tíðnin 5350 sem oft hefur verið notuð, er t.d. ekki lengur innan þess bands leyfilegt er að senda á, en það er frá 5351.5 til 5366.5 kHz.

Eftir taldar tíðnir má nota á Útileikunum:

160 m 1845 kHz LSB
80 m 3637 kHz LSB
60 m 5363 kHz USB
40 m 7120 kHz LSB

Reglur útileikanna eru á vef ÍRA.
Vefsíða sem nota má til að slá inn logga er hér.
Frekari upplýsingar má finna á glærum frá kynningu í Skeljanesi þann 26. júlí s.l..

Vísun á upplýsingar og reglur ARRL RTTY Roundup keppninnar

Markmiðið með keppninni er að hafa samabnd við sem flesta amatöra um allan heim á einhverjum stafrænum hætti, Baudot RTTY, ASCII, AMTOR, PSK31, PSK63, og Packet—samtímasamskipti eingöngu á 80, 40, 20, 15, og 10 metra böndunum. Samband má hafa einu sinni á hverju bandi við hverja stöð óháð mótunarhætti.

Logga verður sambönd á netinu meðan keppnin stendur yfir á contest-log-submission.arrl.org.

Keppnisstjórn óskar eftir frásögnum og myndum inn á Soapbox síðu keppninnar.

Á þessu ári er bætt við nýjum keppnisflokki sem kallast  þungmálmaflokkur, Heavy Metal!  Flokkurinn er fyrir þá sem vilja nota  gömlu vélarnar sínar á Baudot RTTY, ASCII.

Frekari upplýsingar á http://rttycontesting.com/files/2018-RTTY-Roundup-Electromechanical-Overlay-1.2.pdf.

Sérstakur veggskjöldur er í boði fyrir vélbúna keppendur í boði Dave Tumey, W5DT.

Endilega sendið myndir! í hágæða upplausn!  í stærðum 500 kb til 3 Mb.

 

Þegar flett er í gegnum gamlar fréttir má sjá að ýmsir hafa gegnum tíðina tekið þátt í SAC-leikunum með góðum árangri eins og til dæmis TF3CW.

TF3CW í SAC 2010, myndina tók TF3LMN

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti stöð ÍRA á kallmerkinu TF3W í CW-hluta SAC-2010. Sigurður hafði 1938 QSO í keppninni á 22 klukkustundum, um 1,5 QSO á mínútu að meðaltali. Vísun á fréttina

TF3W hefur verið starfrækt 7 sinnum í SAC og þar hafa ýmsir komið við sögu en hæst ber þá TF3CW og TF3SA sem hvor um sig starfræktu TF3W tvisvar sinnum einir í SAC keppnum og náðu mjög góðum árangri. TF3CW mest 2038 QSO eins og kemur fram hér ofar og Stefán Arndal, TF3SA mest 1605 QSO.

Á árinu 2000 tóku TF3AO, TF3GB, TF3HP, TF3RJT og TF3VS þátt í SSB hluta SAC frá TF3IRA og höfðu 1217 QSO.

Þáttaka einstakra íslenskra radíóamatöra í SAC-leikum hefur oft verið góð, ötulir við þáttöku hafa verið TF3SA, TF8GX, TF4M, TF3DC, TF3GB, TF3YH, TF3Y, TF3SG, TF3T, TF3CY, TF3AM og fleiri mætti telja hér upp. Við hvetjum sem flesta íslenskra radíóamatöra til að taka þátt í SAC og minnum á að einn þáttur leikanna er keppni milli Norðurlandanna.

Það er auðvitað skylda okkar allra sem á annað borð erum virk á HF að taka þátt í norrænu keppninni/leikunum sem haldnir verða um næstu helgi CW hlutinn og SSB hlutinn verður í næsta mánuði:
SAC CW 16 – 17. september 2017.
SAC SSB 14 – 15. október 2017.
Sólarhringskeppni frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi.

Nánari reglur og meiri upplýsingar eru á:
http://www.sactest.net/blog/
http://www.sactest.net/blog/sac-frequently-asked-questions/

Skilyrðaspárnar gætu verið betri fyrir næstu helgi – en óþarfi að láta þær slá sig út af laginu frekar en aðrar spár.

Hvað þýðir Kp-gildið (til upprifjunar og fyrir nýliða eða aðra sem vilja fylgjast með:
https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/nordurljos/#kp_gildi

 

Félagar okkar sem orðið hafa meistarar í SAC eru þeir:

Norðurlandameistari SOAB CW 2009

TF3Y, Yngvi

 

Norðurlandameistari SOAB SSB 2010

Gulli, TF8GX

 

 

73 de stjórn ÍRA

 

 

 

 

Opið verður að venju í kvöld í Skeljanesi 20 – 22.

