Í septemberhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni sem fram fór dagana 24.-25. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar átta stöðvar deilast á 5 keppnisflokka:
Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl: 3 stöðvar.
Einmenningsflokkur, öll bönd – aðstoð, hámarks útgangsafl: 2 stöðvar.
Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Einmenningsflokkur, 1.8 mHz, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Bjarni Sverrisson, TF3GB, náði bestum árangri af einmenningsstöðvum á öllum böndum í L-flokki, eða 422,598 stigum – 1,061 QSO.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði mjög góðum árangri sem einmenningsstöð á 7 MHz, eða 287,880 stigum – 1,691 QSO.
Þeir TF3KX, TF3OO, TF3Y og TF4M, náðu frábærum árangri frá TF4X sem fleirmenningsstöð, eða 3,233,670 stigum – 4,410 QSO.
Keppnisflokkur |
Kallmerki |
Árangur |
QSO |
CQ svæði |
DXCC einingar |
Skýringar |
Öll bönd (SOP-L) |
TF3GB* |
422,598 |
1,061 |
47 |
162 |
Mest 100W útgangsafl |
Öll bönd (SOP-L) |
TF8SM |
125,490 |
444 |
40 |
138 |
Mest 100W útgangsafl |
Öll bönd (SOP-L) |
TF8GX |
85,462 |
283 |
43 |
130 |
Mest 100W útgangsafl |
Öll bönd (SOP-H-a) |
TF3IGN* |
20,758 |
219 |
18 |
79 |
Hámarks útgangsafl, aðstoð |
Öll bönd (SOP-H-a) |
TF3AO |
504 |
20 |
9 |
5 |
Hámarks útgangsafl, aðstoð |
Öll bönd (MOP-H) |
TF4X* |
3,233,670 |
4,410 |
106 |
345 |
Hámarks útgangsafl, einn sendir, fleirmenningsþátttaka (TF4M, TF3Y, TF3OO, TF3KX) |
7 MHz (SOP-H) |
TF3CW* |
287,880 |
1,619 |
27 |
93 |
Hámarks útgangsafl |
1.8 MHz (SOP-H) |
TF3DC* |
3,655 |
81 |
8 |
352 |
Hámarks útgangsafl |
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.
TF2JB