.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 99 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur Radio Day“ fellur í ár á fimmtudaginn 18. apríl og verður félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi opin fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Sérstakt kallmerki félagsins, TF3WARD verður virkjað í tilefni dagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka í hljóðnema eða morslykil í fjarskiptaherbergi félagsins. Veglegar kaffiveitingar í tilefni alþjóðadagsins.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!

Stjórn ÍRA.

.

HOLYLAND DX CONTEST
Hefst föstudag 19. apríl kl. 21:00 og lýkur laugardag 20. apríl kl. 20:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð 4X stöðva: RS(T) + svæðisnúmer (e. area).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.iarc.org/iarc/Content/docs/Holyland2023eng.pdf

WAPC – WORKED ALL PROVINCES OF CHINA DX CONTEST
Hefst laugardag 20. apríl kl. 06:00 og lýkur sunnudag 21. apríl kl. 05:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð BY stöðva: RS + 2 stafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=4

YU DX CONTEST
Hefst laugardag 20. apríl kl. 07:00 og lýkur sunnudag 21. apríl kl. 06:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð YU/YT stöðva: RS(T) + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.yudx.yu1srs.org.rs

DUTCH PACC DIGI CONTEST
Stendur yfir laugardaginn 20. apríl frá kl. 07:00 til 19:00.
Keppnin fer fram á FT4, FT8 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð PA stöðva: Móttökustyrkur merkis + 2 stafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: Móttökustyrkur merkis + raðnúmer.
http://www.veron.nl/vereniging/commissies-en-werkgroepen/traffic-bureau/hf-contesten/paccdigi-rules/

CQ MM DX CONTEST
Hefst laugardag 20. apríl kl. 09:00 og lýkur sunnudag 21. apríl kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð, allar stöðvar: RST + 2 stafa skammstöfun fyrir meginland (t.d. EU fyrir Evrópu, o.s.frv.).
Sérgreind skilaboð CWJF félagsmanna: RST + 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn M.
Sérgreind skilaboð QRP stöðva: RST + 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn Q.
Sérgreind skilaboð YL stöðva: RST + 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn Y.
Sérgreind skilaboð fleirm.stöðva, klúbba og hópa: 2 stafa skammstöfun f. meginland + stafurinn C.
https://www.cqmmdx.com/rules

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Elecraft K3 100W HF sendi-/móttökustöðin kom fyrst á markað árið 2007 og náði strax vinsældum hjá radíóamatörum sem taka þátt í aljþjoðlegum keppnum. Uppfærð gerð, K3S kom á markað árið 2015. Stöðin er ekki lengur í framleiðslu.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. apríl fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur Radio Day“ fellur á fimmtudaginn 18. apríl. Sérstakt kallmerki félagsins, TF3WARD verður virkjað í tilefni dagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka í hljóðnema eða morslykil í fjarskiptaherbergi félagsins.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Veglegar kaffiveitingar í tilefni alþjóðadagsins.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 6.-12. apríl. TF kallmerki fengu yfir 70 skráningar, þar voru 17 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60 og 80 metrar, auk sambanda um gervitunglið QO-100.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1EIN                  FT8 á 60, 17 og 15 metrum.
TF2CT                    FT8 á 30 metrum.
TF2MSN               FT4 og FT8 á 15 og 12 metrum.
TF3AO                  RTTY á 40 og 20 metrum.
TF3EO                   CW á 20 metrum.
TF3IRA                  CW á 10 metrum.
TF3JB                    CW á 30, 17, 15 og 10 metrum.
TF3JG                    SSB á 17 metrum.
TF3PKN                FT8 á 12 metrum.
TF3PPN                RTTY á 15 metrum.
TF3VE                   FT4 á 15 metrum.
TF3VG                   FT8 á 80, 60 og 10 metrum.
TF3XO                   SSB á 20m.
TF5B                      FT8 á 17, 15 og 10 metrum.
TF8KY                    FT4 og FT8 á 15 metrum.
TF/KJ7KGJ            FT8 á 20 metrum.
TF/MØNKC/P     SSB um QO-100 gervitunglið.

.

Egill Ibsen TF3EO var virkur á HF vikuna 6.-12. apríl. Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstaða hans heima í Reykjanesbæ. Á myndinni má m.a. sjá ICOM IC-705 HF/VHF/UHF sendi- móttökustöð, Elecraft KPA 100 100W RF magnara, LP-100A Digital Vector Wattmæli frá N8LP og morspöllur í sérflokki. Ljósmynd: TF3EO.

