Sumarleikarnir verða hálfnaðir í dag kl. 18:00, 6. júlí. Þegar þetta er skrifað hafa 23 kallmerki þegar verið skráð til leiks og er mikið líf á böndunum.
Félagsstöðin TF3IRA var virk í leikunum í dag (laugardag) eftir hádegið og verður aftur virk á morgun (sunnudag) á sama tíma.
Leikarnir fara fram á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvarpar og síðast en ekki síst, 10 metrum sem er skemmtileg nýjung í ár.
Vakin er athygli á, að hægt er að skrá þátttöku allan tíma sem leikarnir standa yfir. Slóðin er: http://leikar.ira.is Menn eru hvattir til að taka þátt, jafnvel þótt aðeins klukkustund eða hluti úr degi er til til raðstöfunar.
Tökum þátt í sumarleikunum 2024!
Stjórn ÍRA.