Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu (FST) áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.
Til upprifjunar. ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu þann 2. apríl s.l. við ósk félagsins um endurnýjun aukinna aflheimilda á 6 metra bandi í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. maí 2024. Gildistími er 5 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.
Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er mánuði lengri en á síðasta ári (2023) eða út septembermánuð.
Sérheimild til notkunar á 70 MHz (4 metrum) gildir út þetta ár 2024, hafi verið sótt um hana í fyrra (2023) þar sem hún var gefin út til tveggja ára.
Opið verður í Skeljanesi fimmtudag 2. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætir á staðinn kl. 20:30 með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-30 10:59:322024-04-30 11:07:49OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 2. MAÍ
Jæja, loksins loksins… Páskar löngu liðnir og tími til kominn að halda Páskaleika. Það hvíslaði að mér lítill fugl að ýmsir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Ætla að skáka þeim sem vermt hafa efstu sætin síðustu ár. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þetta ekki of auðvelt. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum.
Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Það þarf ekkert að nota öll böndin sem eru í boði. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði. Ertu upptekin(n) þessa helgi? Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina. Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Þetta verður B A R A gaman. Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.
Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er ….
http://leikar.ira.is Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.
Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 3. maí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 5. maí.
Hittumst í loftinu…. 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar.
P.s.: Er að skoða það að bæta QO-100 við sem band. Ef einhverjir hafa áhuga á því endilega henda í komment. Komast í fílinginn sko 😉 73 de TF8KY.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-28 10:09:422024-04-28 10:10:20NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.
Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/
HAM RADIO 2024 verður haldin helgina 28.-30. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/
TOKYO HAM FAIR 2024 verður haldin helgina 24.-25. ágúst n.k. Sýningin verður að þessu sinni á nýjum stað, Ariake GYM-EX Koto-ku sýningarhöllinni í höfuðborginni Tokyo. Nýi staðurinn er stutt frá Tokyo Big Sight sýningarhöllinni þar sem sýningin var haldin áður. Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202024,%20Tokyo.html
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 25. apríl.
Næsta opnun verður fimmtudaginn 2. maí. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)”.
Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-24 09:38:452024-04-24 09:40:47NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 2. MAÍ
10-10 INTERNATIONAL SPRING CONTEST, DIGITAL. Hefst laugardag 27. apríl kl. 00:01 og lýkur sunnudag 28. apríl kl. 23:59. Keppnin fer fram á Digital á 10 metrum. Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: Nafn + Ø + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining). https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
SP DX RTTY CONTEST. Hefst á laugardag 27. apríl kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 28. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð SP stöðva: RST + 2 stafir fyrir hérað (e. province). Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://pkrvg.org/strona,spdxrttyen.html
UK/EI CONTEST. CW. Hefst á laugardag 27. apríl kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 28. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð UK/EI stöðva: RST + 2 stafa svæðiskóði (e. district code). Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php
HELVETIA CONTEST. Hefst á laugardag 27. apríl kl. 13:00 og lýkur á sunnudag 28. apríl kl. 12:59. Keppnin fer fram á CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð HB stöðva: RS(T) + 2 stafir fyrir sýslu (e. canton). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://www.uska.ch/en/events/uska-helvetia-contest-concours-helvetia-hf
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra, 18. apríl.
Kallmerkið TF3WARD var sett í loftið í hádeginu kl. 12:20. Skilyrði voru góð og var stöðin QRV meira og minna til kl. 22 um kvöldið. Alls voru höfð 1.177 sambönd – um allan heim á 14 MHz, SSB þ.á.m. við 11 TF kallmerki. Þrír félagar virkjuðu stöðina: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Jónas Bjarnason, TF3JB.
Opið hús var síðan frá kl. 20 um kvöldið þar sem menn ræddu m.a. um skilyrðin sem hafa verið mjög góð undanfarið. Flux var t.d. 219 og sólblettafjöldi 247 í gær (18. apríl). Áfram er búist við góðum skilyrðum á HF en sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 er spáð á þessu ári (2024). Einnig var rætt um alþjóðlegar keppnir framundan, m.a. CQ WW WPX CW keppnina í næsta mánuði.
Með afmæliskaffinu var m.a. í boði hin sívinsæla rjómaterta sem er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík, svokölluð „Skálaterta“ frá Reyni bakara – sem ÍRA var gefin í tilefni alþjóðadagsins. Sérstakar þakkir til NN fyrir velvild í þágu félagsins. Ennfremur þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði félaginu radíótæki og búnað.
Alls mættu 27 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta og vel heppnaða fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-16 19:32:132024-04-16 19:35:57SKILAFRESTUR LENGDUR TIL 21. APRÍL