Um helgina er SSB-útiverudagur IARU með sérstakri áherslu á að kynna áhugamálið fyrir ungu fólki. Vísun á reglur og fésbókarsíðu.

SSB útiverudagur IARU varir frá klukkan 13:00 á laugardeginum til klukkan 12:59 á sunnudeginum. Stöð félagsins er til reiðu ef einhverjir vilja koma og fara í loftið.

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verða radíóamatörar í tveimur vitum á Íslandi um næstu helgi, Garðskagavita og Knararrósvita. Báðir vitarnir voru skráðir fyrir þó nokkru síðan til þáttöku. Á Garðskaga verður notað kallmerkið  TF8IRA og á Knarrarósi verður notað kallmerkið TF1IRA. Ef einhverjir fleiri ætla að virkja vita er velkomið að setja hér inn upplýsingar um það og eins líka væri áhugavert og gaman að fá frétt eftir helgina með myndum af því hvernig til tekst.

Hópar í báðum vitum bjóða öllum áhugasömum að koma og taka þátt eða bara til að spjalla yfir kaffibolla.

ÍRA getur aðstoðað með lán á búnaði og fleira, áhugasamir hafi samband við ira@ira.is, eða TF8KY í tölvupósti hrafnk@gmail.com eða síma 860 0110.

Við í stjórn ÍRA óskum báðum hópum góðs gengis á helginni og munum að hobbíið er eitt af því skemmtilegra sem hægt er að verja sínum frítima í og við erum að þessu til að hafa gaman af.

Garðskagaviti – mynd TF8VET

 

TF3AO skrifar á fésbók:

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2017 og kallmerkið verður: TF1IRA.
Það var líklega 1998 sem vitinn var með í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri.
Hvetjum við áhugasama að hafa samband við Svan, TF3AB, óski þeir frekari upplýsinga.
Einhverjir okkar verða komnir á staðinn seinnipart föstudags, og fleiri bætast í hópinn á laugardegi.
Þegar er búið að skrá 414 vita, víðsvegar um heiminn.
73 de TF3AO

Knarrarósviti – ljósmynd TF3AO

TF3IK segir frá sinni þátttöku í Útileikunum:
“Svona var þetta hjá mér, TF3IK-5, á útileikunum 2017. Er á Akureyri í orlofshúsi við Furulund. Notaði ICOM IC-7300 stöðina en var líka með Kenwood TK-90 fyrir Landsbjargartíðnirnar (sem voru þó ekki notaðar á útileikunum). Tengdi stöðvarnar með coax skipti út á sameiginlegt net sem er ca 40 metra vír sem myndar 1/2 bylgju á 80 metrunum. Festi 4:1 UnUn við girðinguna bakvið húsið og lyfti 40 metra vírnum (hvítum) upp í röð af öspum sem eru þarna bakvið húsið. Er svo heppinn að hafa mjög gott pláss. Notaði lítinn krók sem ég festi við toppinn á 10 metra telescopic fiberstöngina minni til að lyfta vírnum og fékk aðstoð við þetta frá 15 ára syni mínum. Mótvægið var ca 15 metra vír (rauður) sem ég lagði eftir jörðinni. Hafði engan tíma til að prófa mismunandi útfærslur eða lengdir. Náði held ég bara ágætis neti með þessu en allar ábendingar um að bæta þessa útfærslu eru vel þegnar. Með þessu gat ég tjúnnað með innbyggða tjúnnernum í IC-7300 stöðinni á öllum böndum nema 160 metrunum. Loftnetamælirinn (RigExpert AA-170) sýndi góðan resonance á 3637. Skora á fleiri að lýsa sinni útfærslu.”

Hér á eftir eru nokkrar myndir sem TF3IK sendi með fréttinni:

 

Hlustari sendi inn yfirlit:
“Eftirfarandi kallmerki heyrst í loftinu um helgina á stuttbylgjunni innan lands TF2GZ,  TF2AO, TF3GB/2, TF2LL/9, TF3IK/5, TF1GW, TF3OM/1, TF1JA, TF3VS/1, TF1EIN, TF3ARI, TF3DX, TF3Y, TF8KY, TF3EK, TF5VJN, TF1PB, TF3IG/1 og flestir ef ekki allir hafa tekið þátt að einhverju leyti í Útileikunum 2017. Allir voru á SSB en TF3Y, TF3DX og TF3GB/2 voru líka eitthvað á CW. Einnig heyrðist í OZ1OM Ómari frá Danmörku bæði á SSB og CW. Kallmerkin eru listuð með fyrirvara um að einhver kallmerki geti hafa farið fram hjá hlustara.”