Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, stillir Collins 75S-3C viðtækið í fjarskiptaherberginu. Mynd: TF3AM.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. mars í Skeljanesi.

Þá mætir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY með erindi um: „Loftnet og útgeislun á lægri böndum“. Húsið opnar kl. 20:00 en Henry byrjar stundvíslega kl. 20:30.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

FOC QSO PARTY.
keppnin stendur yfir laugardaginn 22. mars frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð FOC félaga: RST + nafn + FOC númer.
Skilaboð annarra: RST + nafn.
http://www.g4foc.org/bill-windle-qso-party/

Africa All Mode International DX Contest
Keppnin stendur yfir laugardag 22. mars frá kl. 12:00 til sunnudags 23. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á CW, SSB og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
http://mysarl.org.za/contest-resources/

North American SSB Sprint Contest.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 22. mars frá kl. 00:00 til kl. 04:00.
Hún fer fram á SSB á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: Sjá reglur.
http://ssbsprint.com/rules/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða kortum.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Guðmundut Birgir Pálsson TF3AK á góðri stundu í Skeljanesi veturinn 2018. Ljósmynd: TF3JB.

PODXS 070 CLUB ST PATRICK’S DAY CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 15. mars á milli kl 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á PSK31 á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RPRT + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/saint-patrick-s-day-contest

BARTG HF RTTY CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 15. mars kl. 02:00 til mánudags 17. mars kl. 01:59.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð:  Skilaboð: RST + tími (GMT) + 4 stafa Maidenhead reitur.
http://bartg.org.uk/wp/

F9AA CUP, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 15. mars kl. 12:00 til sunnudags 16. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://www.site.urc.asso.fr/index.php/om-yl/concours/trophee-f9aa

RUSSIAN DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 15. mars kl. 12:00 til sunnudags 16. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð rússneskra stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir staðsetningu (e. oblast).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.rdxc.org/rules_eng

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM kynnir ræðumann kvöldsins, Vilhjálm Í. Sigurjónsson TFVS.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. mars. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir þess og nýja möguleika“. Þetta var þriðja erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.

Vilhjálmur kynnti fjarskiptaforritið „Logger32“ sem er mest notaða loggforrit í heimi, ef marka má Logbook of The World (LoTW) og ClubLog. Forritið er ekki stórt að umfangi, en er afar öflugt og hefur þróast stöðugt í fjölda ára. Logger32 er afar viðbragðsfljótt í notkun og er sett ofan á innbyggðan gagnagrunn. Einn kostur Logger32 er það getur tekið forrit frá öðrum og keyrt sem undirforrit og á þann hátt þegið og veitt upplýsingar í og úr loggbókinni. Það tengist þannig auðveldlega öðrum samskiptaforritum t.d. fyrir FT8, RTTY og öllum öðrum slíkum.

Þá er það einstakt að Logger32 kostar ekkert, og er algjörlega frítt til radíóamatöra. Þá er það ekki síður sérstakt að það er ekki einungis á ensku, heldur býðst það með ótal tungumálum og þar á meðal á íslensku, en Vilhjálmur hefur íslenskað það sem hægt er og farist það afar vel úr hendi.

Logger32 er með öflugt innbyggt kerfi sem heldur utan um viðurkenningar radíóamatöra. Í annan stað, er innbyggð tenging yfir netið á þyrpingu (e. cluster) sem veitir upplýsingar um kallmerki sem eru virk í loftinu hverju sinni, á hvaða bandi sem er. Og ef það skyldi koma DXCC eining í loftið sem ekki er þegar skráð á viðkomandi bandi og mótun, þá sprettur það upp, eiginlega með áskorun um að „grípa“ landið. Allt virkar þetta afar vel. Það var gerður góður rómur að erindi Vilhjálms og
fyrirspurnir voru margar.

Erlendir gestir ÍRA þetta fimmtudagskvöld voru hjónin Ole Garpestad, LA2RR, fyrrv. varaforseti IARU, alheimssamtaka landsfélaga radíóamatöra og eiginkona hans, Karin Margot Garpestad, LA8UW.

