Í ágústhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni sem fram fór dagana 30.-31. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur.
Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki (á öllum böndum) og í heild, eða 311,131 stig. Að baki þeim árangri voru 1,175 QSO, 40 svæði (e. zones) og 201 DXCC einingar (e. entities). Aðrir þátttakendur voru með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, einkum Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, sem keppti á 14 MHz og var með 182,406 stig. Að baki þeim árangri voru 813 QSO, 29 svæði og 72 DXCC einingar, sbr. meðfylgjandi töflu.
Keppnisflokkur | Kallmerki | Árangur | QSO | CQ svæði | DXCC einingar | Skýringar |
Öll bönd | TF3AM* | 311,131 | 1,175 | 40 | 201 | Hámarks útgangsafl |
Öll bönd | TF3CW | 27,840 | 334 | 14 | 66 | Hámarks útgangsafl |
Öll bönd (A) | TF3DC | 11,259 | 98 | 19 | 62 | Hámarks útgangsafl, aðstoð |
Öll bönd (L) | TF8GX* | 85,084 | 316 | 43 | 135 | Mest 100W útgangsafl |
14 MHz | TF3ZA* | 182,406 | 813 | 29 | 72 | Hámarks útgangsafl |
14 MHz (L) | TF3G | 3,471 | 66 | 7 | 32 | Mest 100W útgangsafl |
21 MHz | TF3AO* | 15,235 | 248 | 14 | 41 | Hámarks útgangsafl, aðstoð |
1.8 MHz | TF3SG* | 4,800 | 97 | 8 | 40 | Hámarks útgangsafl |
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.
Til skýringar: Í keppnisflokknum “Öll bönd” er lokaniðurstaðan summa þess árangurs sem náðst hefur á öllum böndum. Það er ástæða þess að TF8GX er t.d. skráður með alls 43 CQ svæði. Það sama á við um aðrar upplýsingar, þ.e. fjölda QSO’a og fjölda DXCC eininga. M.a. af þessari ástæðu er ekki raunhæft að bera saman niðurstöður á milli einstakra keppnisflokka.
TF2JB