Myndir úr félagsstarfi Í.R.A. 2009-2010. Ljósmyndir: TF3LMN og TF2JB.

Fyrsta opnunarkvöld ársins í félagsaðstöðunni í Skeljanesi verður fimmtudagskvöldið 6. janúar n.k. kl. 20-22. Heitt verður á könnunni.

 TF2JB

Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.

Vetraráætlun félagsins fyrir tímabilið febrúar-apríl 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Áætlunin verður nánar til kynningar í nýju tölublaði CQ TF (1. tbl. 2011). Samkvæmt áætluninni eru alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiðs og “Win-Test” námskeiðs. Þá hefjast sunnudagsopnanir í félagsaðstöðunni á ný þann 12. febrúar n.k. Alls er um að ræða um 20 viðburði, en flóamarkaður að vori verður auglýstur sérstaklega þegar það að kemur í byrjun maí n.k. Það er skoðun undirritaðs, að afar vel hafi til tekist með skipulagningu verkefnisins, sem var í höndum Erlings Guðnasonar, TF3EE, varaformanns.

F E B R Ú A R
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
3. febrúar fimmtudagur Heimildarmynd DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:00
8. febrúar þriðjudagur Smíðakvöld (fyrra) Smíðakvöld C (verður kynnt síðar) Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS 20:00-22:30 Skráning: ritari@ira.is
10. febrúar fimmtudagur Erindi Keppnir og keppnisþátttaka Sigurður Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
13. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Quad loftnet Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI 10:30-12:00 1. sunnudagsopnun
15. febrúar þriðjudagur Smíðakvöld (síðara) Verkefni C, framhald frá 8. febrúar Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS 20:00-22:30 Kaffi á könnunni
17. febrúar fimmtudagur Erindi APRS verkefnið í höfn Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
20. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Að læra mors Guðmundur Sveinsson, TF3SG 10:30-12:00 2. sunnudagsopnun
24. febrúar fimmtudagur Erindi Efni erindis er til nánari ákvörðunar Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21.15
27. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Fæðilínur Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA 10:30-12:00 3. sunnudagsopnun
M A R S
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
3. mars fimmtudagur Erindi Viðurkenningaskjöl radíóamatöra Jónas Bjarnason, TF2JB og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
6. mars sunnudagur Opið hús Umræmuþema: RTTY Ársæll Óskarsson, TF3AO 10:30-12:00 4. sunnudagsopnun
10. mars fimmtudagur Erindi Loftnet sem allir geta smíðað Andrés Þórarinsson, TF3AM 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
13. mars sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Reglugerðarmál Jónas Bjarnason, TF2JB 10:30-12:00 5. sunnudagsopnun
17. mars fimmtudagur Erindi Efni erindis er til nánari ákvöðrunar Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
24. mars fimmtudagur Erindi Reynslan af rekstri “EchoLink” á Íslandi Þór Þórisson, TF3GW 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
31. mars fimmtudagur Erindi Loftnet og útgeislun á lægri böndum Henrý Arnar Hálfdánarson, TF3HRY 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
A P R Í L
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
5. apríl þriðjudagur “WinTest” fyrri dagur “WinTest” keppnisforritið Yngvi Harðarson, TF3Y 18:30-21:00 Skráning: ritari@ira.is
7. apríl fimmtudagur Erindi QRV á amatörböndum erlendis? Jónas Bjarnason, TF2JB 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
12. apríl þriðjudagur “WinTest” síðari dagur “WintestTest” keppnisforritið Yngvi Harðarson, TF3Y 18:30-21:00 Kaffi á könnunni
14. apríl fimmtudagur Heimildarmynd DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:30-21:30 Kaffihlé kl. 21:00
28. apríl fimmtudagur Erindi SDR sendi-/móttökutæki Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

73 de TF2JB.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.

Stjórn Í.R.A. sendi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar í dag, 30. desember, með ósk um framlengingu á núgildandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra, en núgildandi heimild frá 25. janúar s.l. rennur út 31. desember. Í annan stað, fer félagið þess á leit við stofnunina, að íslenskir leyfishafar fái heimild til að nota fullt afl, 1000W, í tíðnisviðinu í alþjóðlegum keppnum á árinu 2011.

Í gögnum sem fylgja erindinu, kemur m.a. fram að Post- og teletilsynet heimilar norskum leyfishöfum aðgang að öllu tíðnisviðinu á 160 metrum á fullu afli (1000W) í alþjóðlegum keppnum. Ennfremur kemur fram, að a.m.k. Belgía, Hvíta Rússland, Slóvakía, Tékkland og Spánn veita sínum leyfishöfum verulega aukið afl (allt að 3kW) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum.

Stjórn Í.R.A. gerir sér væntingar um jákvæð viðbrögð stofnunarinnar.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.