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 28. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 18. apríl n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

ritstjóri CQ TF

JIDX CW CONTEST.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 07:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 13:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð JA-stöðva: RST + 2 stafir fyrir hérað (e. prefecture).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
http://www.jidx.org/jidxrule-e.html

SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki/fylki/DXCC eining) + SKCC númer/“none“.
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

OK/OM DX CONTEST, SSB.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð OK/OM stöðva: RS + 3 stafa landkóði.
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
http://okomdx.crk.cz/index.php?page=SSB-rules-english

YURI GAGARIN INTERNATIONAL DX CONTEST.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum og um gervitungl.
Skilaboð: RS(T) + ITU svæði.
http://gccontest.ru/en/rules-gc-2024/

IG-RY WORLD WIDE RTTY CONTEST.
Hefst laugardag 13. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 14. apríl kl. 18:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + 4 tölustafir (ártal sem leyfishafi fékk fyrst útgefið leyfisbréf).
https://www.ig-ry.de/ig-ry-ww-contest

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Myndin er af Yaesu FTdx5000 100W HF SSB/CW stöðinni sem kom á markað árið 2009 og varð strax vinsæl á meðal radíóamatöra sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum. Ofan á stöðinni er SM-5000 “Station Monitor” sem var selt sem aukahlutur.

Áður kynnt erindi Georgs Kulp, TF3GZ „Félagsstöðin TF3IRA; nýjungar“ sem vera átti í Skeljanesi fimmtudaginn 11. apríl n.k., frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 20:00-22:00 og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi í stað erindisins.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA er í þessu húsi í Skeljanesi.

CQ World Wide WPX SSB keppnin var haldin 30.-31. mars s.l. Keppnisnefnd bárust alls 8.126 dagbækur. Þar af voru 8 TF kallmerki sem kepptu í  sex keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-Log).

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

.

CQ World Wide WPX SSB keppnin var haldin 30.-31. mars s.l. Keppnisnefnd bárust alls 8.048 dagbækur þegar frestur var úti til að skila gögnum á miðnætti á föstudag. Þar af voru 8 TF kallmerki sem kepptu í  6 keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-log).

Í fyrra (2023) voru send inn gögn fyrir 6 TF kallmerki sem kepptu í 3 keppnisflokkum, auk 2 viðmiðunardagbóka (e. Check-logs).

Stjórn ÍRA.

.

Félagsstöð ÍRA, TF3W í Skeljanesi tók þátt í CQ WW WPX keppninni 2024.

Reynir Smári Atlason, TF3CQ hóf erindi sitt um skútusiglingar og um amatörradíó í skútu, fimmtudaginn 4. apríl kl 20:30. Hann sagði skemmtilega frá og sýndi fjölda mynda. Fyrri hlutinn var um hvernig það kom til að hann varð skútusiglari árið 2013 – um Miðjarðarhafið og siglingar þar, og hvað veðrið þar er alltaf með miklum ágætum. Þá var aldrei siglt svo langt út að ekki sæist til lands og aldrei í myrkri. Í lok sumars var skútunni siglt til Marseille og upp í Rón ánna og alla leið til vetursetu um 100 km upp með ánni. Straumurinn í ánni var slíkur að skútan hafði stundum ekki á móti og því var “húkkað” far með stærri bátum. Þarna inni í landi var báturinn settur í veturgeymslu. 

Næsta sumar mættu þeir Reynir og Atli faðir hans og sigldu upp ánna og upp ýmsar aðrar ár og niður aðrar ár – allt þar til var komið í Ermasundið við Le Harve. Þá tók við allt annar heimur, straumar, sjávarföll, og skipaumferð. Og nú var stundum siglt svo langt út að ekki sá til lands.

Svo var siglt inn í Holland, Þýskaland og komið inn á Östsee suður af Fjóni, og svo siglt til vetrarhafnar við Óðensvé. Þar rakst Reynir Smári á Íslending, Ómar Magnússon, TF3WK / OZ1OM, sem þar býr. Eitt leiddi af öðru, áhugi á amatörradíói, tók amatörpróf í Danmörku og í klúbbstöðinni á Fjóni kynntist fjölda danskra amatöra og setti upp sína Icom IC-7000 heima, en þeirri stöð hafði einmitt verið ætlað hlutverk í bátnum. 

Reynir Smári fékk fjölda spurninga um bátinn, um siglingar og ýmiss praktísk mál, og margir lögðu orð í belg, gamlir sjóarar og heimshornaflakkarar. Var gerður góður rómur að erindi Reynis Smára sem endaði loks kl 21:30. Þakkir til Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir að taka erindið upp.

Á eftir voru kaffiveitingar og gott spjall.  Alls mættu 29 félagar og 1 gestur á þessa ágætu kvöldstund í Skeljanesi.

F.h. stjórnar,

Andrés Þórarinsson, TF1AM
varaformaður ÍRA

.

Mynd úr sal. Reynir Smári byrjaði stundvíslega kl. 20:30.
Umræður héldu áfram eftir að erindinu lauk. Mathías Hagvaag TF3MH, Reynir Smári Atlason TF3CQ, Jóhannes Magnússon TF3JM og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Rætt um skútusiglingar í Miðjarðarhafi. Reynir Smári Atlason, TF3CQ og Benedikt Sveinsson TF3T.
Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF1AM.