Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2011; viðurkenningarhafar voru alls 13 talsins.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna, kynnti niðurstöður leikanna fyrir árið 2011 í gær, 6. október, í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls tóku 19 stöðvar þátt þetta árið samanborið við 22 í fyrra og hlutu 13 viðurkenningar og verðlaun (þar af 3 stöðvar mannaðar Íslendingum sem tóku þátt frá Noregi og Svíþjóð). Þorvaldur Stefánsson, TF4M, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2011 með alls 2.234.880 stig, sem er glæsilegur árangur. Þorvaldur hlaut ágrafinn verðlaunaplatta að launum (sjá mynd). Guðmundur Löve, TF3GL, varð í öðru sæti og Georg Magnússon, TF2LL, í þriðja sæti. Kvöldið var mjög vel heppnað og mættu alls 26 félagsmenn á staðinn.

Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins, annaðist hönnun og framleiðslu viðurkenningaskjala. Bjarni Sverrisson, TF3GB, mun nánnar gera grein fyrir niðurstöðum útileikanna í 4. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í mánuðinum.

Glæsilegur árangur Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, tryggði honum 1. verðlaunin.

Skínandi góður árangur var einnig hjá Guðmundi Löve, TF3GL, sem tryggði honum 2. sætið.

Viðurkenningum veitt móttaka 6. október. Frá vinstri: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Bjarni Sverrisson, TF3GB; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Jón Þ. Jónsson, TF3JA. Þess má geta að verðlaunahafar sem vantar á myndina áttu ýmist ekki heimangengt eða voru staddir erlendis

Bjarni Sverrisson, TF3GB; Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX (nýkominn heim frá KH6); og Stefán Arnadal, TF3SA.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, var mjög ánægður með skjalið og segist stefna að 1. verðlaununum næsta sumar.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Guðmundur Löve, TF3GL; Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN; og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA.

Eftir ahendingu verðlauna og kaffihlé, var skeggrætt um loftnet. Frá vinstri: Yngvi Harðarson, TF3Y; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Löve, TF3GL; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Stjórn Í.R.A. færir hlutaðeigandi hamingjuóskir með árangurinn.

Bestu þakkir til Gísla G. Ófeigssonar, TF3G, sem tók ljósmyndirnar sem fylgja frásögninni.

Bjarni Sverrisson, TF3GB.


Þá er komið að fyrsta fimmtudagsviðburðinum á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012. Það er afhending verðlauna og viðurkenninga í TF útileikunum 2011 sem haldnir voru um s.l. verslunarmannahelgi (30. júlí til 1. ágúst). Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður útileikanna, stjórnar athöfninni og afhendir 1. verðlaun sem eru ágrafinn verðlaunaplatti og viðurkenningarskjöl, fyrir annað og þriðja sæti, auk viðurkenningaskjala fyrir þátttöku. Alls tóku 19 TF-stöðvar þátt í útileikunum að þessu sinni og var þátttakan frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7. Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC.

Félagar, mætum stundvíslega. Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Í útileikunum 2011 var þátttaka frá öllum kallsvæðum nema TF6 og TF7.

Sett hefur verið upp vefsíða með drögum að reglum og tilhögun kringum hugsaða VHF-leika næsta sumar:

http://www.ira.is/vhf-leikar/

Hugmyndin er að efna til umræðna og þróa smám saman regluverk fyrir einfalda VHF-fjarlægðarkeppni með öðrum áherzlum en TF-útileikarnir, sem jú eru einkum háðir á HF og með kallsvæða- og kallmerkjamargföldurum.

Einn helzti vandinn var að finna staðsetningarkerfi sem í senn væri nógu nákvæmt og nógu einfalt. Eftir að hafa skoðað Maidenhead (grid squares-kerfið) varð úr að nota einfaldlega gráður lengdar og breiddar með tveimur aukastöfum (þ.e. hundraðshlutum úr gráðu). Þetta þýðir vitaskuld að GPS-tæki þarf að vera með í för, ellegar landakort og reglustika.

Þá er það stigaútreikningurinn: Á að fara eftir finfaldri vegalengd (þetta er jú fjarlægðarkeppni), eða vegalengd í öðru veldi (sbr. deyfingu á afli radíóbylgna með fjarlægð í öðru veldi)? Úr varð að byrja á að fara eftir “aflformúlunni”, og jafngildir því tvöföldun fjarlægðar fjórföldun á stigatölu. Um þetta má færa rök á báða bóga, og kjörinn vettvangur til þess er Comment-fídusinn í wiki-kerfinu.

