Guðmundur Löve TF3GL fjallaði um væntanlega VHF leika og útbreiðslu radíóbylgna í VHF/UHF sviðunum.

Fimmtudagserindið þann 26. janúar var í höndum Guðmundar Löve, TF3GL, og nefndist það VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF samböndum; og sögur og staðreyndir um útbreiðslu merkja í þessum tíðnisviðum.

Guðmundur fór yfir tillögur að reglum og stigagjöf í VHF-leikum sem hugmyndin er að halda fyrstu helgina í júlí í sumar. Í umræðum komu fram ýmis sjónarmið og virtust flestir sammála því að hafa reglurnar og stigagjöfina sem einfaldasta. Sem stendur, er keppnin hugsuð sem “fully assisted” og aðeins vegalengd telur til stiga, en hafa má mest sex sambönd við hverja stöð á hverju bandi.

Seinni hluti erindisins fjallaði um bylgjuútbreiðslu og bylgjuhegðan á VHF og UHF, og um hjálparforrit til að skoða og reikna útbreiðslumyndir og radíólinka. Glærukynningu hefur verið komið fyrir á vefsíðu VHF-leikanna (http://www.ira.is/vhf-leikar/), þar sem einnig er að finna Google Earth-skrár sem sýndar voru. Glærukynninguna er einnig að finna á vefsíðu fræðslukvölda á heimasíðunni, sjá vefslóð (http://www.ira.is/itarefni/).

Í lok erindisins fóru fram fjörlegar umræður og svaraði Guðmundur greiðlega fjölmörgum fyrirspurnum. Þrátt fyrir mikið vetrarríki í höfuðborginni og erfiða færð mættu á þriðja tug félagsmanna í Skeljanesið.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Mynd úr sal. Frá vinstri: Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI, Andrés Þórarinsson TF3AM, Mathías Hagvaag TF3-035 Haraldur Þórðarson TF3HP, Höskuldur Elíasson TF3RF og Óskar Sverrisson TF3DC. Fjær: M.a. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Gísli G. Ófeigsson TF3G.

Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, við einkabílinn á sólríkum sumardegi. Takið eftir númeraplötunni.

Samantekt TF3KJ um smíði á lágsláttarviðtæki fyrir 80 metra bandið sem vinnur á AM, CW og SSB hefur verið sett á heimasíðuna. Kalli smíðaði tækið árið 1978 með það í huga að auðvelda nýliðaleyfishöfum að koma sér upp góðu tæki til viðtöku á bandinu, en eins og höfundur segir sjálfur, er tækið mjög einfalt
í smíðum.

Allar teikningar og leiðbeiningar eru framúrskarandi vel unnar, auk þess sem hann hannaði prentrásarplötur fyrir smíðina. Þá fylgja greinargóðar upplýsingar um kassann sem hann hannaði og smíðaði sjálfur utan um viðtækið. Líkt og höfundur getur um, er viðtækið smíðað eftir upphaflegri teikningu frá Kristjáni Benediktssyni,
TF3KB.

Fyrirhuguð morsæfing sem átti að vera miðvikudaginn 25. janúar fellur niður. Minnt er á æfinguna í kvöld kl. 21.00 a ca 3.540 KHz.

73
Guðmundur de TF3SG

Ráðgert er að bjóða upp á stöðutöku í móttöku og sendingu á morsi í febrúar. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að skrá þáttöku fyrir lok janúar. Undirritaður tekur á móti skráningum.

73
Guðmundur de TF3SG

Alþjóðleg radíófjarskiptaráðstefna ITU, WRC-12 (World Radiocommunication Conference 2012) er hafin í Genf og fer hún fram dagana 23. janúar til 17. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB, IARU tengiliður félagsins, gerði ráðstefnuna að umtalsefni í grein í janúarhefti CQ TF 2012. Hér á eftir er birtir hlutar úr greininni, en þar segir Kristján m.a.:

„Það er á ráðstefnum sem þessum, sem ný amatörbönd geta ORÐIÐ TIL eða HORFIÐ. Því skiptir undirbúningur radíóamatöra fyrir þessar ráðstefnur mjög miklu máli. Þó eiga radíóamatörar enga formlega aðild að ráðstefnunum. Þeir ráða ekki yfir neinum atkvæðum. Atkvæðin eru í höndum stjórnvalda í hverju landi.

