Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí.

Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin.

Georg Kulp, TF3GZ hafði útbúið nýtt „skott“ sem var tengt yfir í „hardline“ kapalinn. Stögin sem ganga út á bómuna voru einnig endurnýjuð og annaðist Sigurður R. Jakobsson, TF3CW innkaup á nauðsynlegu efni. Allt kom frábærlega vel út; standbylgja: 1,14.

Þá var sett upp nýtt 40 metra langt endafætt tveggja banda loftnet frá HyEnd Antenna fyrir 80 og 40 metra böndin. Það var strengt frá sama röri og 160 metra endafædda loftnetið er fest við – yfir í nýja turninn sem settur var upp í byrjun mánaðarins. Allt kom vel út; standbylgja 1,69 á 80 metrum og 1,05 á 40 metrum.

Þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW, Georgs Kulp TF3GZ og Jónasar Bjarnasonar TF3JB fyrir frábært vinnuframlag. Armar-vinnulyftur ehf., fá ennfremur sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.

Stjórn ÍRA.

Siggi TF3CW tekur á móti bílnum rá Örmum með Genie S65-XC skotbómukrananum.
Georg TF3GZ kominn upp í 18 metra hæð.
TF3GZ undirbýr verkefnið.
Byrjað var á að endurnýja “skottið”.
Nýtt “skott” tengt og frágengið. Mynd: TF3GZ.
Mynd af öðru bómustaginu. Allt saman vandað og ryðfrítt efni. Mynd: TF3GZ.
Tengikassar fyrir 160m og 40/80m loftnetin. Mynd: TF3GZ.
Á meðan TF3GZ vann utandyra þurfti ýmislegt að gera innandyra. TF3CW setur tengi á kóaxkapal. Með Sigga á myndinni er Reynir Björnsson TF3JL sem kom í heimsókn. Ljósmyndir: TF3GZ og TF3JB.

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember og próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík – samtímis í staðnámi og fjarnámi. Í boði er að mæta í kennslustofu þegar það hentar og taka þátt yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 15. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Alls koma 10 leiðbeinendur að kennslu á námskeiðinu. Þeir eru: Kristinn Andersen TF3KX, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Haukur Konráðsson TF3HK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Óskar Sverrisson TF3DC.

RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 29. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar á eyjum sem hafa IOTA númer gefa margfaldara.

Þátttakendur hér á landi gefa upp RS(T) + raðnúmer + IOTA númer. IOTA númerið fyrir Ísland er E-021 (fastalandið) – en EU-71 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við landið.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2023/riota.shtml

Höfundur korts: VK5PAS.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 27. júlí frá kl. 20 til kl. 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofu á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Alexander Björn Kerff Nielsen OZ2ALX, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. júlí. Sérstakur gestur okkar var Alexander Björn Kerff Nielsen, OZ2ALX sem er staddur hér á landi í námsferð, en hann er nemandi í  „Civilingeniør, Fysik og Teknologi“ deild Syddansk Universitet (SDU).

Mikið var rætt um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og fæðilínur. Margir eru einmitt að vinna í loftnetum þessa dagana. Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl, en Alexander vinnur m.a. að smíði gervihnattar með öðrum verkfræðinemum í Danmörku. Fram kom, að sumir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir útileikana, en TF útileikarnir verða haldnir 5.-7. ágúst n.k.

Alls mættu 12 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Benedikt Sveinsson TF1T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Mathías Hagvaag TF3MH.
Björgvin Víglundsson TF3BOI, Eiður Kristinsson TF1EM og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Alexander Björn Kerff Nielsen OZ2ALX og Njáll H. Hilmarsson TF3NH í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Þakkir til Andrésar Þórarinssonar TF1AM fyrir ljósmyndir.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Ljósmynd úr fundarsal ÍRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF og er markmiðið að stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.

Annar hluti hluti keppninnar í ár (2023) fer fram 22. júlí kl. 10:00-23:59.

Keppnin fer fram á tali og morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.

YOTA verkefnið „Youngsters On The Air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN er aðstoðarverkefnisstjóri.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

YOTA Contest – Youngsters On The Air (ham-yota.com)

Elín Sigurðardóttir TF2EQ hefur verið QRV í flestum YOTA viðburðum. Myndin var tekin þegar hún var QRV um QO-100 gervitunglið frá TF3IRA í Skeljanesi.

Haustnámskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember n.k.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík og samtímis í boði í staðnámi og fjarnámi. Hægt verður að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar. Miðað er við próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 11. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Sjá meðfylgjandi vefslóðir um skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir um námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).

Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins:ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Loftmynd af Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: HR.
Mynd úr kennslustofu HR á námskeiði ÍRA til amatörprófs í fyrra. Þá voru alls 19 skráðir; þar af voru 10 tengdir yfir netið í fjarnámi.
Gísli Guðnason, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Andrés Þórarinsson TF1AM og Heimir Konráðsson TF1EIN.

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. júlí. Sérstakir gestir okkar voru þeir Stefán Sæmundsson, TF3SE og Ásgeir H. Sigurðsson, TF3TV. Stefán er búsettur á Spáni og Ásgeir að nokkru leyti – en þeir eru í heimsókn á landinu um þessar mundir. Ennfremur var  John W. Woo, WA6CR frá Novato í Kaliforníu gestur okkar. Hann dvelur á landinu sumarlangt og heimsótti félagið áður 29. júní s.l.

Mikið var rætt um VHF/UHF leikana sem fóru fram 30. júní til 2. júlí s.l., en niðurstöður voru birtar á netinu fyrr um daginn. Það var Andrés Þórarinsson, TF1AM sem sigraði þá með yfirburðum en þeir Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY voru í 2. og 3. sæti. Ennfremur var mikið rætt um loftnet (stangarnet, Yagi og HexBeam) og fæðilínur enda er sumartíminn loftnetatími. Loks var rætt um IARU HF World Championship keppnina sem fór fram um nýliðna helgi en a.m.k. sex TF kallmerki hafa sent inn keppnisupplýsingar en frestur til að skila gögnum er til 16. júlí.

Alls mættu 30 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld miðsumarsblæstri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM og Heimir Konráðsson TF1EIN.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Stefán Sæmundsson TF3SE.
Stefán Sæmundsson TF3SE og Ásgeir H. Sigurðsson TF3TV í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Gísli Guðnason, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Stefán Sæmundsson TF3SE, Mathías Hagvaag TF3MH, Ásgeir H. Sigurðsson TF3TV og Kristján Benediktsson TF3KB.
Andrés Þórarinsson TF1AM, Haukur Konráðsson TF3HK, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Kristján Benediktsson TF3KB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Einar Þór Ívarsson TF3PON, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Haukur Konráðsson TF3HK, John W. Woo, WA6CR og Njáll H. Hilmarsson TF3NH.
Georg Kulp TF3GZ og Haukur Konráðsson TF3HK.
John W. Woo, WA6CR virkjaði félagsstöðina TF3IRA og sagði að skilyrðin væru ágæt á 14 MHz. Ljósmyndir: TF3JB.

Kæru félagar!

Lokatölur VHF-UHF leika 2023.

TF1AM (Andrés) fór á kostum og sigrar með yfirburðum. Vel gert Andrés 👏👏 Þetta var verðskuldaður sigur. Andrés var víðförull og var þvílíkt á ferðinni þótt það hálfa hefði verið nóg!! Ók yfir 1000km fyrir leikinn held ég að hann hafi sagt. Já hann tók þetta alla leið!! Virkjaði fimm 4ra stafa reiti ( HP75, HP84, HP85, HP93 og HP94 ) og landaði 185.380 stigum.

TF2MSN ( Óðinn ) sigrar örugglega í flokki fjölda sambanda. Hann var alltaf að, notaði öll bönd og virtist hlusta alls staðar samtímis. Það var sama hvenær var kallað og á hvaða tíðni. Alltaf svarar Óðinn. Vel gert Óðinn, alvöru virkni 👏👏. Óðinn landaði 215 samböndum í leiknum. Verðskuldað! QSO kóngur 2023!!

Ánægjulegt að sjá þá TF4WD og TF3PKN taka þátt með EchoLink sambandi um endurvarpann í Bláfjöllum. Sjáum kannski meira svona í næstu páskaleikum. Þá hafa stöðvar utan VHF/UHF svæðis möguleika á EchoLink og 80m. Þetta gerir þetta bara skemmtilegra.

Stórkostleg skemmtun allan tímann. Góð virkni, 22 stöðvar spiluðu til stiga í VHF-UHF leikum í þetta skiptið og mikil „traffík“ allan tímann.

Takk fyrir þátttökuna félagar! Flottir radíóamatörar!

73 de TF8KY

.