Aðalfundur ÍRA 2024 var haldinn í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 10. mars. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og sést hann hér í ræðupúlti.
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA flutti framlagða skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2023/24.
Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri ÍRA flutti framlagðan ársreikning félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2023.
Hluti stjórnarmanna. Frá vinstri: Heimir Konráðsson TF1EIN varastjórn, Georg Kulp TF3GZ ritari og Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri.
Kristinn Andersen TF3KX formaður Prófnefndar ÍRA flutti skýrslu um starfsemi nefndarinnar.
Kristján Benediktsson TF3KB NRAU/IARU tengiliður ÍRA flutti skýrslu um alþjóðamálin. Aðrir á mynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fundarstjóri og Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA.
Mynd úr sal. Frá vinstri, fremst: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Frá vinstri, miðröð: Kristján Benediktsson TF3KB, Georg Magnússon TF2LL og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG. Frá vinstri, aftast: Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Anna Henriksdóttir TF3VB og Kristinn Andersen TF3KX.
Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Anna Henriksdóttir TF3VB og Kristinn Andersen TF3KX.
Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Mathías Hagvaag TF3MH og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Þess má geta að Mathías er QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau og flutti skýrslu embættis síns á fundinum.
Slegið á létta strengi. Frá vinstri: Kristinn Andersen TF3KX, Kristján Benediktsson TF3KB, Georg Magnússon TF2LL og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG.
Erling Guðnason TF3E. Erling spurðist m.a. fyrir um EMC málefni undir liðnum „Önnur mál“.
Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ. Undir liðnum „Önnur mál“ lagði Rúnar Þór til að félagið afli búnaðar til að taka upp fundi og hvaðeina sem fer fram í félaginu og setji á vefmiðla til varðveislu, t.d. Youtube.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Eftir að fundi var slitið kom Þorvaldur að máli við stjórn og kvaðst vilja færa ÍRA eintak af bókinni „Grounding and Bonding for the Radio Amateur“ að gjöf. Þetta er verk frá árinu 2023; 2. útgáfa, 2. prentun. Höfundur er NØAX. Bókin skiptist í 6 kafla, auk formála og viðauka með ítarefni; alls 160 bls. Sérstakar þakkir til Þorvaldar fyrir nytsama gjöf til félagsins.
Gögn sem voru lögð fram í aðalfundarmöppu þann 10. mars 2024: (1) Dagskrá fundarins skv. 19. gr. félagslaga; sérprentun. (2) Ársskýrsla ÍRA um starfsemi félagsins á starfsárinu 2023/24. (3) Ársreikningur félagssjóðs fyrir almanaksárið 2023. (4) Lög ÍRA; sérprentun. Og (5), þættir úr munnlegri skýrslu formanns um starfsemi félagsins á starfsárinu 2023/24.
Séstakar þakkir til Jóns Svavarssonar TF3JON fyrir ljósmyndir.

Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.

Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Georg Kulp, TF3GZ, fundarritari. Alls sóttu 24 félagar fundinn.

Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2024/25:

Jónas Bjarnason, TF3JB formaður (endurkjörinn).
Jón Björnsson, TF3PW (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Andrés Þórarinsson, TF1AM (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Georg Kulp, TF3GZ (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson, TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 7.500 fyrir árið 2024/25.

Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.

Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.

Stjórn ÍRA.

Frá aðalfundi ÍRA í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 10. mars 2024. Ljósmynd: TF3JB.

Ágæti félagsmaður!

Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 10. mars 2024.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.

Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.

f.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 7. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR

ARRL International DX CW keppnin fór fram helgina 17.-18. febrúar. Keppnisgögn voru send inn fyrir 6 TF kallmerki í jafn mörgum keppnisflokkum. Upplýsingar um bráðabirgðaniðurstöður (e. Raw Scores as calculated before log checking) hafa nú borist frá ARRL.

EINMENNINGSFLOKKUR, HÁAFL.
TF3SG, Guðmundur Sveinsson.
2,353,572 heildarpunktar.

EINMENNINGSFLOKKUR, LÁGAFL.
TF2R (Henning Andresen OZ2I).
1,678,476 heildarpunktar.

FJÖLMMENNINGSFLOKKUR, 1 SENDIR, LÁGAFL.
TF3W (Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA / Alex M. Senchurov TF/UT4EK).
1,021,644 heildarpunktar.

EINMENNINGSFLOKKUR „UNLIMITED“, LÁGAFL.
TF3DC, Óskar Sverrisson.
100,992 heildarpunktar.

EINMMENNINGSFLOKKUR, 15 METRAR, LÁGAFL.
TF3EO, Egill Ibsen.
57,069 heildarpunktar.

EINMENNINGSFLOKKUR, LÁGAFL.
TF3VS, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson.
32.763 heildarpunktar.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

.

Skilyrði voru voru góð í ARRL International DX CW keppninni 2024; sérstaklega á hærri böndunum.