Loks var ákveðið að halda sig við “bandaskipulag” líkt og í útileikunum, þannig að stig fást fyrir 6m, 4m (með tilskilin leyfi), 2m, 70cm og hærri bönd. Þetta gefur skemmtilega möguleika, þar sem eiginleikar þessara banda eru jafnvel meira mismunandi innbyrðis en HF-bandanna (sem dæmi má nefna speglun af flugvélum á 2m/70cm og Sporadic-E á 6m).

Frjóar og fjörugar umræður óskast í vetur, svo verða megi af þessu næsta sumar.

73, Gummi TF3GL

Margir tóku þátt úr bílnum í TF útileikunum um s.l. verslunarmannahelgi.

Frestur til að skila fjarskiptadagbókum (eða afritum þeirra) fyrir QSO í útileikunum, rennur út miðvikudaginn 31. ágúst n.k. Engar kröfur eru um að menn reikni stig sín sjálfir (frekar en þeir vilja) því það verður hvort eð er gert af þeim sem fara yfir dagbækurnar. Framsetning dagbókarfærslna er tiltölulega frjáls og því er unnt að skila inn ljósriti af pappírsloggum, í Excel, textaskrá eða á öðru formi sem auðvelt er að prenta á pappír. Þeir sem hafa dagbókina í gagnagrunni, eru þó beðnir um að senda ekki ADIF-skrár, heldur velja fremur Cabrillo-útgáfu sem sýnir samböndin listuð upp í röð. Munið að láta upplýsingar um stöðina ykkar fylgja (tæki, loftnet, QTH, afl, o.s.frv.) og myndir úr útileikunum eru alltaf vel þegnar fyrir CQ TF og vefsíðu ÍRA. Nánari upplýsingar um útileikana má t.d. sjá í júlíhefti CQ TF 2011 og á vef ÍRA á netinu.

Allir sem senda inn fjarskiptadagbók (sama hversu fá samböndin voru) fá viðurkenningu fyrir þátttöku og að auki fá stigahæstu menn sérstakar viðurkenningar. Menn eru hvattir til að skila gögnum inn ekki síðar en 31. ágúst n.k. Bjarni Sverrisson, TF3GB, veitir dagbókunum viðtöku. Hann svarar jafnframt spurningum um skil á gögnunum ef menn óska.

Bjarni Sverrisson, TF3GB,
Hnjúkaseli 4,
109 Reykjavík.
Netfang: tf3gb@islandia.is

Að sjálfsögðu eru myndir og frásagnir úr útileikunum alltaf vel þegnar! Þeim má skila um leið til Bjarna Sverrissonar, TF3GB, eða beint til Kristins Andersen, TF3KX, ritstjóra CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Í ágústhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide SSB CW keppninni sem fram fór helgina 30.-31. október 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar stöðvar deilast á alls sex keppnisflokka (sbr. upplýsingar í meðfylgjandi töflu).

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur á meðal TF stöðva í keppninni, með nær 1 milljón stiga og yfir 3 þúsund QSO, en hann keppti á 14 MHz. Yngvi Harðarson, TF3Y, varð í efsta sæti í keppnisflokknum “öll bönd hámarks útgangsafl” eða með 287 þúsund stig og 905 QSO. Í öðru sæti varð Andrés Þórarinsson, TF3AM, með nær 269 þúsund stig (og í raun með fleiri QSO og margfaldara heldur en Yngvi en óhagstæðara hlutfall QSO stiga). Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með 3. bestan árangur á meðal TF stöðva, en hann hafði 363 QSO á 21 MHz.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3Y*

287,272

905

45

104

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3AM

268,640

1057

47

183

Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl (100W) TF8GX*

45,510

219

31

80

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl, aðstoð TF3IG*

7,840

111

21

59

14 MHz – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3CW* 996,853

3028

34

109

21 MHz – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl, aðstoð TF3AO*

17,689

363

9

40

1.8 MHz – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3SG*

19,527

206

15

54

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

Á þriðja tug leyfishafa tóku þátt í 32. TF útileikunum sem haldnir voru um verslunarmannahelgina. Þátttaka var frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7.

Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Kristinn Andersen, TF3KX.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og undanfarin ár voru nokkrir íslenskir leyfishafar, sem eru búsettir á Norðurlöndunum, meðal þátttakenda. Skilyrðin voru nokkuð góð, en mismunandi eftir dögum (og tíma dags) eins og eðililegt er. Menn voru QRV innan sem utan settra viðmiðunartímabila þátttöku og mikið um að skipst væri á QTC’um. Flest samböndin fóru fram á tali (SSB) en verulegur hluti fór einnig fram á morsi (CW).