Hvað radíóamatöra varðar, fer mikið af undirbúningnum í að fylgjast með öllu sem allir eru að taka afstöðu til og gera, og beita síðan áhrifum sínum radíóamatörum til góða. Fyrir ráðstefnur eins og WRC-12 fer undirbúningurinn fyrst og fremst fram innan alþjóðasamtakanna, IARU, í samvinnu við kjörna fulltrúa í stjórnum svæðissamtakanna í Svæðum 1, 2 og 3. og aðildarfélögin.

Árangurinn á undanförnum árum hefur verið ótrúlegur, hvað varðar ný tíðnisvið sem radíóamatörar hafa heimild til að nota. Þetta byggir á þrotlausri vinnu IARU manna. Aldrei má þó taka fengnar tíðnir sem gefnar, því stöðugt þarf að verja þær ásókn annarrar þjónusta, ekki síst á tímum þar sem farið er að selja tíðnir eða bjóða þær hæstbjóðanda. Ein spennandi spurning fyrir radíóamatöra nú á WRC-12 er hvort samþykkt verður aukning á tíðnisviði amatöra á 600 metra bandinu”.

Sérfræðingar Póst- og fjarskiptastofnunar sækja ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.


Upplýsingar um ráðstefnuna má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.itu.int/ITU-R/index.asp?category=conferences&rlink=wrc-12%3C=en

Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar H.Í. í Leirvogi. Mælingar hafa verið gerðar frá 1957.

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring (22.-23. janúar) sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 08 mánudaginn 23. janúar. Skilyrðaspár benda til að truflanir geti haldið eitthvað áfram.

Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346 = 14). Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.

Gögn eru endurnýjuð á tíu mínútna fresti. Sjá nánar vefslóð: http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html

Guðmundur Löve, TF3GL.

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. þann 26. janúar n.k. kl. 20:30. Umræðuefnið er: VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF samböndum; og sögur og staðreyndir um útbreiðslu merkja í þessum tíðnisviðum.

Í grein sem Guðmundur ritar í janúarhefti CQ TF 2012 segir hann meðal annars: TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum leikum sem mikilla vinsælda njóta í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. VHF-leikarnir eru leikar – en ekki keppni, þótt stigafjöldi geti vissulega verið mælikvarði á ástundun, búnað, útsjónarsemi og heppni!

Í greininni eru settar fram áhugaverðar tillögur að leikreglum og keppnistilhögun. Guðmundur segir ennfremur, að tilgangur leikanna sé að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra hvað varðar notkun VHF- og UHF-tíðnisviðanna og eflingu slíkra fjarskipta innanlands. Jafnframt er hugmyndin
að leikarnir geti verið mönnum til nokkurrar ánægju við sameiningu útivistar, ferðalaga og amatör
radíós.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Georg Magnússon TF2LL flutti erindi 5. janúar um loftnetaframkvæmdir við stöð sína í Borgarfirði. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN

Skyggnur frá fimmtudagserindi Georgs Magnússonar, TF2LL, frá 5. janúar s.l., hafa verið settar inn á heimasíðu félagsins. Erindið nefndist Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Þar útskýrði Georg m.a. ítarlega forsendur fyrir vali á loftnetum, rótor, fyrir turnsmíðinni sjálfri og vali á öðrum nauðsyn legum aukabúnaði.

Power Point skyggnur sem fylgja erindu má nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/

Andrés Þórarinsson TF3AM flutti áhugavert erindi í Skeljanesi um heimasmíði tvípóla þann 12. janúar.

