Hópur radíóamatöra fór í svokallaðan DX-leiðangur

Carlos "NP4IW" George-Nascimento, einn leiðangursmanna stundar fjarskipti við radíóamatöra úti í heimi á eyjunni Pétri I.

Carlos “NP4IW” George-Nascimento, einn leiðangursmanna stundar fjarskipti við radíóamatöra úti í heimi á eyjunni Pétri I.

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is HÓPUR radíóamatöra steig nýverið á land á eyjunni Pétri fyrsta, sem er við Suðurskautslandið. Færri hafa stigið fæti á eyjuna heldur en hafa farið út í geim.

HÓPUR radíóamatöra steig nýverið á land á eyjunni Pétri fyrsta, sem er við Suðurskautslandið. Færri hafa stigið fæti á eyjuna heldur en hafa farið út í geim. Tilgangur ferðar radíóamatöranna var að reka fjarskiptabúðir á eyjunni til að gera öðrum amatörum kleift að ná sambandi þangað. Þetta er í þriðja skiptið sem eyjan er gerð að fjarskiptastöð fyrir amatöra.

Það er metnaðarmál fyrir marga radíóamatöra að ná staðfestu sambandi við sem flesta fjarlæga og sjaldgæfa staði í heiminum, en það er kallað að “DX-a”. Því fara hópar radíóamatöra gjarnan í nokkurs konar DX-leiðangra til að gera öðrum amatörum kleift að takast á við það krefjandi verkefni að ná sambandi við hina framandi staði. Sumir af þeim stöðum sem skilgreinast sem “lönd” í heiminum eru óbyggðir og því gerist það öðru hverju að amatörar taka sig saman, ferðast til viðkomandi lands og reisa þar tjaldbúðir til að veita öðrum amatörum talstöðvarþjónustu.

Leiðangursmenn voru 22 talsins. Leiðangursmenn náðu að mynda alls 87.034 sambönd við radíóamatöra víðs vegar um heim á þeim ellefu dögum sem þeir ráku fjarskiptabúðirnar á eyjunni. Þannig þótti ljóst að mikill áhugi var meðal amatöra að ná sambandi við eyjuna. Leiðangurinn var því ekki til einskis, að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, verkfræðings og radíóamtörs, en hann svarar kallmerkinu TF3HR.

Blanda af tækni- og náttúruáhuga

Hrafnkell náði sjálfur ekki sambandi við Pétur fyrsta, en sendistöð hans lá niðri á þessum tíma. Hann hlustaði þó eftir merkjum frá fjarskiptabúðunum. “Það er margt sem spilar inn í hvort maður nær sambandi eða heyrir í fjarlægum stöðvum,” segir Hrafnkell. “Það fer m.a. eftir sólblettum, tíma dags og ástandi himinhvolfa, því radíóbylgjurnar speglast af himinhvolfum.” Hrafnkell segir marga líta á radíóamatöráhugann sem eitthvað gamalt og úrelt sem heyri sögunni til, eins og morsekerfið, en það sé alrangt.

“Þetta er í raun visst birtingarform áhuga á náttúrunni, að spá í stöðu sólar og himinhvolfa,” segir Hrafnkell og bætir við að áhugamálinu tengist líka mikill tækniáhugi, því radíóamatörar eru tæknigrúskarar upp til hópa, sífellt að spá í nýjustu tækni til fjarskipta þótt margir hafi einnig áhuga á gamalli tækni á þessu sviði. Þá eiga samtök radíóamatöra AMSAT gervihnetti sem amatörar eiga margir í tölvusamskiptum gegnum.

Erlendis skiptir starfsemi Radíóamatöra miklu máli í öryggis- og björgunaraðgerðum, að sögn Hrafnkels. “T.d. skiptu viðbrögð radíóamatöra miklu máli þegar fellibylurinn Katrín reið yfir Bandaríkin,” segir Hrafnkell. “Þá voru fyrstu fjarskiptin sem komust á eftir Tsunami bylgjuna í Asíu á vegum radíóamatöra. Radíóamatörar hafa einnig spilað hlutverk í almannavörnum hér á landi.”

Náði sambandi á morse

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og radíóamatör var meðal þeirra Íslendinga sem náðu í gegn til búðanna á Pétri fyrsta og bætti því landinu í sambandabók sína, sem telur nú rúmlega 300 lönd af þeim 335 sem hægt er að ná til í dag. Yngvi náði sambandi með morse skilaboðum. “Morsið er aðalfjörið,” segir Yngvi en bætir við að ólíklegt sé að það komi nokkurn tíma í góðar þarfir, nema mögulega í neyðartilfellum. “En þetta er eins og að kunna tónlist, svona skemmtilegur hæfileiki.”