Bjarni Sverrisson, TF3GB, safnar saman dagbókum vegna útileikanna og fékk fyrstu dagbókina senda í tölvupósti þegar um hádegisbilið í gær (mánudag). Frestur til að skila fjarskiptadagbókum er annars til 31. ágúst n.k. Tölvupóstfang Bjarna er: tf3gb (hjá) islandia.is. Fyrir þá sem senda gögnin í pósti, er utanáskriftin: Bjarni Sverrisson, TF3GB, Hnjúkaseli 4, 109 Reykjavík.

Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF, skrifaði á póstlista félagsins í morgun: “Fyrir CQ TF væri frábært að fá línur frá einhverjum ykkar sem tókuð þátt og þá líka myndir, ef einhverjir eiga. Gott er að gera slíkt fyrr heldur en seinna, áður en fyrnist yfir helgina! Sendið mér þá á netfangið: cqtf (hjá) ira.is”.

Stjórn Í.R.A. þakkar félagsmönnum þátttökuna og hvetur menn til að skila dagbókum fljótt og vel og gleyma ekki CQ TF,
ef myndir leynast í handraðanum.

 

TF útileikarnir fara núna fram um verslunarmannahelgina í 33. sinn. Þar gefast tækifæri til að eiga fjarskipti viða um landið, allir sem skila inn upplýsingum um radíósambönd fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og verðlaunaskjöldur verður veittur þeim sem nær flestum stigum. Útileikarnir standa frá 00z á laugardegi til 24z á mánudegi, en aðalþátttökutímabil eru:

Kl. 17-19 á laugardag
kl. 09-12 á sunnudag
kl. 21-24 á sunnudag
kl. 08-10 á mánudag

Nánari upplýsingar um útileikana má finna í júlíhefti CQ TF og á vef ÍRA. Fyrir viðurkenningar þarf að senda radíódagbækur (á pappír eða rafrænt) til Bjarna Sverrissonar, TF3GB, ekki síðar en 31. ágúst nk., en Bjarni veitir jafnframt upplýsingar um útileikana ef þarf:

Bjarni Sverrisson, TF3GB
Hnjúkaseli 4
109 Reykjavík
Netfang: tf3gb@islandia.is

Að sjálfsögðu eru myndir og frásagnir úr útileikunum alltaf vel þegnar!

IARU HF Championship keppnin fer fram dagana 9. og 10. júlí 2011. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Hér á eftir er gerð grein fyrir keppnisreglum og er vert að kynna sér þær vel.

  • Keppnin er opin öllum radíóamatörum.
  • Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
  • Keppnin er sólarhringskeppni og hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 9. júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 10. júlí. Þátttaka er heimil allt tímabil keppninnar og hvorki er áskilið að einmenningsstöðvar né fjölskipaðar stöðvar geri hvíldarhlé á þátttöku. Flokkar þátttöku eru þrír: „Einmenningsstöðvar”, „Fjölskipaðar stöðvar með einn sendi” og „Flokkur stöðva landsfélaga í IARU – „HQ” stöðvar”.

I. EINMENNINGSSTÖÐVAR

  • Tal (SSB) einvörðungu. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Mors (CW) einvörðungu. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Tal og mors (SSB/CW)i. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Háafl: Yfir 150W útgangsafl; lágafl allt að 150W útgangsafl; og QRP allt að 5W útgangsafl.

a. Einn aðili hefur öll QSO og skráir allar upplýsingar í keppnisdagbók.
b. Óheimilt er að nota upplýsingar á þyrpingu (e. spotting nets), “packet” eða fjölrása afruglara (e. multi-channel decoders) s.s. “CW skimmers”. Einmenningsstöðvar sem uppvísar verða af slíkri notkun verða skráðar í keppnisflokk með fjölskipuðum stöðvum með einn sendi.
c. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.
d. Aðeins er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á hverjum tíma.

II. FJÖLSKIPAÐRAR STÖÐVAR MEÐ EINN SENDI

  • Einn flokkur er í boði, tal og mors (SSB/CW).

a. Dvelja verður að lágmarki í 10 mínútur á tilteknu bandi og á tiltekinni tegund útgeislunar, áður en skipt er um band eða tegund útgeislunar.
b. Aðeins er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á hverjum tíma.
c. Óheimilt er að nota aðra sendi-/móttökustöð sem einvörðungu safnar margföldurum.
d. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.
e. Stöðvar sem virða ekki reglu um lágmarksdvöl á bandi og/eða á tiltekinni tegund útgeislunar, verða skráðar úr keppni og keppnisdagbækur þeirra notaðar eru til samanburðar (e. checklog).

