Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2024, kom saman á 1. fundi þann 4. apríl og skipti með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2024/25 er eftirfarandi:
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður. Georg Kulp, TF3GZ ritari. Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri. Njáll H. Hilmarsson, TF3NH meðstjórnandi. Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður. Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-05 07:46:282024-04-05 07:49:13NÝ STJÓRN ÍRA HEFUR SKIPT MEÐ SÉR VERKUM
YBDXPI SSB CONTEST Hefst laugardag 6. apríl kl. 00:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 23:59. Keppnin er fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + raðnúmer. http://contest.ybdxpi.net/ssb/rules/
EA RTTY CONTEST Hefst laugardag 6. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð EA stöðva: RST + 2 stafir [fyrir stjórnsýsluhérað/sýslu]. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://concursos.ure.es/en/eartty/bases/
RSGB FT4 INTERNATIONAL ACTIVITY DAY Hefst laugardag 6. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á FT4 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: Móttökustyrkur (e. signal report). https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rallband_ft4.shtml
SP DX CONTEST Hefst hefst laugardag 6. apríl kl. 15:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 15:00. Keppnin fer fram á SSB og CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð SP stöðva: RS(T) + 1 bókstafur [fyrir stjórnsýsluhérað/sýslu]. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://spdxcontest.pzk.org.pl/2024/rules.php
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-04 13:21:412024-04-04 15:26:08RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi og veitir stofnunin íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. maí 2024. Gildistími er 5 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.
Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz. Heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi af völdum sendinganna þá skal þeim hætt. Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar.
Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er nú mánuði lengri en á síðasta ári (2023) og hefst 1. maí í stað 1. júní áður.
Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00-22:00 fyrir félagsmenn og gesti.
Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld verður Reynir Smári Atlason, TF3CQ sem mætir með erindið: „Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“. Stefnt er að því að streyma/taka erindið upp.
Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Félagsmönnum er bent á að láta þetta áhugaverða erindi ekki framhjá sér fara.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Veglegar kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-04-02 13:05:512024-04-02 21:09:05TF3CQ Í SKELJANESI 4. APRÍL
Félagsstöðin TF3W var virkjuð í CQ World Wide WPX SSB keppninni helgina 30.-31. mars.
Alls voru höfð 2.830 QSO. Margfaldarar voru 1028. Fjöldi sambanda eftir böndum: 40 metrar=162 QSO; 20 metrar=1190 QSO; 15 metrar=948 QSO; 10 metrar=530 QSO. Viðvera: 39,4 klst.
Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 6,858,816 punktar. Keppt var í flokknum: „Multi operator, single transmitter“. Eldra met TF3IRA í keppnisflokknum frá árinu 2000 var slegið.
Sérstakar þakkir fá þeir Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, Alex Alex M. Senchurov, TF/UT4EK og Ólafur P. Jakobsson, TF3OJ fyrir að starfrækja stöðina í keppninni.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi skírdags 28. mars.
Næsti opnunardagur er fimmtudagur 4. apríl kl. 20:00. Þá mætir Reynir Smári Atlason, TF3CQ í Skeljanes með erindið: „Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um páskahelgina.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-26 12:32:132024-03-26 12:55:40NÆST OPIÐ 4. APRÍL Í SKELJANESI
CQ World Wide WPX keppnin, SSB-hluti fer fram um páskana, 30.-31. mars n.k. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem fram fer á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz og er ein af stóru SSB keppnum ársins.
Stefnt er að því að virkja TF3W í keppninni. Félagsmenn eru hvattir til að hjálpa til við að setja félagsstöðina í loftið, – þótt ekki sé nema í 1-2 klukkustundir. Allir geta tekið þátt og þetta er frábært tækifæri til að prófa þátttöku í svona keppni. Hafið samband við TF3JB með því að senda póst á ira@ira.is
G-leyfishafar geta sótt um heimild til Fjarskiptastofu til notkunar á 1850-1900 kHz á fullu afli (1kW) í keppninni. Póstfang: hrh@fjarskiptastofa.is
Í keppninni í fyrra (2023) var gögnum skilað inn fyrir sex TF kallmerki: TF1AM, TF2LL, TF2MSN, TF3D, TF3JB og TF3W.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 24. mars.
Mathías sagði, að nú væru 149 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Þar sem nýlega hafi bæst við nýir leyfishafar – eftir prófin í nóvember s.l. og fyrr í þessum mánuði – kvaðst hann vilja benda þeim á að nýtt kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Hafa þurfi í huga, að kort byrji oft ekki að berast fyrr en 6-12 mánuðum eftir að samband var haft.
Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum þar sem vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag. Sendingar eru flokkaðar sama dag og settar í hólfin fyrir opnunartíma á fimmtudagskvöldi í Skeljanesi.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 21. mars. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz SSB og á 7 MHz CW.
Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum, en undanfarna mánuði hafa verið hagstæð DX skilyrði á HF, enda er sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 spáð síðar á þessu ári (2024).
Rætt var um CQ WW WPX SSB keppnina sem fram fer í lok mánaðarins, en stefnt er að þátttöku frá félagsstöðinni TF3W í fleirmenningsflokki. Einnig var rætt um Páskaleika ÍRA sem í ár fara fram helgina 3.-5. maí n.k.
Sérstakur gestur kvöldsins var Einar Sverrir Sandoz, TF3ES sem stóðst próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis s.l. laugardag. Hann er þegar búinn að afla sér Icom IC-7300 HF stöðvar, mAT-40 loftnetsaðlögunarrásar frá Mat-Tuner og stangarloftnets. Við óskum Einari til hamingju með kallmerkið og bjóðum hann velkominn í loftið.
Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-03-22 15:29:222024-03-22 15:34:52OPIÐ VAR Í SKELJANESI 21. MARS