Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2024, kom saman á 1. fundi þann 4. apríl og skipti  með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2024/25 er eftirfarandi:

Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður.
Georg Kulp, TF3GZ ritari.
Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH meðstjórnandi.
Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.
Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður.

Stjórn ÍRA.

.

Stjórn ÍRA starfsárið 2024/25. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH meðstjórnandi, Heimir Konráðsson TF1EIN varastjórn, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA varastjórn, Jónas Bjarnason TF3JB formaður, Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri, Georg Kulp TF3GZ ritari og Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður. Ljósmynd: TF3JON.

YBDXPI SSB CONTEST
Hefst laugardag 6. apríl kl. 00:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 23:59.
Keppnin er fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://contest.ybdxpi.net/ssb/rules/

EA RTTY CONTEST
Hefst laugardag 6. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð EA stöðva: RST + 2 stafir [fyrir stjórnsýsluhérað/sýslu].
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/eartty/bases/

RSGB FT4 INTERNATIONAL ACTIVITY DAY
Hefst laugardag 6. apríl kl. 12:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 12:00.
Keppnin fer fram á FT4 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Móttökustyrkur (e. signal report).
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rallband_ft4.shtml

SP DX CONTEST
Hefst hefst laugardag 6. apríl kl. 15:00 og lýkur sunnudag 7. apríl kl. 15:00.
Keppnin fer fram á SSB og CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð SP stöðva: RS(T) + 1 bókstafur [fyrir stjórnsýsluhérað/sýslu].
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://spdxcontest.pzk.org.pl/2024/rules.php

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 28. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 18. apríl n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

ritstjóri CQ TF

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi og veitir stofnunin íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. maí 2024. Gildistími er 5 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz. Heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi af völdum sendinganna þá skal þeim hætt. Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar.

Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er nú mánuði lengri en á síðasta ári (2023) og hefst 1. maí í stað 1. júní áður.

Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00-22:00 fyrir félagsmenn og gesti.

Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld verður Reynir Smári Atlason, TF3CQ sem mætir með erindið: „Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“. Stefnt er að því að streyma/taka erindið upp.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Félagsmönnum er bent á að láta þetta áhugaverða erindi ekki framhjá sér fara.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Veglegar kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Reyni Smára TF3CQ um borð í skútunni í Miðjarðarhafinu. Ljósmynd: TF3CQ.

Félagsstöðin TF3W var virkjuð í CQ World Wide WPX SSB keppninni helgina 30.-31. mars.

Alls voru höfð 2.830 QSO. Margfaldarar voru 1028. Fjöldi sambanda eftir böndum: 40 metrar=162 QSO; 20 metrar=1190 QSO; 15 metrar=948 QSO; 10 metrar=530 QSO. Viðvera: 39,4 klst.

Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 6,858,816 punktar. Keppt var í flokknum: „Multi operator, single transmitter“. Eldra met TF3IRA í keppnisflokknum frá árinu 2000 var slegið.

Sérstakar þakkir fá þeir Sigurður R. Jakobsson, TF3CW,  Alex Alex M. Senchurov, TF/UT4EK og Ólafur P. Jakobsson, TF3OJ fyrir að starfrækja stöðina í keppninni.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi á laugardag kl. 11:15: Alex TF7UT4EK og Siggi TF3CW.
Skeljanesi á sunnudag kl. 14:30: TF3CW.
Skeljanesi á sunnudag kl. 18:00. Óli TF3OJ. Myndir: TF3JB og TF3CW.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi skírdags 28. mars.

Næsti opnunardagur er fimmtudagur 4. apríl kl. 20:00. Þá mætir Reynir Smári Atlason, TF3CQ í Skeljanes með erindið: „Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“.

Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um páskahelgina.

Stjórn ÍRA.

.

CQ World Wide WPX keppnin, SSB-hluti fer fram um páskana, 30.-31. mars n.k. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem fram fer á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz og er ein af stóru SSB keppnum ársins.

Stefnt er að því að virkja TF3W í keppninni. Félagsmenn eru hvattir til að hjálpa til við að setja félagsstöðina í loftið,  – þótt ekki sé nema í 1-2 klukkustundir. Allir geta tekið þátt og þetta er frábært tækifæri til að prófa þátttöku í svona keppni. Hafið samband við TF3JB með því að senda póst á ira@ira.is 

G-leyfishafar geta sótt um heimild til Fjarskiptastofu til notkunar á 1850-1900 kHz á fullu afli (1kW) í keppninni. Póstfang: hrh@fjarskiptastofa.is

Í keppninni í fyrra (2023) var gögnum skilað inn fyrir sex TF kallmerki: TF1AM, TF2LL, TF2MSN, TF3D, TF3JB og TF3W.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpx.com/rules.htm

Mynd úr fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 24. mars.

Mathías sagði, að nú væru 149 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Þar sem nýlega hafi bæst við nýir leyfishafar – eftir prófin í nóvember s.l. og fyrr í þessum mánuði – kvaðst hann vilja benda þeim á að nýtt kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Hafa þurfi í huga, að kort byrji oft  ekki að berast fyrr en 6-12 mánuðum eftir að samband var haft.

Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum þar sem vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag. Sendingar eru flokkaðar sama dag og settar í hólfin fyrir opnunartíma á fimmtudagskvöldi í Skeljanesi.

Þakkir til Mathíasar fyrir vel unnin störf.

Stjórn ÍRA.

.

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau í Skeljanesi 24. mars. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 21. mars. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz SSB og á 7 MHz CW.

Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum, en undanfarna mánuði hafa verið hagstæð DX skilyrði á HF, enda er sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 spáð síðar á þessu ári (2024).

Rætt var um CQ WW WPX SSB keppnina sem fram fer í lok mánaðarins, en stefnt er að þátttöku frá félagsstöðinni TF3W í fleirmenningsflokki. Einnig var rætt um Páskaleika ÍRA sem í ár fara fram helgina 3.-5. maí n.k.

Sérstakur gestur kvöldsins var Einar Sverrir Sandoz, TF3ES sem stóðst próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis s.l. laugardag. Hann er þegar búinn að afla sér Icom IC-7300 HF stöðvar, mAT-40 loftnetsaðlögunarrásar frá Mat-Tuner og stangarloftnets. Við óskum Einari til hamingju með kallmerkið og bjóðum hann velkominn í loftið.

Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Einar Kjartansson TF3EK, Benedikt Sveinsson TF3T, Andrés Þórarinsson TF1AM, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Jón Björnsson TF3PW.
Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Einar Kjartansson TF3EK, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Jón Björnsson TF3PW.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Alex M. Senchurov TF/UT4EK (bak í myndavél), Benedikt Sveinsson TF3T og Einar Sverrir Sandoz TF3ES.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3MH og Björgvin Víglundsson TF3BOI í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Töluvert barst af radíódóti 21. mars. M.a. frá Sigurði Harðarsyni TF3WS og Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni TF3VS. M.a. mælitæki, VHF talstöðvar o.m.f. Ljósmyndir: TF1AM og TF3JB.