Yngvi hefur stundað radíósamskipti frá barnsaldri með hléum, en áhuginn kviknaði þegar hann fylgdist með afa sínum sem hafði mikinn áhuga á tilraunum með rafeindatæki. Aðspurður hvað felst í því að ná sambandi við erlenda aðila segir Yngvi málið snúast um að taka niður kallmerki hver hjá öðrum og skiptast á stuttum skilaboðum. “Í dag er þetta ekki upp á marga fiska, tiltölulega stutt og stöðluð skilaboð varðandi merkisstyrk og slíkt.”

Á Íslandi eru um 200 skráðir radíóamatörar sem hafa lokið prófi og fengið leyfi til að starfrækja sendistöð og segir Hrafnkell það mikilvægt að gott eftirlit sé haft með því hverjir fái að vinna með senda sem mögulega geta truflað útvarpsbylgjur og fleira, enda séu þetta vandmeðfarin fyrirbæri. Íslenskir radíóamatörar eru með opið hús í félagsheimili sínu í þjónustumiðstöð ÍTR við Skeljanes á fimmtudögum kl. 19.

www.peterone.com

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

Kvenradíóamatörar hittast á Íslandi

Erlendu gestirnir voru spenntir yfir Íslandskomunni, enda er sérstakt að komast í talstöð hérlendis, þar sem truflanir eru litlar. Konurnar fóru í talstöð IRA (íslenskir radíóamatörar) og sendu í tilefni af þinginu út sérstakt kallmerki, sem amatörar erlendis biðu spenntir eftir. — Morgunblaðið/Þorkell

Erlendu gestirnir voru spenntir yfir Íslandskomunni, enda er sérstakt að komast í talstöð hérlendis, þar sem truflanir eru litlar.
Konurnar fóru í talstöð IRA (íslenskir radíóamatörar) og sendu í tilefni af þinginu út sérstakt kallmerki, sem amatörar erlendis biðu
spenntir eftir. — Morgunblaðið/Þorkell

 

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FYRSTA formlega þing SYLRA, sem eru norræn samtök kvenradíóamatöra, var haldið í Reykjavík í vikunni. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

FYRSTA formlega þing SYLRA, sem eru norræn samtök kvenradíóamatöra, var haldið í Reykjavík í vikunni. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Helstu áhersluatriði þingsins voru leiðir til fjölgunar kvenna meðal radíóáhugamanna, styrking samtakanna og stefnumótun, en þau voru stofnuð fyrir tveimur árum.

Samskipti um allan heim

Vala Dröfn Hauksdóttir er önnur tveggja virkra kvenamatöra á Íslandi og segir hún að þingið sé frábær kynning fyrir amatöra hérlendis. “Radíóamatörar taka próf og fá formleg leyfi frá póst- og fjarskiptastofnunum um allan heim, til að starfrækja talstöðvar. Þeir eru síðan í samskiptum við fólk úti um allan heim.” Vala segir að markmiðið með að hittast sé að þróa samtökin áfram og fá hugmyndir frá hinum konunum, enda séu svona samtök mjög virk í Þýskalandi, Japan og víðar. “Við erum að reyna að fá kvenlegt innsæi í þetta, við erum til dæmis svo fáar í þessu hérlendis.” Aðspurð af hverju svo sé, segist hún telja að konur álíti þetta vera bara fyrir karla, en það sé auðvitað ekki rétt.

Í dag er þetta fyrst og fremst áhugamál, en þó getur þessi tegund samskipta ennþá skipt sköpum, til dæmis á hamfarasvæðum. Vala segir að eftir flóðbylgjuna í Asíu annan í jólum hafi amatörar til dæmis bjargað öllum samskiptum. “Þeir gegna því ennþá glettilega miklu hlutverki í neyðaraðstoð.” Eins og sjá má á aldursskiptingu þátttakenda þingsins, stundar fjölbreyttur hópur þetta áhugamál. Vala segir að fólk geti verið með mjög mismunandi áhugasvið innan þess. Sumir hafi til dæmis gaman af því að búa til loftnet en hafi lítinn áhuga á að nota þau og aðrir vilji komast í samband við fólk sem lengst í burtu og noti þá til þess mors-tákn.

Oft er talað um spjall netverja sem nýmæli en í raun má segja að samskipti amatöranna séu forveri þess. Fólk fór að vera á spjallrásum fyrir áratugum síðan, en notaði þá talsvöðvarnar sínar. Vala segir að í dag séu tækin orðin mjög fullkomin og að nú noti amatörar tölvur og fleira í samskiptum sínum. Jafnvel sé hægt að senda myndir.