Tekið verður á móti skráningum í próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis til 8. mars n.k.

Prófið verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Dagskrá: Kl. 10:00–12:00 Raffræði og radíótækni; kl. 13:00–14:00 Reglur og viðskipti; og kl. 14:30–Prófsýning.

Þátttaka í prófinu er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Snorri Ingimarsson, TF3IK mætti í Skeljanes 29. febrúar með erindið: „Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”.

Snorri byrjaði erindið á að skýra að við eigum í raun tvö hálendi á sama landinu, þ.e. sumar- og vetrarhálendi sem eru ólíkir hlutir sem í raun skiptast í samgönguleiðir og upplifunarleiðir. Meðal almennings á Íslandi er til staðar þekking og færni til að ferðast á eigin vegum um hálendið allt árið um kring.

Fjarskipti eru grunnbúnaður í jeppaferðum á fjöllum. Um er að ræða samtöl á milli bíla og samskipti við umheiminn til að láta vita af sér og neyðarboð. Það sem menn hafa verið að nota á fjöllum er GSM, Tetra, CB, VHF, HF, Iridium og Starlink (sem að vísu er enn óprófað). 4X4 rekur fjölda endurvarpa um allt land og hefur uppbygging þeirra staðið allt frá stofnun klúbbsins árið 1983. Félagar geta einnig sótt um aðgang að tíðnum og endurvörpum björgunarsveitanna sem eykur öryggið.

Snorri fór síðan yfir loftnetsbúnað fyrir fjallabíla og sýndi loftnet bæði fyrir VHF og HF böndin. Hann fjallaði einnig um fjarskipti á HF, m.a. um tíðnirnar 2790, 3833, 2854 og 2761 kHz og tíðnir björgunarsveitanna, 2912, 3815, 3835, 4752, 5752 og 2771 kHz sem hafa komið vel út. U.þ.b. 20-30 manna hópur innan klúbbsins hefur áhuga á þessum tíðnum til að auka fjarskiptaöryggi. Hann sýndi lausnir sem menn nota til að geta farið á milli þessara tíðna, m.a. með sjálfvirkum loftnetsaðlögunarrásum. Vandinn er hins vegar, að lengd bílnetanna er afar lítill hluti úr bylgjulengd og því mikið um töp. Því hafi menn tekið upp á því að draga á eftir sér langa víra, bæði á jöklum og á þurru hrauni.

Að loknum flutningi erindisins var mikið um fyrirspurnir enda margir áhugasamir og svaraði Snorri fljótt og vel. Umræður héldu síðan áfram yfir kaffinu fram undir kl. 22:00. Sérstakar þakkir til Snorra Ingimarssonar, TF3IK fyrir vel flutt og áhugavert erindi sem veitti góða innsýn í störf Ferðaklúbbsins 4X4 og fjarskipti á fjöllum og hvað menn eru að gera til að auka fjarskiptaöryggi.

Sérstakar þakkir til Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM sem tók erindið upp og má skoða það í heild á FB síðu ÍRA á netinu. Vefslóð: https://www.facebook.com/agust.bjarnason.7/videos/7385984124774313?idorvanity=627545490616936
Ennfremur góðar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ og Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir. Alls mættu 24 félagar og þrír gestir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta ágæta vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Snorri gaf gott yfirlit yfir hvaða fjarskipti hafa verið að nota úr bílum á fjöllum. Starlink er að vísu enn prófað, en menn eru spenntir.
Mynd úr sal.
Snorri fjallaði einnig um fjarskipti á HF, m.a. um tíðnirnar 2790, 3833, 2854 og 2761 kHz og tíðnir björgunarsveitanna, 2912, 3815, 3835, 4752, 5752 og 2771 kHz sem hafa komið vel út.
Hann sýndi helstu bílloftnet fyrir HF tíðnisviðið og fyrir VHF fjarskipti og útskýrði vel veikleika og styrkleika netanna.
Sýnishorn hvernig fá má sem mest út úr bílneti fyrir HF tíðnirnar. Þá er “tappað” inn á loftspólu og handskipt til að fá lofnet í resónans á nýrri tíðni. Snorri nefndi m.a. að hann skoði og tengja rafliða til að flýta fyrir skiptingu á milli tíðnanna.
Haldið var áfram umræðum eftir erindið. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Benedikt Sveinsson TF3T, Snorri Ingimarsson TF3IK og Mathías Hagvaag TF3MH.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ. Fjær: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Ágúst H. Bjarnason TF3OM og Kristján Benediktsson TF3KB.
Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ómar Magnússon TF3WK / OZ1OM og Mathías Hagvaag TF3MH. Ómar er búsettur í Óðinsvéum í Danmörku en var í heimsókn í höfuðborginni þetta ágæta fimmtudagskvöld. Ljósmyndir: TF3GZ og TF3KB.

