Kjartan, TF3BJ og Gísli, TF3G ganga frá tengjum á kapla fyrir VHF/UHF formagnarana.

Stórum áfanga lauk í dag, sunnudaginn 18. júlí í frábæru veðri í Skeljanesinu, þegar vinnu lauk við síðasta verkhluta uppsetningar VHF/UHF loftneta félagsins. Í dag var gengið frá fæðingu og tengingu VHF/UHF formagnarana. Uppsetningarferlið sjálft er búið að taka um 7 vikur í fjórum verkhlutum. Það er ekki í sjálfu sér ekki langur tími þegar haft er í huga að stefna þarf saman lykilmönnum hverju sinni, auk þess sem verkefnið er allt unnið í sjálfboðavinnu. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóri annaðist verkstjórn dagsins (sem fyrr) og tengingar uppi við loftnetin ásamt Erling Guðnasyni, TF3EE (sjá mynd 2) en Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og Gísli G. Ófeigsson, TF3G önnuðust forvinnu, þ.m.t. lagningu kapla og tengingar (sbr. mynd 1). Sá sem þetta skrifar notaði tímann við endurmerkingu QSL skápsins, auk þess sem geymsluvasar voru settir upp fyrir QSL skilagreinar og QSL umslög við hlið QSL skápsins (sbr. mynd 3). Þeir Kjartan og Gísli notuðu tímann á meðan þeir Sveinn Bragi og Erling unnu uppi á þaki og tóku til á lóðinni umhverfis húsið og færðu m.a. annan turn félagsins til geymslu á betri stað (sbr. mynd 4). Hugmyndin er að prófa loftnet og formagnara n.k. fimmtudagskvöld (22. júlí)

Sveinn Bragi TF3SNN og Erling TF3EE önnuðust lokafrágang tengingarvinnunnar .

Geymsluvasar fyrir QSL skilagreinar og umslög voru settir upp við hlið QSL skápsins.

Kjartan TF3BJ og Gísli TF3G við tiltekt á lóðinni í kringum félagsaðstöðuna.

TF2JB

Jón Berg, TF5DZ, reisir Cushcraft 50 MHz Yagi loftnetið upp í 5 metra hæð til prófunar. Ljósmynd: TF5B

Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók nýlega niður HF Yagi loftnetið sitt til eftirlits og endurnýjunar, en loftnetið hefur ekki þurft lagfæringar með í nær 20 ár. “Ef ekki hefði þurft að líta á rótorinn”, sagði Billi, “…hefði þetta líklega dugað önnur 20 ár.” Daiwa rótorinn er nú orðinn sem nýr og búið er að skipta um nokkur rör í Fritzel FB-33 Yagi loftnetinu, auk þess sem keyptur var Cushcraft A50-3S þriggja stika Yagi loftnet fyrir 50 MHz og tveggja banda lóðrétt VX-30 stöng frá Diamond fyrir 2 metrana og 70 cm.

Í dag (laugardag) kom Jón Berg, TF5DZ, Billa til aðstoðar og var lokið samsetningu Fritzel FB-33 loftnetsins, auk þess sem prófuð var eigintíðnistilling nýja Cushcraft A50-36 6 metra loftnetins (sjá mynd). Með aðstoð MFJ-259B mælitækisins gekk allt samkvæmt áætlun.

Þegar loftnetin verða komin upp á turninn, verður röðin þessi: Fritzel HF-loftnetið, þá Cushcraft 6-metra loftnetið og síðan lóðrétta tveggja banda VX-30 stöngin frá Diamond fyrir VHF og UHF böndin. Það styttist því í að TF5B verði QRV á ný með góð merki á böndunum.

TF2JB

TF3JA, TF3AO og TF3HP ræða APRS verkefnið. TF2WIN fylgist með af áhuga. Ljósmynd: TF3LMN.

Áhugamenn um skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) hittust í félagsaðstöðu Í.R.A. í gærkvöldi (fimmtudag). Það er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, sem fer fyrir hópi áhugasamra leyfishafa um APRS. Verkefnið var kynnt í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 1. júlí s.l. og annaðist Kurt Kohler, TF3WP/DF8WP þá kynningu. Auk þeirra Jóns Þórodds eru hvatamenn að verkefninu m.a. Hans Utne, TF8BK/LA6IM, Ársæll TF3AO, Haraldur TF3HP, Samúel Þór, TF2SUT og fleiri.

