Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í CQ World-Wide SSB keppninni um þessa helgi, 27.-28. október. Alls munu fjórir leyfishafar koma að rekstrinum, einn Íslendingur og þrír Svíar. Stöðin mun taka þátt á öllum böndum í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, fullt afl, einn sendir. Þátttakendur eru: Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, liðsstjóri; Björn Mohr, SMØMDG (einnig 7SØX og SEØX,); Patrik Pihl, SMØMLZ (einnig SGØX); og Ulf H. Tjerneld, SMØNOR (einnig SFØX).
Allir hafa reynslu af þátttöku í alþjóðlegum keppnum, auk þess sem þeir Jón og Björn voru báðir þátttakendur í DX-leiðangrinum til JX5O í fyrra. Björn hefur þar að auki farið í DX-leiðangra til JW (2009) og DU (2011). Svíarnir eru allir Stokkhólmsbúar og eru væntanlegir til landsins síðar í dag (fimmtudag).
Stjórn Í.R.A. óskar hópnum góðs gengis og hvetur aðra leyfishafa til þátttöku í keppninni.