Skilafrestur efnis í aprílhefti CQ TF er nk. sunnudag, 28. marz.  Lesendur blaðsins eru hvattir til að senda greinar, myndir eða ábendingar um áhugavert efni til ritstjóra.

73 – Kristinn Andersen, TF3KX – ritstjóri CQ TF
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður

E-mail: tf3kx@simnet.is.  GSM: 825-8130.

Í samráði við Axel Sölvason, TF3AX hefur verið ákveðið að framlengja og halda áfram með morsnámskeið.  Áherslan verður á að hlusta og skrifa niður stafina og hefst fyrsta kenslu-stundin næstkomandi fimmtudag 25. mars, klukkan 19.00.  Námskeiðið er öllum opið og verður sniðið að þeim sem mæta, fullt tillit verður tekið til byrjenda og þeim veitt kennsla og leiðsögn.  Þeir byrjendur sem þess óska geta fengið lánaða æfingalykla.  Gert er ráð fyrir að kennsla fari fram sunnudagsmorgna.

73

Guðmundur, TF3SG

Í.R.A. mun taka þátt í CQ WPX SSB um næstu helgi frá Í.R.A.  Kallmerki Í.R.A. verður TF3W.  Keppnin hefst klukkan 00.00 þann 27. mars.  Allir félagar eru hvattir til þess að koma og taka þátt í keppninni eða bara fylgjast með.  Stefnt er að því að byrja á 80m og færa sig niður á 20m þegar þeir opnast.  Það verður sannarlega fjör að taka þátt af fullu krafti  með Steppir og kvartbylgju vertikal á 80m.  Vinsamlegast sendið Benedikt, TF3CY eða mér póst um fyrirhugaða þátttöku.

73

Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF3CY

Ég vill hvetja alla sem mögulega geta tekið þátt, þó ekki nema í klukkutíma að melda sig. Það geta allir tekið þátt og þetta er frábært tækifæri að prófa þáttöku í svona keppni.

Myndin er frá vinnu við SteppIR loftnet félagsins 1. nóvember s.l. Ljósm. TF2JB.

Laugardaginn 20. mars 2010 kl. 10 árdegis var mættur hópur félagsmanna í félagsaðstöðuna við Skeljanes. Verkefni dagsins var að koma upp á ný SteppIR Yagi loftneti félagsins eftir viðgerð, en eins og menn muna brotnuðu festingar loftnetsins og það féll til jarðar þann 20. janúar s.l. Þessir voru mættir: Ársæll TF3AO, Bjarni TF3BG, Óskar TF3DC, Benedikt TF3CY, Erling TF3EE, Halldór TF3GC, Guðlaugur TF8GX, Haraldur TF3HP, Guðmundur Ingi TF3IG, Jón Þóroddur TF3JA, Jónas TF2JB, Jón Gunnar TF3PPN, Guðmundur TF3SG og Sveinn Bragi TF3SNN. Vinnan við samsetningu loftnetsins og uppsetningu gekk að óskum (en alltaf eru náttúrlega einhver smáatriði sem tefja…). Það flýtti þó verulega fyrir að Gulli, TF8GX, fékk lánaðan lyftubíl. Loftnetið var komið upp, tengt og tilbúið til notkunar klukkan 12:50. Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn.

Frá vinstri: TF3CY, TF3SNN og TF3PPN.

Frá vinstri: TF3GC, TF3DC, TF3PPN og TF8GX auk TF3AO.

Frá vinstri: TF3DC, TF3GB, TF3GC, TF3CY, TF3PPN, TF3AO og TF3SNN.

loftnetið á leið á sinn stað upp á turninum.

TF3PPN og TF8GX veifa til marks um að allt sé í góðu gengi.

Tengingarvinnan tók nokkurn tíma.

Loftnetið klárt, verkefninu lokið og karfan á leið niður. Þá var klukkan 12:50.

TF2JB

Fyrstu SteppIR elementin til lagfæringar. Elementið lengst til vinstri er mest skaddað af þessum. Ljósmynd: TF3SNN.

