Áður kynnt erindi þeirra Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK „VHF/UHF leikar ÍRA 2024 og TF útileikar ÍRA 2024“ sem halda átti fimmtudaginn 23. maí, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Erindin verða þess í stað flutt viku síðar, fimmtudaginn 30. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 23. maí frá kl. 20:00-22:00 og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA hefur aðsetur í þessu húsi við Skeljanes í Reykjavík.

UN DX CONTEST
Stendur yfir laugardag 18. maí frá kl. 06:00 til kl. 21:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Kazakhstan: RS(T) + svæðiskóði (e. district code).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://undxc.kz/rules-eng/

His Maj. King of Spain Contest, CW
Keppnin hefst laugardag 18. maí kl. 12:00 og lýkur sunnudag 19. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva á Spáni: RST + kóði fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases

EU PSK DX CONTEST
Keppnin hefst laugardag 18. maí kl. 12:00 og lýkur sunnudag 19. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Evrópu: RST + DXCC eining.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://eupsk.club/eupskdx/eupskdxrules.pdf

BALTIC CONTEST
Keppnin hefst laugardag 18. maí kl. 21:00 og lýkur sunnudag 19. maí kl. 02:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.lrsf.lt/en

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi.

Ágætu félagar!

Páskaleikarnir fóru fram helgina 3.-5. maí. Þetta voru 7. leikarnir frá upphafi, en þeir voru fyrst haldnir árið 2018. Þátttaka var ágæt og voru 18 TF kallmerki skráð  og dagbókarupplýsingar voru sendar inn fyrir 16 kallmerki. Fjöldi sambanda í leikunum: Alls 741.

Þá er tími til leiðréttinga liðinn. Úrslitin liggja fyrir. Andrés Þórarinsson, TF1AM er sigurvegari Páskaleikanna 2024. Til hamingju með verðskuldaðan sigur!

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN er „QSO kóngur“ Páskaleikanna 2024. Til hamingju með verðskuldaðan sigur!

Takk allir fyrir frábæra helgi og góða skemmtun.

73 de TF8KY

Lokaniðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. mars 2024. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki í sex keppnisflokkum, auk „Check-log“.

Af TF stöðvum, voru eftirtaldar þrjár með sérstaklega góðan árangur í sínum  keppnisflokkum (sbr. meðfylgjandi töflu):

TF2LL  Georg Magnússon, einm.fl., háafl á 40 metrum.
TF3T  Benedikt Sveinsson, einm.fl., háafl, 15 metrar.
TF3W  ÍRA, fleirm.fl., háafl, 1 sendir (Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).

Hamingjuóskir til allra þátttakenda!

Stjórn ÍRA.

.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 10. maí 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3MH, TF3SG og TF3Y. Samtals er um að ræða 18 uppfærslur.

Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýjar skráningar á 10 og 15 metrum. Þetta eru 6. og 7. DXCC viðurkenningar Gísla.

Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2023

Niðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 25.-26. mars 2023. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 6 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum, auk „Check-logs“.

Hamingjuóskir til viðkomandi!

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta af glæsilegri loftnetaaðstöðu TF3D á Stokkseyri.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi uppstigningardags, þann 9. maí.

Næsta opnun verður fimmtudaginn 16. maí. Þá verður opið hús.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Páskaleikar ÍRA 2024 fóru fram helgina 3.-5. maí.  Þátttaka var ágæt, en alls voru 19 kallmerki skráð til leiks og 16 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.

Samkvæmt fyrirliggjandi tölum er niðurstaðan fyrir efstu þrjú sætin þannig:

1.  Andrés Þórarinsson, TF1AM – 141.858 heildarpunktar.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140.600 heildarpunktar.
3. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 81.700 heildarpunktar.

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN var „QSO kóngur“ Páskaleikanna 2024 líkt og fyrri tvö ár. Hann hafði 225  staðfest QSO í dagbók.

Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til kl. 18:00 sunnudagskvöld 12 maí. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM við vel útbúna bifreið sína í Páskaleikunum 2024.
Skeljanesi 3. maí. Beðið eftir að erindi TF3UA hefjist. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Þórarinn Benedikz TF3TZ, Daggeir Pálsson TF7DHP, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí með með erindið: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.

Erindi Sæmundar, TF3UA, fjallaði um loftnetsreiknihugbúnaðinn 4nec2 sem er ekki svo frábrugðið hinu þekkta EZnec sem ekki er lengur í þróun. Hann skýrði með ágætum hvernig 2nec4 er sótt, sett upp á tölvu, og sett í gang, og loftnet skilgreint og standbylgja reiknuð yfir tíðnibil. 

2nec4 er að því leiti frábrugðið öðrum svipuðum kerfum að í því er bestunarkerfi sem getur gert breytingar á hönnun loftnets í því skyni að bæta standbylgju eða aðra þætti. Vel fram settar leiðbeiningar Sæmundar eru allar á glærum kvöldsins, sjá vefslóð neðar. Var gerður góður rómur að erindi Sæmundar. Á eftir voru ágætar umræður, t.d. um útgeislun frá dípól nærri jörðu og fleira því skylt og söfnuðust gestir í smá hópa og ræddu um ýmiss mál.

Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir fróðlegt og vel flutt erindi. Ennfremur þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON og Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir ljósmyndir og þakkir til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að taka erindið upp og Ágústs H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir að vista upptökuna (sjá vefslóð neðar). Þakkir ennfremur til þeirra Sigurðar Harðarsonar, TF3WS og Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3A fyrir margskonar radíódót og aukahluti sem þeir komu með í Skeljanes þann 3. maí.

Sjaldséður gestur var á fundinum, Daggeir TF7DHP, kominn frá Akureyri á leið vestur um haf. Fundinum lauk laust eftir kl. 22. Alls voru um 22 félagsmenn viðstaddir þessa vel heppnuðu kvöldstund í Skeljanesi.

F.h. stjórnar,

Andrés Þórarinsson, TF1AM
varaformaður ÍRA

Vefslóð á upptöku af erindi TF3UA: https://www.youtube.com/watch?v=wk7kVggXDVk
Vefslóð á glærur frá erindi TF3UA: https://www.ira.is/erindi-tf3ua-3-5-2024/

Mynd úr sal. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Georg Kulp TF3GZ, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Kristján Benediktsson TF3KB, Þórarinn Benedikz TF3TZ og Mathías Hagvaag.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA útskýrir Smiths kort fyrir QRG 3.650 MHz.
Ein af mörgum glærum sem sýnir myndrænt resónans yfir ákveðið tíðnibil.
Lokaglæra TF3UA.
Sigurður Harðarson TF3WS kom með mikið af áhugaverðu radíódóti sem sést að hluta á myndinni. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A kom m.a. með nýlega PTZ öryggismyndavél frá Dahua. Ljósmyndir: TF3JON og TF1AM.