III. FLOKKUR STÖÐVA LANDSFÉLAGA IARU

a. Slíkum stöðvum er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á tiltekinni tegund útgeislunar á tilteknu bandi, samtímis. Það er, á 160m CW, 160m SSB; 80m CW, 80m SSB; 40m CW, 40m SSB; 20m CW, 20m SSB; 15m CW, 15m SSB; 10m CW, 10m SSB).
b. Allar „HQ” stöðvar skulu starfa innan sama ITU svæðis (e. zone).
c. Landsfélögunum er aðeins heimilt að nota eitt „HQ” kallmerki á hverju framangreindra banda.
d. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.

Samskiptin
a. „HQ” stöðvar aðildarfélaga IARU senda RS(T) skilaboð ásamt bókstöfum sem er skammstöfun fyrir viðkomandi aðildarfélag (skammstöfunin fyrir TF3HQ er t.d. „IRA”). Klúbbstöð alþjóðaskrifstofu IARU (NU1AW) telst til flokks “HQ” stöðva. Stjórnarmenn í IARU og stjórnarmenn í stjórnarnefndum hinna þriggja svæða IARU (I, II og III) senda “AC” og „R1″, „R2″ eða „R3″ (í stað skammstöfunarkóða), eftir því sem við á.
b. Allar aðrar stöðvar í keppninni senda RS(T) skilaboð ásamt númeri fyrir viðkomandi ITU svæði (Ísland er í ITU svæði 17).
c. Til að QSO teljist fullgilt fyrir QSO punkta, þarf að skrá allar upplýsingar í keppnisdagbók.

Gild sambönd
a. Heimilt er að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tiltekinni tegund útgeislunar á tilteknu bandi.
b. Stöðvar sem keppa í flokki þar sem bæði tal og mors eru í boði (SSB/CW) er heimilt að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tilteknu bandi og tiltekinni tegund útgeislunar.
c. Aðeins þau sambönd sem fara fram innan þeirra tíðnisviða sem almennt eru skilgreind til notkunar fyrir viðkomandi tegund útgeislunar á tilteknu bandi, veita QSO punkta.
d. Á sérhverju bandi er heimilt að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tali (innan tilgreinds tíðnisviðs) og einu sinni á morsi (innan tilgreinds tíðnisviðs).
e. Sambönd sem ekki eru höfð á sömu tegund útgeislunar eða á sama bandi (e. cross mode og cross band) veita ekki QSO punkta. Það sama gildir um sambönd um endurvarpsstöðvar.
f. Í þeim þjóðlöndum, þar sem svo háttar að keppnisstöðvum er úthlutað tilgreindu tíðnisviði í bandskipulagi, ber að virða slíkt skipulag.
g. Notkun talsíma, internets eða hjálparmiðla af því tagi, í því skyni að auðvelda eða koma á sambandi við tiltekna stöð/stöðvar, stríðir gegn keppnisreglum og markmiði keppninnar.
h. Það sama gildir um: “self-spotting techniques on packet or other mediums”.

QSO stig
a. Sambönd sem höfð eru við stöðvar innan eigin ITU svæðis (hjá TF innan ITU svæðis 17) þ.m.t. sambönd við „HQ” stöðvar aðildarfélaga landsfélaga í IARU eða við stjórnarmenn í IARU og í stjórnarnefndum IARU svæðanna þriggja, veita 1 stig.
b. Sambönd við stöð í sama ITU svæði en á öðru meginlandi veita 1 stig.
c. Sambönd innan eigin meginlands (en við stöð á öðru ITU svæði) veita 3 stig.
d. Sambönd við annað meginland og annað ITU svæði veita 5 stig.

Margfaldarar
a. Heildarfjöldi ITU svæða og heildarfjöldi klúbbstöðva aðildarfélaga IARU sem haft hefur verið samband við er lagður saman á hverju bandi (ath. ekki eftir tegund útgeislunar). Sambönd við stjórnarmenn í IARU (og svæðunum) geta gefið mest 4 margfaldara á bandi („AC”; „R1″; „R2″; og „R3″).
b. Sambönd við IARU klúbbstöðvar og stjórnarmenn í IARU gilda ekki sem margfaldarar.
c. Sambönd við stjórnarmenn í IARU og sambönd við stjórnarmenn í stjórnarnefndum IARU svæðanna, gilda aðeins sem margfaldari ef þær stöðvar eru starfræktar af viðkomandi leyfishafa og þær keppa í flokki einmenningsstöðva.