Það staðfestist hér með að farið verður í uppsetningu á SteppIR Yagi-loftneti félagsins laugardaginn, 20. mars, kl. 10 árdegis. Veðurspáin virðist vera nokkuð góð – við gætum átt von á skúrum – en á móti kemur verkið verður léttara en á horfðist vegna þess að við munum fá körfubíl á staðinn.

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og hann verður klár með nýjar festingar og það sem til þarf. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að hjálpa til eru velkomnir. Heitt verður á könnunni og eins og áður hefur komið fram verða ný vínarbrauð frá Geirabakaríi í Borgarnesi á borðum.

TF2JB

Af tilefni ferðar 4×4 klúbbsins þvert yfir hálendi Íslands hef ég sett upp vefhlustun á tíðninni 3,637MHz. Viðtækið er statt í Grímsnesinu og sendir móttekna hljóðið yfir 3G nettengingu út á Internetið.

Sjá nánar á síðunni Vefradíó

73 de TF3HRafnkell

Myndin er frá vinnu við SteppIR loftnet félagsins 1. nóvember s.l. Ljósm. TF2JB.

Ákveðið hefur verið að setja aftur upp SteppIR Yagi-loftnet félagsins laugardaginn 20. mars og er miðað er við að hefjast handa kl. 10 árdegis. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og verður klár með það, nýjar festingar og það fleira sem til þarf fyrir þann tíma. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að hjálpa til eru velkomnir. Heitt verður á könnunni og boðið verður upp á ný vínarbrauð frá Geirabakaríi í Borgarnesi.

Endanleg staðfesting þess efnis, að ráðist verði í verkefnið á laugardag verður birt hér á heimasíðunni á fimmtudagskvöld, þar sem halda þarf þeim möguleika opnum að geta frestað uppsetningu fram á sunnudag ef þörf er á vegna veðurs. Markmiðið er að loftnetið verði tilbúið til notkunar í CQ World-Wide WPX SSB keppnina sem fer fram helgina 27.-28. mars n.k.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, kynnti hér á heimasíðunni í fyrradag (13. mars) þá hugmynd, að félagsstöðin verði virkjuð til þátttöku í keppninni í ár undir kallmerkinu TF3W. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að koma að undirbúningi eða þátttöku í keppninni hafi samband við TF3SG á dn@hive.is eða í GSM 896-0814.

TF2JB

CQ WW 160 SSB keppnin fór fram um síðustu helgi.  Ekki voru margar TF stöðvar meðal keppenda en TF3SG tók þátt í keppninni.  Það voru frekar döpur skilyrði en það heyrðist í mörgum sterkum stöðvum á meginlandinu næst okkur.   Alls rötuðu 41 land inn í loggin, 45 margfaldarar og 4 svæði.  Samtals 87 qso.  Það sem mér fannst einna skemmtilegast við þessa keppni voru tilraunir mínar með að senda á 10w, var með 8 sambönd á aðeins 10w.

73

Guðmundur, TF3SG

Nú er stefnt að því að halda hinn árlega flóamarkað með gamalt rafmagnsdót og öllu öðru sem viðkemur amatörradíói sunnudaginn 21. mars og hefst hann kl. 10.00. Það var mikið fjör í fyrra og margt um manninn. Mikil var leitað að þéttum, spólum, einöngrurum, tengjum og þess háttar. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta með sem mest af dóti.

73 Guðmundur, TF3SG

Halldór Guðmundsson, TF3HZ mun halda fyrirlestur sinn um digital mótun á morgun fimmtudag 11. mars kl. 20.15.  Halldór er hafsjór af fróðleik um stafrænar mótunaraðferðir og hefur frá mörgu að segja.  Fyrirlestrinum var frestað fyrir um hálfum mánuði vegna snjókomu sem spáð hafði verið.  Halldór mun m.a. fjalla um JT65a og taka við fyrirspurnum á eftir.  Mætum tímanlega.

73

Guðmundur, TF3SG