Líkt og fram kom á þessum vettvangi 13. desember s.l., hefur Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) ákveðið að framlengja núverandi tímabundnar heimildir íslenskra leyfishafa í 500 kHz og 70 MHz tíðnisviðunum til tveggja ára, þ.e. út árið 2012. Heimildin á 5 MHz bandinu er jafnframt framlengd um tvö ár, en í stað 8 fastra tíðna áður, hafa íslenskir leyfishafar nú fengið nýja 150 kHz heimild á 5260-5410 kHz.

Athygli er vakin á því, að þeir leyfishafar sem áhuga hafa á að gera tilraunir í einhverju eða á öllum þessara tíðnisviða, þurfa sérstaklega að sækja um það til stofnunarinnar. Eldri heimildir gilda einvörðungu til 31. desember n.k. Nægjanlegt er að senda tölvupóst til stofnunarinnar, á hrh hjá pfs.is.

Þrjátíu árum eftir góða útkomu í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980 frá TF3IRA hittust fjórmenningarnir á ný í fjarskiptaherbergi Í.R.A.: Yngvi Harðarson, TF3Y, Jónas Bjarnason, TF2JB, Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3MLN.

Fjórir félagsmenn, sem mönnuðu TF3IRA í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980, færðu félaginu að gjöf, innrammaða ljósmynd af hópnum sem tekin var af TF3AC (sk) eftir keppnina í þáverandi fjarskiptaherbergi félagsins við Dugguvog í Reykjavík. Í grein um niðurstöður keppninnar, sem birtist í CQ tímaritinu árið 1981, birtist ljósmynd af fjórmenningunum á forsíðu. Ljósmyndin af hópnum hefur nú verið stækkuð og römmuð inn ásamt ljósriti af greininni í CQ tímaritinu og upplýsingum um heildarárangur TF3IRA í keppninni árið 1980, sem var: 2.778.117 punktar, þ.e. 3.642 QSO, 92 svæði og 301 DXCC eining.

Í tilefni þessa, hittust þeir TF3CW, TF3DC, TF2JB og TF3Y ásamt Jóni Svavarssyni, TF3LMN, ljósmyndara, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. þann 16. desember og var tekin ljósmynd í tilefni þess að í október s.l. voru liðin 30 ár frá viðburðinum og að metið hefur staðið óhaggað (innan TF) í öll þessi ár. Gjöfinni var formlega veitt viðtaka á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 17. desember og verður henni fundinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.

Salurinn var þétt skipaður enda umfjöllunarefnið áhugavert. Ljósmynd: TF3LMN.

“Við eigum náttúrlega að fylgja stöðlum í stærð og þykkt QSL korta” sagði Bjarni, TF3GB. Ljósmynd: TF3LMN.

Bjarni sýndi og ræddi mismunandi gerðir QSL korta; TF3HQ er eitt af kallmerkjum félagsins. Ljósmynd: TF3LMN.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, flutti síðasta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins á þessu ári, fimmtudagskvöldið 16. desember. Erindið nefndist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni kynnti m.a. áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta, en tiltölulega auðvelt er nú orðið að framleiða eigin kort eftir að sérhönnuð forrit komu til sögunnar (sem m.a. eru fáanleg á netinu). Hann fjallaði einnig um hefðir og skynsemi í QSL málum og hagkvæmni þess að nota QSL Bureau. Alls hlýddu 25 félagsmenn á erindið. Bjarni mun fylgja erindinu eftir með sérstakri grein um QSL kort sem verður til birtingar í CQ TF.

Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, 19. desember, fellur niður.

Opið verður fimmtudagskvöldið 30. desember n.k. frá kl. 20:00 eins og venjulega.

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur ákveðið að hætta í stjórn Í.R.A. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, hefur tekið sæti hans í stjórn sem meðstjórnandi. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi í félaginu í gær, 17. desember. Sveinn Bragi hefur jafnframt, frá sama tíma, látið af störfum hvað varðar önnur verkefni sem hann hafði umsjón með. Í þakkarávarpi á fundinum í gær, komst formaður m.a. þannig að orði að Sveinn Bragi hafi unnið vel fyrir félagið og það væri ósk hans og stjórnar að Sveinn Bragi kæmi á ný til liðs við félagið þegar hann sæi sér það fært. Sveinn Bragi var kosinn í stjórn á aðalfundi 2009 til tveggja ára.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, nýr meðstjórnandi, er handhafi leyfisbréfs nr. 100 frá 1977 og gekk í Í.R.A. sama ár. Hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina, m.a. gengt embætti formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og nú síðast sem varamaður í stjórn. Hann starfaði jafnframt um árabil sem félagslega kjörinn endurskoðandi, ritstjóri CQ TF og VHF Manager. Stjórn félagsins býður Kjartan velkominn til starfa.

TF2JB