Niðurstaða
Samanlagður fjöldi QSO stiga er margfaldaður með samanlögðum fjölda margfaldara.

Innsending keppnisgagna
a. Keppnisgögn þurfa að vera póststimpluð eða send í tölvupósti eigi síðar en 30 dögum eftir lok keppninnar.
b. Keppnisdagbækur á rafrænu formi þurfa að vera á svokölluðu „Cabrillo” formi.
c. Keppnisdagbækur á rafrænu formi, sem sendar eru í tölvupósti, ber að setja í viðhengi.
d. Keppnisdagbækur sem skilað er á rafrænu formi þurfa að hafa kallmerki (sem notað var í keppninni) í skráarheiti.
e. Keppnisdagbók skal færð í tímaröð en ekki skipt upp eftir böndum eða tegund útgeislunar.
f. Keppnisdagbækur sem sendar eru í tölvupósti skal senda sem viðhengi á IARUH@iaru.org.
g. Keppnisdagbækur sem skilað er á rafrænu formi þurfa að hafa kallmerki sem notað var í keppninni skráð í innihaldslínu tölvupósts (e. subject line of the email).
h. Keppnisdagbækur sem eru sendar á disklingi í pósti, skulu sendar á eftirfarandi póstfang: IARU HF Championship, IARU International Secretariat, Box 310905, Newington, CT 06111-0905 U.S.A.
i. Keppnisdagbækur sem eru sendar á disklingi í pósti, þarf að merkja greinilega með kallmerki stöðvar, nafni keppni, þátttökuflokki og dagsetningu.
j. Þátttakendum er heimilt að umskrá dagbækur sem færðar hafa verið á pappír á „Cabrillo” form. Þá skal slá inn upplýsingar um eitt QSO í einu og nota hjálparforrit sem sækja má á vefsíðuna: www.b4h.net/cabforms.
k. Keppnisdagbækur færðar á pappír, skulu færðar í tímaröð en ekki skipt upp eftir böndum eða tegund útgeislunar. Þær þurfa að veita greinilegar upplýsingar um sérhvert QSO samkvæmt eftirfarandi: Band, tegund útgeislunar, dagsetningu, tíma (GMT), kallmerki, upplýsingar um keppnisskilaboð (send og móttekin), margfaldara og QSO punkta.
l. Í keppnisdagbók á pappír skal merkja við margfaldara í fyrsta skipti sem þeim er náð á hverju bandi.
m. Keppnisdagbókum, sem færðar eru á pappír, og innihalda yfir 500 QSO, skulu fylgja sérstök yfirlitsblöð keppninnar eða ljósrit af þeim (þau má sækja á heimasíðu keppninnar) og gera grein fyrir tvíteknum samböndum (e. dups). Slík sambönd skulu skráð í stafrófsröð og skipt eftir böndum og tegund útgeislunar.
n. Öll sambönd sem skráð eru í keppnisdagbækur á pappír, skulu færðar í tímaröð en ekki skipt eftir böndum eða tegund útgeislunar.
o. Keppnisdagbækur á pappír ber að póstleggja til IARU International Secretariat, Box 310905, Newington CT 061111-0905, U.S.A.
p. Keppnisdagbókum á pappír skal fylgja sérstakt yfirlitsblað frá keppninni (eða gott ljósrit) þar sem skráðar eru nauðsynlegar upplýsingar um keppnina.

Viðurkenningarskjöl
a. Viðurkenningarskjöl verða veitt fyrir bestan árangur í hverjum keppnisflokki á sérhverju ITU svæði, sérhverri DXCC einingu og í sérhverri deild ARRL.
b. Landsfélögum IARU verða veitt viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku klúbbstöðva þeirra svo og stjórnarmönnum í IRAU og stjórnarmönnum í stjórnarnefndum svæða IRAU.
c. Viðurkenningarskjöl þeirra þátttakenda sem hafa a.m.k. 250 QSO og 75 margfaldara verða sérgreind, því til staðfestingar.

