Munið að skilafrestur í októberhefti CQ TF er nk. sunnudag, 25. september. Allt efni sem tengist amatör radíói er tekið til greina – texti eða myndir. Tilvalið væri að senda…

Frásagnir eða myndir frá sumrinu
Efni sem tengist TF útileikunum
Efni frá vitahelginni
Myndir af tækjum, loftnetum, eða frásagnir af DX.

Ritstjóri tekur við efni og aðstoðar við að setja það upp, eins og þarf.

73 – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is

Vilhjálmur Þór, TF3DX og XYL Guðrún, TF3GD.

Góðir félagar!

Laugardaginn 24. september komum við TF3GD til Hawaii. Ég er með 2W CW QRP og hyggst reyna við TF snemma á morgnana að
íslenskum tíma (sjá viðlagt um skilyrðin) eftir því sem aðstæður (loftnet og ferðir með ferðafélögum) leyfa. Tíðnin yrði 14.034 kHz +/- QRM.

Í dag, 19. sept, fljúgum við til San Francisco, en reikna ekki með að verða QRV þar.

Engin tölva er með í för, en vonast til að komast af og til í tölvupóstinn.

Svo nánar um tíma síðar.

73, Villi TF3DX.

Comment frá TF3Y

Í framhaldi af frétt Villa TF3DX þá hef ég sett upp vefsíðu þar sem sýni móttökuskilyrði á KH6WO. Slóðin er: http://www.tf3y.net/tf3y_faros.html
Sendir KH6WO er með 100W sendiafl þannig að búast má við að merki frá KH6/TF3DX með 2W verði um 17dB daufara en þó ekki útilokað að Villi komi upp loftneti sem hefur ávinning í okkar átt. Það er aðeins breytilegt hvenær merki KH6WO er sterkast en oftast virðist það vera best á tímabilinu kl. 05:30-06:00 á 14MHz.
73, Yngvi TF3Y

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI.

SDR viðtæki Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem staðsett er á Garðskaga, var í gær (17. september) flutt tímabundið af tíðninni 3637 kHz yfir á 14,034 MHz til að auðvelda hlustun eftir merkjum frá TF3DX og TF3GD (XYL TF3DX) frá Kyrrahafinu, en þau hjón ráðgera að verða QRV frá Hawaii (KH6) á þeirri tíðni (+/- QRM) frá 24.-30. september n.k. (á morsi). Viðtækið er Flex-1500; bandbreidd er 800 Hz á USB. Loftnet er 40 metra langur vír. Slóðin er: http://www.livestream.com/tf8sdr

Nánari upplýsingar. Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, stendur að baki uppsetningu SDR viðtækisins og er það staðsett skammt frá vitanum. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, kemur jafnframt að málinu og annaðist hann m.a. öflun heimildar hjá sveitarfélaginu fyrir staðsetningu viðtækis í gamla vitavarðarhúsinu á staðnum. Verkefnið snýst um staðsetningu viðtækis á Garðskaga til móttöku á innanlandstíðninni, 3637 kHz, sem fyrst um sinn verður einvörðungu sett á netið (en í framhaldi einnig á 2 metra bandið) í því augnamiði, að auðvelda leyfishöfum sem búa við truflanir í þéttbýlinu á stór-Reykjavíkursvæðinu (og annars staðar) að hafa sambönd á 80 metrum. Þegar fram í sækir, er hugmyndin að senda merkin út á tíðninni 144.650 MHz og hefur Póst- og fjarskiptastofnun úthlutað Ara Þór kallmerkinu TF8SDR til þeirra nota.

Um er að ræða mjög áhugavert verkefni og má hrósa þeim félögum fyrir frumkvæðið. Hvorutveggja er, að staðurinn er áhugaverður til móttöku merkja á 80 metrum (sem og á öðrum böndum) og hins vegar, að sendingarnar á 2 metra bandinu munu einnig gagnast við hinar ýmsu tilraunir leyfishafa í metrabylgjusviðinu. Fyrstu “beta” útsendingarnar frá SDR viðtækinu á Garðskaga voru settar á netið þann 5. september s.l.

