Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur ákveðið að þiggja boð um þátttöku í DX-leiðangi til Jan Mayen í sumar og mun leiðangurinn virkja kallmerkið JX5O. Alls verða átta radíóamatörar sem annast fjarskiptin frá JX5O. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE.
Stefnt er að starfrækslu JX5O dagana 6.-14. júlí og er miðað við að nota öll bönd frá 40m til 6m. Megináhersla verður lögð á CW og RTTY en einnig verður farið í loftið á SSB og PSK63, ef tími og aðstæður leyfa. Sérstakar vinnutíðnir eftir böndum eru gefnar upp á heimasíðu leiðangursins (sjá hlekk neðar).
Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík þann 2. júlí n.k. og haldi til Dalvíkur tveimur dögum síðar. Síðan verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi 4. júlí. Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á ný að morgni 15. júlí og áætlað er að leiðangurinn komi til Ísafjarðar um hádegisbilið þann 16. júlí.
Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst og öðrum leiðangursmönnum góðrar ferðar.
Sjá heimasíðu leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa
(þess má geta, að Jón Ágúst er sonur Erlings Guðnasonar, TF3EE).