Skilyrði þátttöku
a. Þeir leyfishafar sem senda inn keppnisdagbækur veita sjálfvirkt heimild fyrir því að dagbækur þeirra megi gera opinberar sé það ákvörðun keppnishaldara.
b. Sérhver leyfishafi skuldbindur sig að fara eftir keppnisreglum og að starfa innan heimilda sem þeim eru veittar í reglugerðum um starfsemi radíóamatöra í viðkomandi þjóðlandi. Ennfremur samþykkja þátttakendur að hlíta niðurstöðum viðurkenningarnefndar ARRL sem starfar í umboði alþjóðaskrifstofu IARU.

Frávísun úr keppni
a. Þátttakendum sem senda inn keppnisdagbækur með reiknaðri heildarniðurstöðu punkta, sem við yfirferð er skert um meir en 2%, kann að verða vísað úr keppni.
b. Þátttakendum sem senda inn keppnisdagbækur á pappír með reiknaðri heildarniðurstöðu punkta, sem við yfirferð er skert m meir en 2%, kann að verða vísað úr keppni.
c. Refsing fyrir sérhvert tvítekið samband og fyrir sérhvert kallmerki sem ekki er rétt móttekið/skráð í keppnisdagbók, hefur í för með sér frádrátt á 3 samböndum.
d. Refsing fyrir sérhvert kallmerki sem ekki er rétt móttekið/skráð í keppnisdagbók á rafrænu formi, er metið til frádráttar á einu sambandi.

Hlekkur heimasíðu keppninnar og keppnisreglur á ensku: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship
Hlekkur fyrir keppnisdagbók á pappír: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Logs/iarulog.pdf
Hlekkur fyrir samantektarblað á pappír: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Logs/iaruhf.pdf


Fyrirspurnum má beina til TF2JB (tölvupóstfang: jonas hjá hag.is).

IARU HF Championship keppnin 2011 fer fram helgina 9. og 10. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er áhugaverð keppni og að mörgu leyti aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á íslensku og munu birtast í nýju tölublaði CQ TF sem væntanlegt er á næstunni. Hér á eftir má sjá stutta samantekt um keppnina og keppnisflokka:

  • IARU HF Championship keppnin er opin öllum radíóamatörum.
  • Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
  • Keppnin er sólarhringskeppni og hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 9. júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 10. júlí. Þátttaka er heimil allt tímabil keppninnar og hvorki er áskilið að einmenningsstöðvar né fjölskipaðar stöðvar geri hvíldarhlé á þátttöku. Flokkar þátttöku eru þrír: „Einmenningsstöðvar”, „Fjölskipaðar stöðvar með einn sendi” og „Flokkur stöðva landsfélaga í IARU – „HQ” stöðvar”.

Í flokki einmenningsstöðva eru í boði 3 keppnisflokkar, þ.e. á tali (SSB), á morsi (CW) og á tali og morsi (SSB/CW). Í sérhverjum keppnisflokki má síðan velja um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP. (Háafl: Yfir 150W útgangsafl; lágafl allt að 150W útgangsafl; og QRP allt að 5W útgangsafl). Í flokki fjölskipaðra stöðva með einn sendi, er einn flokkur í boði, þ.e. á tali og morsi (SSB/CW).

Hlekkur heimasíðu keppninnar og keppnisreglur á ensku: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship

Ársæll Óskarsson, TF3AO

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 12.-13. febrúar 2011. Alls sendu fjórar TF stöðvar inn keppnisdagbækur. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild, eða 933,500 stig. Að baki þeim árangri voru alls 844 QSO og 500 forskeyti. Þess má geta, að Ársæll var líka með bestan árangur af TF stöðvum í keppninni fyrra (2010). Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var einnig með mjög góðan árangur og bestan í sínum keppnisflokki (öll bönd, hámarks útgangsafl) eða 885,705 stig. Aðrir þátttakendur voru jafnframt með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Heildarárangur (stig)

QSO (fjöldi)

Forskeyti (fjöldi)

14 MHz, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3AO*

Unknown macro: {center}933,500

Unknown macro: {center}844

Unknown macro: {center}500

14 MHz, mest 100W útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3PPN*

Unknown macro: {center}413,971

Unknown macro: {center}549

Unknown macro: {center}347

Öll bönd, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3IG*

Unknown macro: {center}885,705

Unknown macro: {center}861

Unknown macro: {center}411

Öll bönd, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF1AM

Unknown macro: {center}355,014

Unknown macro: {center}493

Unknown macro: {center}326

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Guðmundur I. Hjálmtýsson, TF3IG

Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum til hamingju með árangurinn.