Stefán Arndal TF3SA náði góðum árangri í keppninni frá félagsstöðinni TF3W. Ljósm.: TF3JA.

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W.

Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. Þá upplifðu menn heldur ekki þyrpingu (e. pile-up) vestan hafs frá að þessu sinni og TF3GB hafði t.d. einvörðungu sambönd á 40, 20 og 15 metrum.

Miðað við stöðuna í dag (18. september) eru þeir TF2CW og TF3W í 5. og 14. sæti í sínum keppnisflokki, og TF3GB í 16. sæti og TF3DC í 5. sæti í sínum keppnisflokkum – yfir Norðurlöndin. Hafa þarf í huga, að þessi staða er breytingum háð þar til lokafrestur til að skila dagbókum er úti þann 30. september n.k.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Upplýsingar

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF2CW

919.116

2.051

4.624

198

TF3CW virkjaði stöð TF2LL
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3W

673.036

1.633

3.913

172

TF3SA virkjaði félagsstöð Í.R.A.
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF3GB

135.280

628

1.424

95

Einmenningsflokkur, 15 metrar, lágafl

TF3DC

25.650

300

675

38

Þátttökustöðvar hafa tvær vikur til að skila inn fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar Scandinavian Activity Contest og er hægt að fylgjast með niðurstöðum eftir því sem þær berast á vefslóðinni: http://sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=CW&region=73&claimed=1

Þess má geta, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun virkja félagsstöð Í.R.A., TF3W, í SSB-hluta Scandinavian Activity keppninnar sem haldinn verður eftir þrjár vikur, eða helgina 13.-14. október n.k.

Bjarni Magnússon TF3BM frátengir kapla og kóaxa áður en magnaranum var skipt út.

Félagsstöðin, TF3IRA, hefur ekki verið QRV á fullu afli um um nokkurt skeið. Fyrr í sumar þegar búnaður stöðvarinnar var yfirfarinn var ákveðið að flytja Harris RF-110 magnara stöðvarinnar til viðgerðar.

Í gær, þann 12. september, gafst síðan tækifæri til að skipta magnaranum út fyrir annan, sömu tegundar og gerðar. Það var Bjarni Magnússon, TF3BM, sem kom félaginu til aðstoðar (en hann gaf félaginu einmitt magnarann til eignar fyrir 13 árum) og bauðst nú til að taka tækið til skoðunar/ viðgerðar og lána annan samskonar á meðan.

Í gærdag fóru skiptin síðan fram eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum og er TF3IRA nú QRV á QRO afli og stöðin tilbúin fyrir SAC keppnina um helgina.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bjarna Magnússyni, TF3BM, sérstaklega fyrir dýrmæta aðstoð og velvilja til félagsins. Aðrir, sem tóku þátt í aðgerðum gærdagsins voru þeir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Jónas Bjarnason, TF3JB og er þeim þakkað þeirra framlag.

Flutningur undirbúinn. Bjarni TF3BM, Baldvin TF3-Ø33 og Sæmundur TF3UA.

Harris RF 110 er engin léttavara. Menn hjálpast að við að renna nýja tækinu í sleðann.

Nýi magnarinn hefur verið festur örugglega og Bjarni gengur frá tengingum.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Þeir félagar, TF3SA, TF3SG og TF3JA ætla að hafa forystu um þátttöku frá félagsstöðinni TF3W, í Scandinavian Activity morskeppninni (SAC), sem haldin verður um helgina. Keppnin er sólarhringskeppni og hefst hún kl. 12 á hádegi á laugardag (15. september) og lýkur á hádegi sólarhring síðar (16. september).

Hugmyndin er, að þátttaka í keppninni verði opin og væri ákjósanlegt að þeir sem hafa áhuga ræði málin yfir kaffibolla í Skeljanesi á fimmtudagskvöld, en þá er hugmyndin að fara nánar yfir þátttökuna.