Fimmtudagserindið þann 12. janúar var í höndum Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, og nefndist það Heimasmíði
tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindi Andrésar var fróðlegt. Hann útskýrði m.a. þær forsendur sem hann
gefur sér við smíðar á tvípólum úr álrörum fyrir 10, 15 og 20 metra böndin – og ennfremur, hvað varðar uppsetningu miðað
við lágmarks hæð yfir jörð.

Hann útskýrði verkefnið á hinum ýmsu stigum smíðanna og fjallaði ennfremur um prófanir á að skipta á milli tvípóla þegar
þeir eru settir upp lárétt og lagðir í kross. Hann útskýrði vel fræðilegar forsendur fyrir smíðinni, svo og þá hugsun að nota
sem mest handbært efni (og kaupa sem minnst) til að verkefnið yrði sem ódýrast í reynd.

Andrés sýndi Power Point glærur frá tilraunum sínum, m.a. af uppsetningu lóðréttra tvípóla við heimili sitt í Mosfellsbæ sem
eru fæddir með samsíða fæðilínu og af uppsetningu á krosstvípólum við sumarhús í TF1-kallsvæði í Grímsnesi. Þar hefur
hann um eins og hálfs árs reynslu af þremur settum af láréttum „krosstvípólum” fyrir 10, 15 og 20 metra böndin, sem hann
hefur m.a. notað í alþjóðlegum keppnum við góðan árangur. Hann sagði loftnetin í reynd hafa komið vel út, þótt hann hafi
gjarnan viljað sjá meiri mun (ávinning) við að skipta á milli þeirra á tilteknu bandi.

Í lokin var m.a. rætt um fræðilegan mun á tvípólum, 1/4-bylgju stangarloftnetum og fleiri loftnetaútfærslum. Erindið var vel sótt
og komu yfir 30 félagsmenn í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld. Andrés svaraði greiðlega fjölda
spurninga í lok erindisins.

Stjórn Í.R.A. þakkar Andrési Þórarinssyni, TF3AM, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir
myndatökuna.

TF3AM

Andrés sýnir heimasmíðaða festingu (á hjörum) fyrir stöngina sem heldur uppi tvípólunum á myndinni til vinstri.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Þann 5. janúar var skýrt frá glæsilegri niðurstöðu Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW í CQ WPX DX SSB keppninni 2011 samkvæmt upplýsingum sem þá voru kunngerðar af keppnisnefnd CQ tímaritsins. Nú hafa borist heildarniðurstöður úr keppninni og eru þær birtar hér á eftir.

Keppnin fór fram helgina 26.-27. mars 2011. Að þessu sinni sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur í jafn mörgum keppnisflokkum, þ.e. einmenningsflokki, 14 MHz, háafli; einmenningsflokki, 14 MHz, lágafli; einmenningsflokki, 21 MHz, háafli, aðstoð og einmenningsflokki, 3,7 MHz, háafl. Líkt og áður hefur komið fram, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, afreksárangri í keppninni og varð í 2. sæti yfir heiminn og 1. sæti í Evrópu í sínum keppnisflokki.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, punktar

QSO

Forskeyti

Einmenningsflokkur, 14 MHz, hámarksafl TF3CW*
Unknown macro: {center}7,473,715

Unknown macro: {center}3105

Unknown macro: {center}1145

Einmenningsflokkur, 14 MHz, lágafl TF3JA
Unknown macro: {center}77

Unknown macro: {center}7

Unknown macro: {center}7

Einmenningsflokkur, 21 MHz, hámarksafl, aðstoð TF3AO
Unknown macro: {center}150,398

Unknown macro: {center}422

Unknown macro: {center}278

Einmenningsflokkur, 3,7 MHz, hámarksafl TF3SG
Unknown macro: {center}18,486

Unknown macro: {center}81

Unknown macro: {center}79

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Sigurður fær verðlaunaplatta (líkan þessum) frá keppnisnefnd CQ fyrir 1. sætið í Evrópu.