______________

Skilaboð frá Ara Þór, 18. september:
Linkur inn á SRD virkar bara um helgar í augnablikinu því tækið er tengt í gegnum 3G og er tengingin (9 Gb) kostnaðarsöm.
Áhugasömum má benda á að hægt er að hlusta á viðtækið allan sólahringinn á SKYPE. Nafnið inn á skype er TF8SDR og
er viðtækið á “auto answer mode”. Vonir standa til að internetmál verði leyst fljótlega og þá er hægt að hafa skemmtilega
heimasíðu þar sem hver og einn getur stillt viðtækið sjálfstætt um +/- 90 KHz frá 3.637 MHz.
______________

Rifja má upp (og eins og reyndar kom fram á fundinum í Skeljanesi s.l. fimmtudagskvöld) að gerð var tilraun með að setja merki af innanlandstíðninni á 80 metrum á netið í marsmánuði 2009 í tengslum við ferð 4X4 félaga (og leyfishafa í þeirra hópi) upp á miðhálendið. Þá var notað SDR viðtæki í eigu Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, sem Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, setti saman. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR, stóð þannig fyrir verkefninu – með aðstoð Jóhanns Friðrikssonar, TF3WX, sem vann forritavinnu ásamt honum.

 

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Félagsstöðin TF3W hefur verið QRV í Scandinavian Activity morskeppninni sem hófst í dag (laugardag) á hádegi og hefur Stefán Arndal, TF3SA, verið á lyklinum. Stöðin var undirbúin til þátttöku með skömmum fyrirvara af þeim Benedikt Sveinssyni, TF3CY, stöðvarstjóra og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Að sögn Benedikts, var SteppIR 3E Yagi loftnetinu snúið og það sett fast ca. í 265° (þar sem AlfaSpid rótorinn er enn bilaður) en stjórnbúnaður SteppIR loftnetsins gefur möguleika á að skipta á milli átta í 180° plani sem hjálpar mikið.

Stefán byrjaði keppnina á 21 MHz í dag en fór síðan QSY niður á 14 MHz um kl. 19:00 og er þar enn QRV þegar þetta er skrifað um kl. 22 á laugardeginum. Þá var fjöldi QSO’a kominn í um 550. Að sögn Benedikts, voru skilyrðin góð framan af degi, en hafa versnað með kvöldinu (K stuðullinn var t.d. kominn upp í 5 um kl. 20:00). Harris 110 RF magnari félagsins hefur verið notaður í keppninni ca. á 700W útgangsafli. Hugmyndin er, að vinna á 80 metrunum í nótt ef skilyrðin leyfa og mun Guðmundur þá koma með færanlegt 22 metra hátt stangarloftnet sitt á staðinn. SAC keppnin er 24 klst. keppni og lýkur á hádegi á morgun, sunnudag.

Þrjár aðrar TF-stöðvar hafa verið skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, það eru þeir TF3DC, TF3SG og TF8GX.

Nýjustu fréttir 18. september kl. 13:00: Stefán hafði alls 1198 QSO og var einsamall í keppninni frá félagsstöðinni.
Stjórn Í.R.A. óskar honum til hamingju með árangurinn sem er mjög góður miðað við léleg skilyrði.

Stefán Arndal, TF3SA, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. að keppni lokinni. Ljósmynd: TF3JA.

Guðmundur Löve, TF3GL, mun gera uppkast að framkvæmdaáætlun og reglum fyrir VHF TF útileika sumarið 2012.

Líkt og fram kom á fundinum í félaginu s.l. fimmtudagskvöld (15. september) hefur Guðmundur Löve, TF3GL, tekið að sér að leiða vinnu við gerð reglna fyrir sérstaka VHF útileika í samræmi við hugmynd sem hann kynnti á póstlista félagsins þann 19. ágúst s.l. Hugmynd Guðmundar var rædd á stjórnarfundi í félaginu þann 2. september s.l. og samþykkt að fara þess á leit við hann að taka að sér að vinna að undirbúningi verkefnisins. Guðmundur tók vel í það, og mun hann gera uppkast að framkvæmdaáætlun og reglum fyrir slíka keppni. Hann leggur áherslu á að félagsmenn fái tækifæri til að fylgjast með þróun verkefnisins og mun m.a. notast við póstlista félagsins til samskipta, auk þess sem hann mun væntanlega opna sérstakt svæði hér á heimasíðunni í samráði við Benedikt Sveinsson, TF3CY, rekstrarstjóra vefmiðla. Sjá nánar hugmynd Guðmundar eins og hann kynnti hana þann 19. ágúst s.l.:

„Eftir skemmtilegar tilraunir á VHF í sumar hefur áhugi minn vaxið á að koma í kring VHF viðburði á borð við útileikana. Nokkrar hugrenningar: Einfalt keppniskerfi má sjá hjá ARRL fyrir January VHF sweepstakes: http://www.arrl.org/january-vhf-sweepstakes Þetta kerfi mætti einfalda enn frekar fyrir okkar þarfir. Á okkar litla landi hentar e.t.v. best að nota Maidenhead grid squares http://f6fvy.free.fr/qthLocator/fullScreen.php til að gefa til kynna staðsetningu, en ekki squares. Tilvalin tímasetning væri fyrsta helgin í júlí, kjörin ferðahelgi”.