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum:

Kallmerki

Leyfi

Leyfishafi / önnur not

Staðsetning stöðvar

Skýringar

TF1APB Sérheimild APRS stafvarpi 801 Árnessýsla Heimild til notkunar á 144.800 MHz
TF2CW G-leyfi Sigurður R. Jakobsson 210 Garðabær Leyfisbréf nr. 119. Kallmerki: TF3CW. Skammtímaúthlutun í september 2012
TF3CS G-leyfi Jón Þór Gunnarsson 221 Hafnarfjörður Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3DEN N-leyfi Davíð Víðisson 101 Reykjavík Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3JB G-leyfi Jónas Bjarnason 108 Reykjavík Leyfisbréf nr. 80. Fyrra kallmerki: TF2JB
TF3JE G-leyfi Jóhannes Andri Kjartansson 108 Reykjavík Leyfisbréf nr. 244. Fyrra kallmerki: TF3JEN
TF3TM G-leyfi Þorkell L. Magnússon 201 Kópavogur Leyfisbréf nr. 209. Fyrra kallmerki: TF3BI

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með nýju kallmerkin.

___________

Kallmerki radíóamatöra

Kallmerkið er einkenni hverrar amatörstöðvar. Engar tvær stöðvar radíóamatöra í heiminum hafa sama kallmerki og er því sérhvert kallmerki einstakt. Öll íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU. Sem dæmi um forskeyti kallmerkja radíóamatöra í öðrum löndum, má nefna í OZ í Danmörku, og LA í Noregi.

Íslensk kallmerki eru yfirleitt á bilinu 4-6 stafir að lengd, þ.e. forskeyti og síðan 1-3 persónubundnir bókstafir (ath. að stafurinn N bætist aftan við tveggja bókstafa viðskeyti ef um N-leyfi er að ræða). Landinu er skipt í 10 kallsvæði, frá 0-9. Algengasti tölustafur í forskeytum íslenskra kallmerkja er tölustafurinn 3 (höfuðborgarsvæðið) annarsvegar, og tölustafurinn
8 (Suðurnes) hinsvegar. Þannig hafa flest íslensk kallmerki radíóamatöra forskeytin TF3 og TF8.

Uppbygging kallmerkja. Dæmi: TF3IRA. Forskeytið í kallmerkinu, “TF” stendur fyrir Ísland. Tölustafurinn “3” (sem er hluti forskeytisins) hefur landfræðilega tilvísan og merkir að stöðin hafi lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Viðskeytið “IRA” stendur Félagið Íslenskir radíóamatörar. Í sumum þjóðlöndum hefur tölustafur/tölustafir í forskeyti kallmerkis ekki landfræðilega skírskotun; þau lönd eru þó í minnihluta í heiminum.

Endurvarpinn TF1RPB hefur aðstöðu í þessu stöðvarhúsi í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3ARI.

Kenwood TKR-750 endurvarpinn kominn í þjónustu TF1RPB í stöðvarhúsinu í Bláfjöllum. Ljósm.: TF3ARI.

TF1RPB, endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, varð QRV á ný í morgun, þann 9. september, kl. 10:18. Þeir Sigurður Harðarson, TF3WS og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARIlögðu á fjallið í býtið og höfðu meðferðis Kenwood endurvarpa félagsins, sem sóttur var suður á Garðskaga í gærdag og undirbúinn fyrir ferðina í gærkvöldi.

Notuð er sama tíðni og var í Bláfjöllum, þ.e. 145.750 MHz. Kenwood endurvarpinn er hins vegar búinn CTCSS tónlæsingu og var ákveðið að nota hana (líkt og gert var á Garðskaga). Um er að ræða hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og er hún stillt á 88,5 rið (sem er “default” tónstilling í flestum stöðvum).

Hægt er að hlusta á sendingar frá TF1RPB án þess að vera með stöð eða viðtæki sem búið er tónlæsingu. Hennar er einvörðungu þörf, vilji menn senda í gegn um endurvarpann. Þess skal getið að lokum, að TF1RPB er á ný búinn auðkenni á morsi sem sent er út reglulega.