Sérstakar þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og má hlaða því niður á þessari vefslóð: https://www.youtube.com/watch?v=Nyc-30JzGI8  Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir upptökuna og til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að vista upptökuna á netinu.

Alls mættu 19 félagar og 3 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Vilhjálmur hóf erindið stundvíslega kl 20:30 og var m.a. fjartengdur við eigin stöð (FlexRadio 6600) heima í Kópavogi..
Menn koma sér fyrir í salnum í Skeljanesi. Fremst: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Valdimar Már Pétursson (gestur).
Næsta röð: Jón Atli Magnússon TF2AC, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Þar fyrir aftan: Ársæll Óskarsson TF3AO og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Aftast: Mathías Hagvaag TF3MH, Guðjón Már Gíslason TF3GMG og  Ole Garpestad LA2RR (gestur).
Ársæll Óskarsson TF3AO og Vilhjálmur Í . Sigurjónsson TF3VS.
Sérstakir erlendir gestir ÍRA þetta fimmtudagskvöld voru hjónin Karin Margot Garpestad LA8UW og Ole Garpestad LA2RR. Með þeim á mynd er Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmyndir: TF1AM.

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu, 5.3.2025, við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi sumarið 2025.

Stofnunin heimilar íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. apríl 2025. Gildistími er 6 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W. Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz. Heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi af völdum sendinganna þá skal þeim hætt. Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar.

Bent er á, að leyfishafar sem hug hafa á að nýta sér heimildina þurfa að sækja um það hjá FST (hrh@fjarskiptastofa.is) á sama hátt og verið hefur um sérheimildir á 160, 60 og 4 metrum – áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2024) gildir hún ekki í ár. Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Ánægjulegt er, að gildistíminn er nú mánuði lengri en á síðasta ári og hefst 1. apríl í stað 1. maí áður. En sérstaklega var sótt um þessa rýmkun í ljósi hagstæðra fjarskiptaskilyrða og að sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 er spáð á þessu ári.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 6. mars í Skeljanesi.

Þá mætir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS með erindi um „Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir þess og nýja möguleika“. Húsið opnar kl. 20:00 en Vilhjálmur byrjar stundvíslega kl. 20:30.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Stew Perry Topband Challenge.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 15:00 til sunnudags 9. mars kl. 15:00.
Hún fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur.
https://www.kkn.net/stew

TESLA Memorial HF CW Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 18:00 til sunnudags 9. mars kl. 05:59.
Hún fer fram á CW á 40 og 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur.
https://www.radiosport.yu1srs.org.rs/HFTeslaMemorial/index.php/rules

South America 10 Meter Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 12:00 til sunnudags 9. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á SSB á 10 metrum.
Skilaboð: RS + CQ svæði.
http://sa10m.com.ar/wp/rules/

EA PSK63 Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 12:00 til sunnudags 9. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á PSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð EA stöðva: RSQ + hérað á Spáni.
kilaboð annarra: RSQ + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/eapsk63/bases

SKCC Weekend Sprintathon.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 12:00 til sunnudags 9. mars kl. 24:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 metrum og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“none“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

SARL Field Day Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 08:00 til sunnudags 9. mars kl. 10:00.
Hún fer fram á CW, SSB og DIGITAL  á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Sjá reglur.
https://www.sarl.org.za/public/contests/contestrules.asp

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2025, kom saman á 1. fundi þann 27. febrúar og skipti  með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2025/26 er eftirfarandi:

Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður.
Georg Kulp, TF3GZ ritari.
Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH meðstjórnandi.
Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.
Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður.

Stjórn ÍRA.

.

Ný stjórn ÍRA starfsárið 2025/26. Frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA varastjórn, Georg Kulp TF3GZ ritari, Njáll H. Hilmarsson TF3NH meðstjórnandi, Jónas Bjarnason TF3JB formaður, Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður, Heimir Konráðsson TF1EIN varastjórn og Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri. Ljósmynd: TF3JON.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Marhías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða kortum.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 lítur yfir tæki og búnað á Flóamarkaði ÍRA að hausti 2022. Athygli er vakin á því, að Flóamarkaður ÍRA að vori 2025 fer fram sunnudaginn 11. maí n.k.