Að sögn Jóns Þórodds, hefur hópurinn þegar aflað sér búnaðar og verður QTH í Hraunbæ í Reykjavík. Vinnutíðni verður 144.800 MHz. Von er á þjónustunni í loftið innan tíðar.

Sjá má nánari upplýsingar um APRS á eftirfarandi hlekk: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System

Hægt er að fylgjast með umferð á : http://aprs.fi/

TF2JB

EME tilraunin á 50 MHz undirbúin að kvöldi 12. júlí skammt frá Gróttu. Ljósm.: TF3CY.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, hafði fyrstu EME samböndin sem höfð hafa verið frá Íslandi á 50 MHz í gærkvöldi (12. júlí).
Fyrsta sambandið var við Lance Collister, W7GJ, í Montana kl. 22:23 GMT og það síðara var við John Manus, W1JJ,
á Rhode Island. Benni naut aðstoðar Guðmundar Sveinssonar, TF3SG (bróður síns) og Sveins Guðmundssonar, TF3T
(föður síns). QTH var við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi (nærri Gróttu), sendiafl var 100W og tegund útgeislunar var JT65A.

Benedikt hafði sérstaklega smíðað 10 stika Yagi loftnet á 15,5 metra langri bómu fyrir EME tilraunina.
Loftnetið er í hermu (e. resonance) á 50.100 MHz og kom strax mjög vel út. Hann smíðaði loftnetið samkvæmt
teikningum frá Ljubisa Popa, YU7EF, sem er þekktur loftnetahönnuður. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, bróðir hans
lagði til færanlega undirstöðu fyrir loftnetið ásamt sendi-/viðtæki.

Sjá nánar ljósmyndir og frásögn á heimasíðu Benedikts:

http://www.tf3cy.is/

Stjórn Í.R.A. óskar Benedikt ásamt Guðmundi og Sveini, innilega til hamingju með þessa frábæru útkomu.

TF2JB

Comment frá TF3UA

Frábært framtak hjá feðgunum. Hins vegar sárnar mér örlítið fullyrðingin um að þetta hafi verið í Vesturbæ Reykjavíkur, enda var þetta lengst úti á Seltjarnarnesi rétt við Gróttu.

73 de TF3UA

Comment frá TF2JB

Biðst velvirðingar á þessum mistökum Sæmundur. Svona er að hafa verið búsettur úti á landi í nær tvo áratugi…Fréttin hefur annars verið leiðrétt

QTH IOTA hópsins við Ofanleiti á Heimaey í frábæru veðri miðvikudaginn 21. júlí 2010

IOTA keppnin 2010

Ársæll Óskarsson, TF3AO.

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY keppninni sem fram fór dagana 13.-14. febrúar 2010. Viðunandi þátttaka var frá TF, en alls sendu fjórar stöðvar inn keppnisdagbækur.

Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 585,808 stig. Að baki þeim árangri voru alls 679 QSO og 376 forskeyti. Aðrir þátttakendur voru jafnframt með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur QSO Forskeyti Skýringar
Öll bönd TF3AO* 585,808 679 376 Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3IG 179,250 336 239 Hámarks útgangsafl
Öll bönd (L) TF3PPN* 397,495 473 277 Mest 100W útgangsafl
14 MHz (L) TF3G* 50,619 163 141 Mest 100W útgangsafl

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

TF2JB

Sigurður Jakobsson, TF3CW, starfrækti kallmerkið TF3HQ frá félagsstöðinni í IARU HF World Championship keppninni sem lauk á hádegi í dag (sunnudag). Skilyrðin á efri böndunum voru þokkaleg, en skilyrðin leyfðu þó nánast einvörðungu sambönd á 20 metrunum. Siggi hafði alls 935 QSO á CW miðað við 8,5 klst. þátttökutíma. Það er í raun góður árangur miðað við aðstæður, en ekki náðist að nota Harris RF-magnara félagsins að neinu gagni (max. 300W) vegna þess að ef útgangsafl var aukið, komst RF inn á tölvukerfið og eyddi út dagbókarfærslum í “Win-Test” forritinu sem er, eins og gefur að skilja, afar bagalegt (þ.e. bæði að missa út dagbókarfærslur og þurfa að endurræsa forritið). Sigurður var að öðru leyti mjög ánægður með aðstöðuna í fjarskiptaherberginu, þ.m.t. með virkan SteppIR 3E Yagi loftnets félagsins.