Stjórn Í.R.A. færir þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS og Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI sérstakar þakkir fyrir að hafa brugðist skjótt við kalli og lokið verkefninu á farsælan hátt á mettíma.

(Þakkir til TF3ARI fyrir meðfylgjandi ljósmyndir).

Comment frá TF3JA

Gott mál og ef vel er að gáð má sjá móta fyrir seguloftnetinu á þaki hússins sem APRSið er tengt við.
Og núna klukkan að verða hálf þrjú eftir hádegi á mánudegi í miðju rokinu er ekki að sjá annað en að bráðabirgða segulloftnetið haldi enn…vindhviðurnar eru núna mældar á Hellisheiðinni um 20 m/s en fóru í nótt í 30 m/s…
73 de TF3JA

Zodiac RT-4000 endurvarpsstöðin vel fest við vegginn. Ljósm.: TF3WS.

Undanfarna nokkra daga hafa komið fram truflanir á sendingum frá endurvarpsstöðinni TF1RPB í Bláfjöllum, endrum og eins. Í dag, laugardaginn 8. september hafa þær verið nokkuð viðvarandi – með hléum frá því í morgun. Líkur benda til að bilun hafi komið fram í stöðinni.

Í samráði við Sigurð Harðarson, TF3WS, hefur verið ákveðið að færa Kenwood endurvarpann sem nú er í notkun fyrir TF8RPH á Garðskaga, í Bláfjöll. Tækið verður flutt til Reykjavíkur strax í dag eða á morgun og forrituð ný tíðni, þ.e. 145.750 MHz. Þegar því er lokið mun TF3WS gera ferð í Bláfjöll og skipta Zodiac tækinu út. Sama loftnet og sömu “cavity-síur” verða notaðar áfram í Bláfjöllum.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og Sigurður Smári Heinsson, TF8SM, hafa tekið að sér að flytja Kenwood tækið til Reykjavíkur og gera það klárt á nýrri tíðni. TF8RPH verður þannig QRT í nokkra daga þar til fundið er tæki. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þessum breytingum á meðan þær ganga yfir, sem gæti tekið 1-2 sólarhringa. Á meðan er bent á TF3RPC á Hagatorgi í Reykjavík á 147.775 MHz og TF3RPA á Skálafelli á 145.600 MHz.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS, Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Sigurði Smára Hreinssyni, TF8SM svo og öðrum félagsmönnum sem þegar hafa lagt verkefninu lið.

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS prófar LP-100A Digital Vector afl/standbylgjumæli TF3IRA.

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 6. september, eða á þriðja tug félagsmanna. Rjómasúkkulaðiterta, sérbökuð vínarbrauð og súkkulaðibollur voru í boði með rjúkandi BKI kaffinu, en tilefnið var 66 ára afmæli félagsins. Það voru velunnarar félagsins sem komu færandi hendi og er þeim þakkað fyrir veitingarnar.

(1) Þegar unnið var við stillingu á SteppIR 3E Yagi loftneti félagsins í síðasta mánuði kom í ljós, að aflestur (e. display) LP-100 Digital Vector RF afl-/standbylgjumælis félagsins (frá N8LP), var orðinn skertur. Á heimasíðu N8LP má lesa, að þessar bilanir eru þekktar. Nokkru síðar kom í ljós, að Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, átti samskonar mæli og hafði í nokkurn tíma ætlað að panta nýtt „display” fyrir sig sjálfan. Þegar hann frétti af bilun í mæli félagsins, bauðst hann til að panta nýtt „display” fyrir félagið um leið og hann pantaði fyrir sjálfan sig og að gera við mælinn. Var því kostaboði tekið með þökkum og í gær (6. september) kom Vilhjálmur með mælinn viðgerðan og setti upp á ný í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Kostnaður félagssjóðs vegna varahlutanna nemur um 13 þúsund krónum. Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Ívari fyrir frábæra aðstoð.

