Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W.
Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. Þá upplifðu menn heldur ekki þyrpingu (e. pile-up) vestan hafs frá að þessu sinni og TF3GB hafði t.d. einvörðungu sambönd á 40, 20 og 15 metrum.
Miðað við stöðuna í dag (18. september) eru þeir TF2CW og TF3W í 5. og 14. sæti í sínum keppnisflokki, og TF3GB í 16. sæti og TF3DC í 5. sæti í sínum keppnisflokkum – yfir Norðurlöndin. Hafa þarf í huga, að þessi staða er breytingum háð þar til lokafrestur til að skila dagbókum er úti þann 30. september n.k.
Keppnisflokkur |
Kallmerki |
Árangur, stig |
QSO |
QSO stig |
Margfaldarar |
Upplýsingar |
---|---|---|---|---|---|---|
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl |
TF2CW |
919.116 |
2.051 |
4.624 |
198 |
TF3CW virkjaði stöð TF2LL |
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl |
TF3W |
673.036 |
1.633 |
3.913 |
172 |
TF3SA virkjaði félagsstöð Í.R.A. |
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl |
TF3GB |
135.280 |
628 |
1.424 |
95 |
|
Einmenningsflokkur, 15 metrar, lágafl |
TF3DC |
25.650 |
300 |
675 |
38 |
Þátttökustöðvar hafa tvær vikur til að skila inn fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar Scandinavian Activity Contest og er hægt að fylgjast með niðurstöðum eftir því sem þær berast á vefslóðinni: http://sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=CW®ion=73&claimed=1
Þess má geta, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun virkja félagsstöð Í.R.A., TF3W, í SSB-hluta Scandinavian Activity keppninnar sem haldinn verður eftir þrjár vikur, eða helgina 13.-14. október n.k.