Hér með er auglýst eftir áhugasömum félagsmönnum sem vilja taka þátt í þessari vinnu með Guðmundi.

Frá vel heppnuðum fimmtudagsfundi þann 15. september 2011 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Góð mæting var á sérstakan fimmtudagsfund í félagsaðstöðunni þann 15. september og mættu yfir 30 félagar í Skeljanesið. Á fundinum fór fram kynning á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012 fyrir tímabilið október-desember n.k. og kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni, auk dagskrárliðar um opna málaskrá (eftir kaffihlé).

Fram kom m.a. í kynningu formanns, Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, að alls verða 20 viðburðir í boði á vetrardagskránni; þar af átta erindi auk annarra viðburða og að alls eru 16 félagsmenn sem standa að dagskránni. Að þessu sinni hefjast sunnudagsopnanir þann 20. nóvember og eru þær fjórar. Þá verður flóamarkaður að hausti með nýju sniði og var fyrirkomulagið sérstaklega kynnt á fundinum. Þá má nefna ánægjulega nýjung, sem er að sérfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnun, mun koma og flytja erindi í félagsaðstöðunni í desember n.k. Vetrardagskráin verður nánar til kynningar hér á heimasíðunni frá og með 19. september n.k., auk þess sem hún verður birt í heild í 4. tbl. tölublaði CQ TF. Undir 2. dagskrárlið voru kynntar helstu alþjóðlegar keppnir út árið (sbr. meðfylgjandi töflu), þ.m.t. breyting á reglum í SAC keppnunum og nýtt stjórnunarfyrirkomulag.

Dagsetning

Keppni

Teg. útgeislunar

Bönd (MHz)

Byrjunartími

Unknown macro: {center}Heildartími

29.-30. október CQ World-Wide SSB Contest
Unknown macro: {center}SSB

Unknown macro: {center}1,8-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

26.-27. nóvember CQ World-Wide CW Contest
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

24.-25. september CQ World-Wide RTTY DX Conterst
Unknown macro: {center}RTTY

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

17.-18. september Scandinavian Activity Contest (SAC)
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Hádegi

Unknown macro: {center}24 klst.

17.-18. desember Stew Perry Topband Distance Challenge
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8

Unknown macro: {center}Kl. 15:00

Unknown macro: {center}24 klst.

8.-9. okóber Scandinavian Activity Contest (SAC)
Unknown macro: {center}SSB

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Hádegi

Unknown macro: {center}24 klst.

2.-4. desember ARRL 160 Meter Contest
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8

Unknown macro: {center}Kl. 22:00

Unknown macro: {center}42 klst.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, varaformaður, annaðist stjórn 3. dagskrárliðar sem var opin málaskrá ásamt Benedikt Sveinssyni, TF3CY, meðstjórnanda. Kjartan útskýrði, að hugmyndin að baki þessum dagskrárlið væri m.a. að opna vettvang fyrir skoðaskipti á milli stjónar og félagsmanna. Rætt var m.a. um keppnir og keppnisþátttöku frá félagsstöðinni, tæki, búnað og loftnet félagsstöðvarinnar o.m.fl. Þá voru menn mjög áhugasamir um SDR tæknina og var rædd uppsetning SDR viðtækis á Garðskaga á vegum TF3ARI og TF8SM, sem Ari skýrði vel.

Fundinum var í alla staði mjög jákvæður og var umræðum slitið kl. 22:20. Stjórn Í.R.A. þakkar félögum góða mætingu og ánægjulegan fund. Sérstakar þakkir til Geirabakarís í Borganesi fyrir veglegt kaffimeðlæti.

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, kynnti nýju vetrardagskrá og flutti kynningu á helstu alþjóðlegum keppnum.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, meðstjórnandi og Kjartan Bjarnason, TF3BJ, varaformaður kynntu 3. dagskrárlið.

Jón Óskarsson TF1JI; Jón Þ. Jónsson TF3JA; Ásbjörn Harðarson TF3LA; og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN.

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; og Benedikt Guðnason, TF3TNT.

Jón Þóroddur; TF3JA; Benedikt, TF3CY; Ari Þór, TF3ARI; Sæmundur, TF3UA; og Guðmundur, TF3SG.

fundarhléi á góðri stundu. Heimir Konráðsson, TF1EIN og Baldvin Þórarinsson, TF3-033.

