http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-21 20:08:282024-07-21 20:30:39NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
2. hluti YOTA keppninnar (af þremur) „Youngsters on the air“ fer fram í dag, laugardag 20. júlí frá kl 10:00 til kl. 21:59. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjar kallmerkið TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi og er stöðin virk á SSB á HF böndunum.
YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-20 14:38:252024-07-20 14:50:31TF3YOTA ER QRV FRÁ SKELJANESI
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti í dag (19. júlí) að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á tíðnisviðinu 144-146 MHz. Staðsetning: Reykjavík. Mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Velja þarf: Amatör og NBFM.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-19 13:52:132024-07-19 13:53:29NÝTT VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á VHF
MAIDENHEAD MAYHEM CONTEST Keppnin stendur yfir dagana 20.-28. júlí. Hún hefst laugardag 20. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. júlí kl. 23:59. Keppnin fer fram CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://w9et.com/rules.html
LABRE DX CONTEST Keppnin hefst laugardag 20. júlí kl. og lýkur sunnudag 21. júlí kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sambandsríki (e. federative state). Skilaboð annarra: RS(T) + 2 bókstafi fyrir meginland (TF = EU). http://www.labre.org.br/contest/en/regulamento/
YOTA CONTEST Keppnin stendur yfir laugardag 20. júlí frá kl. 10:00 til 21:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) og 2 tölustafir fyrir aldur. http://www.ham-yota.com/contest/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-16 09:27:102024-07-16 09:27:11OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 18. JÚLÍ
IARU HF World Championship keppnin fór fram um helgina 13.-14. júlí. Keppnin fór samtímis fram á SSB og CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 2,008,380 punktar. Heildarfjöldi sambanda var alls 2.878; 2.851 á CW og 27 á SSB. (Sjá nánar í töflu).
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir alla þá vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.
Önnur TF kallmerki (en TF3W) sem vitað er um að tóku þátt IARU World Championship keppninni um helgina: TF2LL, TF2MSN, TF3DC, TF3JB, TF3JG, TF3SG (tók þátt undir kallmerkinu TF3D, TF/UT4EK – (tók þátt undir kallmerkinu TF3D), TF3VS, TF4WD, TF8KW og TF8KY.
IARU HF World Championship keppnin hefst laugardag 13. júlí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. júlí kl. 12:00. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: RS(T) + ITU svæði. (TF = ITU svæði 17).
Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Félagsstöð ÍRA, TF3W verður starfrækt í keppninni frá Skeljanesi og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina – bæði á SSB og CW (e. mixed).
Skilafrestur á efni í CQ TF rennur út á sunnudag, 14. júní.
Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið. Vakin er athygli á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-09 09:33:362024-07-09 09:35:47EFNI Í CQ TF, 5 DAGAR TIL STEFNU
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-07-08 20:31:282024-07-08 20:31:29OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 11. JÚLÍ
Takk fyrir frábæra helgi. Gaman að sjá hvað er mikill áhugi og þátttaka. Radíófjör í góðu veðri.
Óðinn Þór sigraði. Held sé óhætt að fullyrða það, þó leiðréttingar eigi eftir að eiga sér stað. Hann hneppti fyrsta sætið og er einnig QSO kóngurinn, eitt árið enn. 😉 Vel gert TF2MSN!
Leikjavefurinn verður opinn til leiðréttinga til kl. 18:00 sunnudaginn 14. júlí. Þá liggja endanlegar stigatölur fyrir.