Forgangsatriði er að gera stöðina starfhæfa á QRO og mun Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóri ganga í málið strax í vikunni.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði fyrir þátttökuna í keppninni.

 TF2JB

Júlíhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið út og félagsmenn geta sótt það á vef ÍRA. Að þessu sinni var forútgáfu sleppt og hér er því endanleg útgáfa blaðsins. Skilafrestur í næsta blað, októberheftið, er sunnudaginn 19. september.

TF2KX

Hustler G6-144B loftnetið.

Sett hefur verið upp nýtt loftnet við endurvarpsstöðina TF3RPC sem staðsett er við Austurbrún í Reykjavík. Loftnetið er af gerðinni Hustler G6-144B frá New-tronics. Um er að ræða 3 metra háa stöng með 4 kvartbylgju radíölum. Ávinnungur er 6 dB yfir tvípól. Sjá má nánari tæknilegar upplýsingar á heimasíðunni: http://www.dxengineering.com/Products.asp?ID=73&SecID=14&DeptID=8Loftnetið var keypt hjá DX Engineering í Ohio í Bandaríkjunum og kostaði 35.100 krónur komið til landsins (með öllum gjöldum).

Takmarkaðar prófanir í dag (10. júlí) leiða í ljós, að mjög gott samband er a.m.k. í Borgarfjörð (TF2JB, Hvanneyri) og á Suðurland (TF1GW, Hrunamannahreppi í Árnessýslu). Gaman væri að sem flestir prófuðu útbreiðsluna eftir loftnetsskiptin. Vinnutíðni endurvarpans er 145.775 MHz.

Stjórn Í.R.A. færir Sigurði Harðarsyni, TF3WS, þakkir fyrir frábæra aðstoð.

TF2JB

Yngvi Harðarson, TF3Y stillir Harris RF magnarann í félagsaðstöðunni í gærkvöldi.

Sigurður Jakobsson, TF3CW íhugull á svip við Yaesu FT-1000MP stöðina.

Allt gekk á afturfótunum um tíma í fjarskiptaherbergi félagsins í gærkvöldi (fimmtudagskvöldið 8. júlí) þegar menn mættu til að yfirfara fjarskiptabúnað félagsins fyrir þátttöku í IARU HF World Championship keppninni um helgina. Myndirnar hér að ofan voru einmitt teknar áður en málin voru leyst og menn voru frekar þungbúnir á svip… En með sameiginlegu átaki þeirra Sigurðar Jakobssonar TF3CW, Yngva Harðarsonar TF3Y og Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN stöðvarstjóra, voru málin farsællega leyst og er stöðin nú QRV fyrir keppnina.

Sigurður Jakobsson, TF3CW, mun starfrækja TF3HQ á morse í keppninni. Vart þarf að kynna Sigurð fyrir félagsmönnum, en hann er okkar reynslumesti keppnismaður (jafnt á CW sem PHONE). Hann hefur náð frábærum árangri og er margfaldur verðlaunahafi í alþjóðlegum keppnum í gegnum árin (t.d. í ARRL, CQWW, WPX og SAC keppnunum). Þá hefur hann verið hluti af keppnishópi Pekka Kolehmainen, OH1RY, (frá AO8A), auk þess að hafa tekið þátt í DX leiðöngrum til Kyrrahafsins.

Hugmyndin var upphaflega að stefna að fjöldaþátttöku félagsmanna í keppninni frá TF3HQ í félagsaðstöðunni og var tilkynning þess efnis kynnt á heimasíðu og póstlista félagsins með góðum fyrirvara í síðasta mánuði, en ekki náðist næg þátttaka. Hugmyndin er, að bjóða á ný til fjöldaþátttöku í keppnum frá félagsstöðinni í haust og í vetur sem e.t.v. er heppilegri tímasetning.

IARU HF World Championship keppnin fer fram 10. til 11. júlí. Þetta er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. júlí og lýkur kl. 12 á hádegi sunnudaginn 11. júlí. Flest landsfélög radíóamatöra í heiminum starfrækja klúbbstöðvar sínar með kallmerkjum sem hafa viðskeytið “HQ”. Í.R.A. fékk fyrir nokkru sérstaka heimild PFS til notkunar á kallmerkinu TF3HQ í keppninni.

TF2JB