Í fundarhléi á góðri stundu. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Höskuldur Elíasson, TF3RF, sagðist vera mjög ánægður með fundinn.

(Ljósmyndir: Matthías Hagvaag, TF3-035 og Jónas Bjarnason, TF2JB).

Á myndinni má sjá hluta af fundaraðstöðu Í.R.A. á fyrstu hæð í félagsaðstöðunni við Skeljanes.

Hér með er boðað til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 15. september n.k. kl. 20:30.
Dagskrá verður sem hér segir:

1. Kynning á fyrri hluta á vetrardagskrár félagsins 2011/2012, fyrir tímabilið október-desember n.k.
2. Kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni.
3. Opin málaskrá.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur TF-stöðva.

Í septemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide DX CW keppninni sem fram fór dagana 27.-28. nóvember 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö TF-stöðvar inn keppnisdagbækur; þær dreifast á eftirfarandi sex keppnisflokka:

Öll bönd, SOP-H: Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl.
Öll bönd, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl – aðstoð.
Öll bönd, SOP-L: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W.
Öll bönd, SOP-L-a: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl – aðstoð.
7 MHz, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarks útgangsafl – aðstoð.
1.8 MHz, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, 1.8 MHz, hámarks útgangsafl – aðstoð.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW náði afgerandi bestum árangri af TF-stöðvum í keppninni og var með 734,880 stig – 2,737 QSO. Sigurður keppti í einmenningsflokki á 7 MHz, hámarks afli – aðstoð. Óskar Sverrisson, TF3DC, náði ágætum árangri og var með 154,840 stig – 414 QSO. Óskar keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, 100W – aðstoð. Þorvaldur Stefánsson, TF4M, náði einnig athyglisverðum árangri, en hann keppti í einmenningsflokki á 1.8 MHz í erfiðum skilyrðum og var með 31,032 stig – 197 QSO. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

Öll bönd (SOP-H) TF3SG

638

21

8

14

Öll bönd (SOP-H-a) TF3IG*

5,624

127

17

57

Öll bönd (SOP-L) TF8GX*

31,428

134

43

65

Öll bönd (SOP-L-a TF3AO

7,625

99

12

49

Öll bönd (SOP-L-a) TF3DC*

154,840

414

44

201

7 MHz (SOP-H-a) TF3CW*

734,880

2,737

38

122

1.8 MHz (SOP-H-a) TF4M*

31,032

197

21

73

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Lágmarks þátttökutími til að hljóta viðurkenningarskjal í keppninni er 12 klukkustundir.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

Sveinn Guðmundsson, TF3T, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000.

Synir hans, Benedikt Sveinsson, TF3CY og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, settu tilkynningu þessa efnis á póstlista félagsins í gær, 7. september. Sveinn var á 82. aldursári, leyfishafi nr. 24 og heiðursfélagi í Í.R.A.

Um leið og við minnumst Sveins með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

Comment frá TF5B

Ég Votta þeim bræðrum og fjölskyldunni innilega samúð mína.

Billi TF5B

DXCC viðurkenningarskjöl félagsstöðvarinnar TF3IRA eru komin til landsins og tilbúin til innrömmunar.

DXCC viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu í hús á fimmtudag. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir útgeislunar (Mixed). Hugmyndin var upphaflega að leitast við að fá skjölin til landsins í tíma fyrir 65 ára afmæli félagsins þann 14. ágúst s.l., sem náðist ekki. Mestu skiptir þó að þau eru komin í hendur félagsins (á afmælisárinu) og verða sett í innrömmun þegar í næstu viku. Í framhaldi verður þeim valin staðsetning í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við Benedikt Sveinsson, TF3CY, stöðvarstjóra. Búist er við, að hægt verði að sækja um fjórða skjalið fyrir stafrænar mótanir (Digital modes), s.s. RTTY, PSK-31, JT65 og fleiri, síðar á árinu. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu DXCC skjölin sem gefin hafa verið út fyrir TF3IRA.


Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Matthíasi Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugi K. Jónssyni, TF8GX, fyrir aðkomu þeirra að verkefninu, en Matthías tók saman kortin og vann umsóknir og Guðlaugur, sem er trúnaðarmaður ARRL vegna DXCC-umsókna hér á landi, annaðist yfirferð og sendingu gagna vestur um haf.

Matthías Hagvaag, TF3MG og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

Myndin var tekin í félagsaðstöðu Í.R.A. 21. júlí s.l. þegar Matthías lagði fyrir Guðlaug, síðustu kortin vegna DXCC umsóknanna til ARRL.