Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 3. tbl. 2024 í dag, 21. júlí.

Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.

Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2024-3

73 – Sæmi, TF3UA
ritstjóri CQ TF

2. hluti YOTA keppninnar (af þremur) „Youngsters on the air“ fer fram í dag, laugardag 20. júlí frá kl 10:00 til kl. 21:59. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjar kallmerkið TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi og er stöðin virk á SSB á HF böndunum.

YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.

Stjórn ÍRA.

http://www.ham-yota.com/contest/

.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ við tækin í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi í morgun (20. júlí). Sigurður R. Jakobsson TF3CW var til aðstoðar og setti m.a. upp dagbókarforrit fyrir YOTA keppnina. Ljósmynd: TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti í dag (19. júlí) að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á tíðnisviðinu 144-146 MHz. Staðsetning: Reykjavík. Mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Velja þarf: Amatör og NBFM.

Vefslóð:  HTTP://VHF.UTVARP.COM

Android App: https://play.google.com/store/apps/details

Þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TF3GZ sem lánaði hluta búnaðar.

Stjórn ÍRA.

MAIDENHEAD MAYHEM CONTEST
Keppnin stendur yfir dagana 20.-28. júlí.
Hún hefst laugardag 20. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. júlí kl. 23:59.
Keppnin fer fram CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://w9et.com/rules.html

LABRE DX CONTEST
Keppnin hefst laugardag 20. júlí kl. og lýkur sunnudag 21. júlí kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sambandsríki (e. federative state).
Skilaboð annarra: RS(T) + 2 bókstafi fyrir meginland (TF = EU).
http://www.labre.org.br/contest/en/regulamento/

YOTA CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 20. júlí frá kl. 10:00 til 21:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) og 2 tölustafir fyrir aldur.
http://www.ham-yota.com/contest/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. júlí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

IARU HF World Championship keppnin fór fram um helgina 13.-14. júlí. Keppnin fór samtímis fram á SSB og CW á 160, 80, 40,  20, 15 og 10 metrum.

Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 2,008,380 punktar. Heildarfjöldi sambanda var alls 2.878; 2.851 á CW og 27 á SSB. (Sjá nánar í töflu).

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir alla þá vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.

Önnur TF kallmerki (en TF3W) sem vitað er um að tóku þátt IARU World Championship keppninni um helgina: TF2LL, TF2MSN, TF3DC, TF3JB, TF3JG, TF3SG (tók þátt undir kallmerkinu TF3D, TF/UT4EK – (tók þátt undir kallmerkinu TF3D), TF3VS, TF4WD, TF8KW og TF8KY.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi kl. 12 á hádegi í dag (sunnudag). Keppninni lokið og niðurstaðan yfir 2 milljónir heildarpunkta. Glæsilegt niðurstaða! Ljósmynd: TF3JB.

IARU HF World Championship keppnin hefst laugardag 13. júlí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. júlí kl. 12:00. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: RS(T) + ITU svæði. (TF = ITU svæði 17).

Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Félagsstöð ÍRA, TF3W verður starfrækt í keppninni frá Skeljanesi og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina – bæði á SSB og CW (e. mixed).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði TF3W á morsi í IARU keppninni í fyrra (2023). Heildarfjöldi sambanda var tæplega 1800; nettó fjöldi: 1772. Skipting á milli banda: 20 m. 1100, 15 m. 667 og 10 m. 5 QSO. Fjöldi ITU svæða: 60 og fjöldi HQ stöðva: 35. Mynd: TF3JB.

Skilafrestur á efni í CQ TF rennur út á sunnudag, 14. júní.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið. Vakin er athygli á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Netfang ritstjóra: saemi@hi.is

73 – Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Ritnefnd CQ TF að störfum. Jónas Bjarnason TF3JB, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA ritstjóri og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: Reynir Björnsson TF3JL.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. júlí frá kl. 20:00 til kl. 22:00 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr setustofu í fundarsal ÍRA í Skeljanesi.

Kæru félagar! 

Takk fyrir frábæra helgi. Gaman að sjá hvað er mikill áhugi og þátttaka. Radíófjör í góðu veðri.

Óðinn Þór sigraði. Held sé óhætt að fullyrða það, þó leiðréttingar eigi eftir að eiga sér stað. Hann hneppti fyrsta sætið og er einnig QSO kóngurinn, eitt árið enn. 😉 Vel gert TF2MSN!

Leikjavefurinn verður opinn til leiðréttinga til kl. 18:00 sunnudaginn 14. júlí. Þá liggja endanlegar stigatölur fyrir.

73 de TF8KY (Keli).

.

TF2MSN hneppti 1. sætið í sumarleikunum 2024. Hann varð í 2. sæti í VHF/UHF leikunum 2023 og í 1. sæti í fjölda sambanda. Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi Óðins Þórs á Akranesi. Ljósmynd: TF1AM.