ARRL INTERNATIONAL DX CONTEST, SSB.
Hefst laugardag 2. mars kl. 00:00 / lýkur kl. 24:00 sunnudag 4. mars.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: W/VE stöðva: RS + ríki í Bandaríkjunum / fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RS + afl.
http://www.arrl.org/arrl-dx

NOVICE RIG ROUNDUP CONTEST (NRR).
Hefst laugardag 2. mars kl. 00:00 / lýkur kl. 23:59 sunnudag 10. mars.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð: RST + nafn + QTH. Einnig má gefa upp tegund og gerð stöðvar.
https://www.novicerigroundup.org/nrrrules.html

NRR (Novice Rig Roundup) er 9 daga viðburður sem leggur áherslu á að nota eldri búnað í keppninni líkt og í boði var hjá bandarískum nýliðum fyrir meir en 60 árum þegar notaðir voru kristalstýrðir sendar með allt að 75W sendiafl þar í landi. Keppnin er opin fyrir þátttöku leyfishafa allsstaðar frá í heiminum.  

UBA SPRING CONTEST, CW.
Stendur yfir sunnudag 3. mars frá kl. 07:00 til 11:00.
Keppnin fer fram á CW á 80 metrum.
Skilaboð ON stöðva: RST + raðnúmer + staðsetning (e. section).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/spring-contest-dst

WAB 3.5 MHz PHONE CONTEST.
Stendur yfir sunnudag 3. mars frá kl. 18:00-22:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80 metrum.
Skilaboð breskra stöðva: RS + raðnúmer + Worked All Britain númer.
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer + DXCC eining.
https://wab.intermip.net/Contests.php

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Kenwood TS-940S 100W AM/FM/SSB/CW/FSK sendi-/móttökustöð með innbyggðri loftnetsaðlögunarrás sem vinnur á 160-10 metrum. Stöðin kom á markað árið 1985 og varð strax vinsæl meðal radíóamatöra sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum.

CQ World Wide DX CW keppnin 2023 fór fram 25. og 26. nóvember (2023). Keppnisgögn fyrir 9 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log). Lokaniðurstöður liggja nú fyrir frá keppnisnefnd.

EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL.
TF3SG – Guðmundur Sveinsson.
(2,183,148 heildarpunktar, 2,719 QSO, 103 CQ svæði, 344 DXCC ein., 40.2 klst.).
TF8SMSigurður Smári Hreinsson.
(25, 194 heildarpunktar, 166 QSO, 32 CQ svæði, 82 DXCC ein., 17.6 klst.).

EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL (CLASSIC).
TF/OU2I – Henning Andresen, OZ2I/OU2I.
(2,153.080 heildarpunktar, 3,187 OSO, 88 CQ svæði, 292 DXCC ein., 31.1 klst.).

EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND LÁGAFL.
TF3EO – Egill Ibsen.
(410.416 heildarpunktar, 408 QSO, 70 CQ svæði, 170 DXCC ein., 34.1 klst.).
TF3VS – Vilhjálmur Í. Sigurjónsson.
(98.568 heildarpunktar, 336 QSO, 42 CQ svæði, 106 DXCC ein., 17.6 klst.).
TF8KY – Hrafnkell Sigurðsson.
(8.640 heildarpunktar, 73 QSO, 20 CQ svæði, 44 DXCC ein., 6.5 klst.).

EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL. AÐSTOÐ.
TF3DC – Óskar Sverrisson.
(238.602 heildarpunktar, 501 QSO, 37 CQ svæði, 252 DXCC ein., 18.0 klst.).

FLEIRM. FLOKKUR, 1 SENDIR, LÁGAFL.
TF3W – Sæmundur E. Óskarsson, TF3UA / Alex Senchurov, TF/UT4EK.
(773,559 heildarpunktar, 1,472 QSO, 72 CQ svæði, 261 DXCC ein., 26.0 klst.).

VIÐMIÐUNARDAGBÓK.
TF3JB – Jónas Bjarnason.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://cqww.com/results/

Snorri Ingimarsson, TF3IK mætir í Skeljanes fimmtudaginn 29. febrúar með erindið: „Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”. Þess má geta, að á árinu 2023 fagnaði Ferðaklúbburinn 4×4 40 ára afmæli, en hann var stofnaður 10. mars 1983.

Snorri hefur tekið þátt í starfi klúbbsin um árabil og hefur m.a. unnið að því (ásamt fleirum) að settir hafa verið upp VHF endurvarpar til að tryggja fjarskipti á fjöllum. Þar sem svo háttar til, hefur hann unnið að því að treysta frekar fjarskipti á hálendinu með því að endurvekja fjarskipti á HF sviði, m.a. 3815 kHz og fleiri tíðnum björgunarsveitanna.

Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta áhugaverða erindi ekki framhjá sér fara. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Farartæki Snorra á fjöllum er þessi glæsilega F-350 Ford bifreið, vel búin fjarskiptabúnaði. Ljósmynd: TF3IK.