WAS og DXCC viðurkenningskjölunum var komið fyrir á vegg við fjarskiptaborð B í Skeljanesi.

(2) Worked All States, WAS, viðurkenningaskjöl TF3IRA, sem komu úr innrömmun í vikunni, voru fest á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi gærkvöldi. Líkt og áður hefur komið fram, var undirbúningur umsókna í höndum þeirra Mathíasar Hagvaag, TF3-Ø33 og frágangur í höndum Guðlaugs Kristins Jónssonar, TF8GX, sem er trúnaðarmaður ARRL hér á landi. Þess má geta, að allt verkefnið er án kostnaðar fyrir félagssjóð, þar sem ARRL felldi niður öll gjöld og innrömmunin var færð félaginu að gjöf af áhugasömum félagsmanni.

Myndin var tekin 23. ágúst s.l. þegar TF3WO undirbjó uppsetningu fellitvípólinsins á 7 MHz.

(3) Þeir Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO og Benedikt Guðnason, TF3TNT, tóku niður í gærkvöldi (6. september) fellitvípól (e. “folded dipole”) þann sem settur var upp fyrir TF3IRA í tilraunaskyni á 7 MHz í síðasta mánuði. Hugmyndin er að setja hann upp á ný fyrir veturinn á betri stað og hærra yfir jörðu.

(4) Þátttaka í alþjóðlegum keppnum frá TF3W. Bendikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóri, hefur samþykkt þátttöku frá félagsstöðinni undir forystu Stefáns Arndal, TF3SA, í morshluta Scandinavian Activity Contest, SAC keppninnar sem haldin verður um þarnæstu helgi, 15.-16. september. Þá hefur stöðvarstjóri einnig samþykkt þátttöku frá félagsstöðinni undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, í talhluta CQ World-Wide keppninnar sem haldin verður helgina 27.-28. október n.k.

Morshluti Scandinavian Activity Contest, SAC keppninnar 2012 fer fram um þarnæstu helgi, þ.e. 15.-16. september. Keppnin hefst kl. 12:00 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma sólarhring síðar.

Sex keppnisflokkar eru í boði fyrir stöðvar á Norðurlöndunum, og má velja um að keppa á öllum böndum, lágafli, háafli, QRP eða á einu bandi. Sérstakur keppnisflokkur er í boði fyrir radíóamatöra sem hafa verið leyfishafar innan við þrjú ár.

Sjá keppnisreglur: http://sactest.net/blog/rules/

Úrslit í morshluta SAC keppninnar 2011: http://sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=CW&region=73

Worked All States – WAS – viðurkenningaskjöl TF3IRA líta óneitanlega glæsilega út í vandaðri innrömmun.

Worked All States Award (WAS) viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu úr innrömmun í dag, þann 3. september. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. svokallað “basic” skjal fyrir allar tegundir útgeislunar (mixed), fyrir mors (CW) og fyrir tal (Phone). ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu WAS viðurkenningaskjölin sem gefin hafa verið út til félagsstöðvarinnar. Viðurkenningaskjölunum verður nú valinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Mathíasi Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugi Kristni Jónssyni, TF8GX, fyrir aðkomu þeirra að verkefninu, en Mathías tók saman kortin og undirbjó umsóknir og Guðlaugur, sem er trúnaðarmaður ARRL hér á landi, annaðist yfirferð korta og gekk frá umsóknunum. Þess má geta, að allt verkefnið er án kostnaðar fyrir félagssjóð, þar sem ARRL felldi niður öll gjöld og innrömmunin var færð félaginu að gjöf af áhugasömum félagsmanni.

Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands í Leirvogi.

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast frá kl. 09 í gær (2. september) til sama tíma í dag, 3. september. Í morgun stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir muni halda áfram og ójafnvægis muni gæta eitthvað fram í vikuna.

Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346 = 14). Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.

Gögn eru endurnýjuð á tíu mínútna fresti. Sjá nánar vefslóð: http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html
Sjá einnig upplýsingar á þessari vefslóð: http://www.solen.info/solar/