síðasta blaði CQ TF var auglýst eftir áhugasömum félagsmönnum til þess að endurskoða og fara yfir reglur TF útileikana.

Upprunalega var frestur til 14. nóvember s.l.  Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest til áramóta.

Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í þessum starfshóp, er bent á að hafa samband við formann (TF2JB) eða varaformann (TF3SG)

73

Guðmundur, TF3Sg

Þorvaldur TF4M hefur náð sambandi við öll ríki Bandaríkjanna á 160m á þremur dögum.

Flest samböndin eru þegar staðfest á LoTW en síðast þegar fréttist var hann með 48 ríki þegar staðfest. Kláraðist þetta um síðustu helgi. Þorvaldur er með smá umfjöllun um þetta á heimasíðu sinni, hér: http://tf4m.com/archives/1414

Þetta er fáheyrður árangur og hefur þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Sjá t.d. heimasíðu sænska félagsins hér: http://www.ssa.se/

Reglurnar fyrir WAS viðurkenninguna er að finna hér http://www.arrl.org/awards/was/

73, Yngvi TF3Y

Á sunnudagsopnun í Skeljanesinu í gær þar sem saman voru komnir nokkrir harðjaxlar úr hópi íslenskra radíóamatöra spunnust skemmtilegar umræður um 160 metra bandið. TF3SG stóð fyrir opnuninni í gær og bauð, í tilefni af afmæli eins félaga okkar, TF3IGN, uppá meiri kræsingar en á venjulegri sunnudagsopnun. Mikið fjör hefur verið á 160 metra bandinu undanfarið og snérist umræðan um hvort 160 metra bandið væri virkilegra mikið betra í sólarlágmarki samanborið við skilyrðin í sólarhámarki. Sitt sýndist hverjum um þetta mál eins og gengur og gerist. Ákveðið var að hvetja sem flesta félaga okkar til að segja frá sinni reynslu og gera þannig tilraun til að safna saman sem mestum upplýsingum um áhrif sólarinnar á skilyrðin hér á okkar norðlægu slóðum í grennd við Norðurljósabeltið.
73 de TF3JA

Comment frá TF3SG – Guðmundur Sveinsson

Það vantar að fá Þorvald, TF4M til að koma og halda fyrirlestur og segja frá reynslu sinni af 160m bandinu, hann er án efa sá sem hefur mesta reynslu og þekkingu á því bandi.

Minnt er á skilafrest í janúarhefti félagsblaðs Í.R.A., CQ TF, í lok sunnudagsins 20. desember.

Lesendur eru hvattir til að senda ritstjóra efni um afrek í loftinu, tækjabúnað, loftnet, skemmtilegar myndir, eða annað sem við radíóamatörar kunnum að meta.  Texti þarf ekki að vera fullbúinn og ritstjóri aðstoðar við að pússa hann til eða skrifa efnið eftir stikkorðum, ef svo ber undir.  Efni má senda ritstjóra:

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgata 42, 220 Hafnarfjörður
Netfang:  tf3kx@simnet.is
GSM:  825-8130

Síðasta sunnudagsopnun fyrir hátíðir verður á morgun, sunnudaginn 13. desember 2009.
Félagsaðstaðan verður opnuð kl. 10:00. Guðmundur, TF3SG, kemur með nýbökuð vínarbrauð og Sveinn Bragi, TF3SNN,
hellir upp á jólakaffið. Óformlegt umræðuefni: Aukin sólblettatíðni – bætt skilyrði.

TF3GS tengir nýja loftnetið við TF3RPA. Ljósmynd: TF3JA.

Guðmundur (TF3GS) og Jón Þóroddur (TF3JA) gerðu góða ferð upp á Skálafell 6. desember. Markmið ferðarinnar var að skipta um loftnet á endurvarpanum TF3RPA. Verkefnið tókst með ágætum enda vanir menn á ferð og er endurvarpinn nú QRV á ný (TX 145.000 MHz; RX 145.600).

Þorvaldur, TF4M, hefur fengið útgefna DXCC viðurkenningu á 160 metra bandinu samkvæmt upplýsingum frá ARRL í dag. Þetta er að öllum líkindum fyrsta DXCC viðurkenningin til íslenskrar stöðvar á 160 metrunum. Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

Frá vinstri: TF3AO, TF3SA, TF3PPN (með afabarnið), TF3IGN og TF3GS.

Fyrsta sunnudagsopnun vetrarins var í morgun (6. desember). TF3JA byrjaði með útsendingu á Morseæfingum frá TF3IRA kl. 09:30. Um kl. 10 dró TF3SNN fram VHF/UHF loftnetin og var unnið að undirbúningi þeirra fyrir uppsetningu. TF1JI, TF3AO, TF3G og TF2JB aðstoðuðu. Guðmundur, TF3SG, kom með nýja ferðanetið sitt og sýndi okkur (sjá mynd). Það er 16 m há loftnetsstöng fest á kerru sem daga má hvert á land sem er. Eftir hádegið fóru þeir TF3GS og TF3JA síðan upp á Skálafell og skiptu um loftnet á TF3RPA sem þar með er QRV á ný. Vel heppnuð sunnudagsopnum og gott skipulag. Takk TF3SG!

TF3G, TF3SG og TF3JA skoða 16 metra hátt ferðaloftnetið (fyrir utan félagsaðstöðu Í.R.A.).

TF3SNN vinnur við frágang 2 metra Yagi loftnetsins (sem hefur 10 dB ávinning).

TF3AO vinnur við frágang 70 cm Yagi loftnetsins (sem hefur 15 dB ávinning).

Nú í vetur verður samkvæmt vetrardagskrá opið í ÍRA á sunnudagsmorgnum og er gert ráð fyrir að byrja núna á sunnudag 6. desember kl. 10.00 með loftnetspælingum.

73

Guðmundur, TF3SG

Hópurinn sem tók þátt í CQWW CW-keppnini um helgina frá stöð Þorvaldar, TF4X, í Otradal náði glæsilegum árangri eða 3,354,380 punkta heildarárangri. Brúttó QSO-fjöldi var 4525 (nettó 4438), 108 svæði (zones) og 349 DXCC einingar (entities). Þar með er 29 ára gamalt Íslandsmet sem sett var frá TF3IRA í nóvember 1980 slegið – og með yfirburðum en árangurinn þá var 3004 QSO; 2,169,760 punkta heildarárangur; 85 svæði og 231 DXCC einingar.

Hópurinn samanstóð af TF3KX, TF3OO, TF3Y og TF4M. Þess má geta til fróðleiks, að bæði TF3KX og TF3YH voru í keppnishópnum sem settið metið frá TF3IRA árið 1980.

Til hamingju strákar!

Sjá nánar frásögn á heimasíðu Þorvaldar, TF4M: http://tf4m.com/archives/1343

TF2JB