Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 27. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Ralf Doerendahl, HB9GKR heimsækir okkur í Skeljanes og flytur erindi í máli og myndum um SOTA (Summits On The Air) virkni, m.a. frá hálendinu við Landmannalaugar og Þórsmörk. Erindi hans hefst kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-24 19:08:562024-06-24 19:15:41OPIÐ VERÐUR Í SKELJANESI 27. JÚNÍ
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-23 13:31:252024-06-23 13:31:26RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
His Maj. King of Spain Contest, SSB Keppnin hefst laugardag 22. júní kl. 12:00 og lýkur sunnudag 23. júní kl. 12:00. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva á Spáni: RST + kóði fyrir hérað (e. province). Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-ssb/bases
ARRL FIELD-DAY Keppnin hefst laugardag 22. júní kl. 18:00 og lýkur sunnudag 23. júní kl. 21:00. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Allar teg. útgeislunar (mótunar) eru heimilaðar. Skilaboð W/VE stöðva: Fjöldi senda + þátttökuflokkur + ARRL/RAC deild (e. section). Skilaboð annarra: Fjöldi senda + þátttökuflokkur + „DX“. https://www.arrl.org/field-day
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-18 06:50:292024-06-18 06:51:15OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 20. JÚNÍ
Opið hús var í Skeljanesi fimmtudag 13. júní. Góð mæting og menn hressir.
Allir tóku eftir glæsilegri vinnu þeirra Andrésar Þórarinssonar, TF1AM, Georgs Kulp, TF3GZ og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem fyrr í vikunni tóku sig til og fóru yfir gólfið í salnum með sérstökum vélbúnaði sem hreinsaði og bónaði gólfdúkinn sem nú er eins og nýr á að líta. Þakkir góðar til þeirra félaga.
Sérstakur gestur okkar var Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK sem færði ÍRA Motorola DR300 UHF endurvarpa að gjöf frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Sérstakir þakkir til Erik og var hann beðinn fyrir góðar þakkir til félaganna heima í Finnlandi.
Mikið var rætt um böndin og DX‘inn, 6 metrana og VHF/UHF leikana sem verða haldnir 6.-7. júlí n.k. Mikið var rætt um 10 metra bandið sem hugmyndin er að verði bætt við í leikunum til.
Rætt um nýja búnaðinn sem Georg Kulp, TF3GZ er að setja upp til að gera félögum úti á landi kleift að nota 2 m. bandið. Pier Kaspersma, TF3PKN sem er áhugasamur um þessa tækni kemur einnig að málinu. Rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem verður haldin 28.-30. júní n.k.
Frábært kaffi hjá Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID og „Pound Cake“ & karamelluklossarnir frá Costco líkuðu vel. Alls voru 26 félagar og 3 gestir í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-17 12:42:382024-06-17 12:47:47OPIÐ HÚS Á FIMMTUDAG 13. JÚNÍ
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-16 12:37:392024-06-16 12:40:36RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI
Í tilkynningu sem sett var á heimsíðu félagsins og FB síður í gær, 10. maí – þar sem sagt var frá helstu alþjóðlegum keppnum helgina 15.-16. júní n.k. fylgdu með myndir og upplýsingar um þátttöku TF3IRA í CQ WW DX SSB keppninni árið 1979; „Multi One“ keppnisflokki.
Myndir voru birtar af TF3Y, TF3G og TF3UA í keppninni og þess getið að aðrir þátttakendur hafi verið TF3JB og TF3KX. Í þessari upptalningu láðist að geta um Sigurð R. Jakobsson, TF3CW sem einnig var með í að virkja félagsstöðina TF3IRA og var í raun hvatamaður að þátttöku í keppninni.
Hér með er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þátttakendur í keppninni voru sumsé:
Þátttaka sexmenningana í keppninni fyrir 45 árum gekk annars með ágætum og náðust 3,385 QSO, 87 CQ svæði og 281 DXCC eining sem gaf 2,310,310 heildarpunkta.
ALL ASEAN DX CONTEST, CW Keppnishaldari: JARL, Japan Amateur Radio League. Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 24:00. Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + tveir tölustafir fyrir aldur. https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm
PBDX – PAJAJARAN BOGOR DX CONTEST Keppnishaldari: Organisasi Amatir Radio Indonesia. Keppnin fer fram á sunnudag 16. júní frá kl. 00:00 til kl. 24:00. Keppt er á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + raðnúmer. https://pbdx-contest.id
IARU REGION 1 50 MHz CONTEST Keppnishaldari: IARU Region 1. Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 14:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 14:00. Keppt er á CW og SSB á metrum. Skilaboð: RS(T) + QSO númer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://www.iaru-r1.org/wp-content/uploads/2021/03/Rules-2021.pdf
LZ INTERNATIONAL 6-METER CONTEST Keppnishaldari: Radio Club Lovech og BFRA, Bulgarian Federation of Radio Amateurs. Keppnin hefst á föstudag 14. júní kl. 14:00 og lýkur á laugardag 15. júní kl. 14:00. Keppt er á CW og SSB á 6 metrum. Skilaboð: RS(T) + QSO númer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://www.radioclub-troyan.bg/media/activities/6-meters/rules-en-2024.pdf
STEW PERRY TOPBAND CHALLENGE Keppnishaldari: BARC, Boring Amateur Radio Club, USA. Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 15:00. Keppt er á CW á 160 metrum. Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://www.kkn.net/stew
HAM RADIO 2024 sýningin nálgast, en hún verður haldin helgina 28.-20. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi.
Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-10 07:18:212024-06-10 07:20:58HAM RADIO SÝNINGIN Í FRIEDRICHSHAFEN
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-06-09 12:59:552024-06-09 13:01:02OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 13. JÚNÍ