MEÐAL þeirra sem samhryggst hafa Jórdönum vegna fráfalls Husseins Jórdan- íukonungs eru radíóamatörar víðs vegar um heiminn, en konungurinn var um langt árabil virkur radíóamatör. Vitað er um fáeina íslenska radíóamatöra sem komust í samband við konunginn í krafti þessa sameiginlega áhugamáls þeirra. Einn þeirra er Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur og radíóamatör. “Þetta var óvenjulegt, ekki síst fyrir þær sakir að kallmerki konungsins var JY1 sem er ekki alveg samkvæmt alþjóðlegum reglum um þau mál. Samkvæmt þeim á að minnsta kosti einn bókstafur að koma á eftir tölustafnum í kallmerkinu. Ég hikstaði á þessu fyrst þegar ég heyrði í honum, þó svo að kallmerki konungsins væri mjög sterkt og gott. Augljóslega hafði hann bestu fáanlegu tæki en þar sem ég náði ekki kallmerkinu liðu um tvær vikur áður en ég áttaði mig á hvaða maður væri í loftinu. Við skiptumst á merkjum eins og menn gera í tilvikum sem þessum en að öðru leyti voru samskiptin frekar stutt, enda vilja menn ekki alltaf eyða miklum tíma í þau, síst af öllu í fyrsta skipti þegar verið er að tala við sjaldgæfa stöð,” segir hann.

Þegar tveir radíóamatörar ná sambandi með þessum hætti skiptast þeir á svo kölluðum QSL-kortum, sem eru ekki óáþekk póstkortum, til staðfestingar á sambandinu. Algengt er að radíóamatörar safni slíkum kortum en auk söfnunargildis þeirra fá menn punkta fyrir hvert land sem bætist við. Sveinn kveðst halda mikið upp á kortið frá konunginum. “Framan á því er gullkóróna og síðan er kallmerkið ásamt alls kyns flúri. Konungurinn hefur greinilega lagt mikið upp úr að gera það vel úr garði, í samræmi við tign sína og stöðu,” segir hann. Sveinn kveður sig ráma í sögu þess efnis að eitt sinn hafi íslenskur radíóamatör náð sambandi við konunginn án þess að átta sig á því um hvern var að ræða, fyrr en hann grennslaðist eftir því að loknu ágætu samtali. Þá hafi konungur sagt: “I´m a king around here” eða “Ég er konungur hér um slóðir”. “Síðari árin heyrðist lítið í konunginum sem kann að skrifast á reikning veikinda hans og mikilla anna,” segir Sveinn. Af öðrum mektarmönnum sem hafa áhuga á þessum fjarskiptum nefnir Sveinn annan konung, Jóhann Karl Spánarkonung, Rajiv heitinn Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, og Barry Goldwater, sem eitt sinn bauð sig fram til forseta í Bandaríkjunum.

Swatch-úraframleiðandinn hefur sammælst við rússnesku geimferðastofnunina um að nýta gervitungl til auglýsingaútsendinga utan úr geimnum. Swatch hyggst nýta gervitunglið til að auglýsa gervihnattaboðtæki sem fyrirtækið kallar Beepbox, en einnig til að kynna “Nettíma”, sem fyrirtækið vill að komi í stað tímabelta. Radíóamatörar hafa mótmælt þessu tiltæki harðlega.

Samkvæmt yfirlýsingu Swatch mun gervitunglið senda út á tíðninni 145.800 til 146.000 MHz, en að sögn amatöranna spillir það útsendingartíðni þeirra, en að auki þykir þeim það hin mesta goðgá að amatöratíðni sé nýtt fyrir auglýsingar.

Swatch-stjórar hafa gefið tunglinu nafnið Beatnik, sem hugsað er sem orðaleikur á Sputnik og einnig til að undirstrika gervihnattaboðtækin og nýja tímaeiningu Swatch, beat eða slög, sem nota á í hinum nýja Nettíma.

Gervitunglið, sem hét áður RS-19, var upphaflega ætlað fyrir tilrauna- og menningarstarfsemi og var skotið með ferju í geimstöðina MÍR 2. apríl. sl. Það er á stærð við fótbolta og getur geymt og sent tíu auglýsingar eða skilaboð, hverja um tíu sekúndur að lengd. Nýjar upplýsingar eru sendar upp í tunglið einu sinni á sólarhring. Tunglið gengur í um mánuð, en það gengur fyrir rafhlöðum. Þegar ákveðið verður að koma því á braut mun geimfari í MÍR opna lúgu á geimstöðinni og kasta því út.

Á heimasíðu Swatch er hægt að koma til fyrirtækisins skilaboðum sem verða send upp í gervitunglið til útsendinga um heim allan ef þau fela í sér auglýsingatexta tengdan fyrirtækinu. Einnig sendir gervitunglið frá sér HTML-texta sem hægt verður að sjá á heimasíðu.

FÉLAGIÐ Íslenskir radíóamatörar var stofnað 14. ágúst 1946 og var því frá upphafi ætlað það hlutverk að kynna og efla radíókunnáttu Íslendinga og stuðla þannig að tækniframförum og hvetja ungt fólk til að taka þátt í tæknivæðingu þjóðarinnar.

Radíóamatörar Fjarskipti Radíóamatörar hafa strangar siðareglur um samskipti sín á milli, segir Haraldur Þórðarson , og eru stjórnmál, trúmál og önnur slík ágreiningsefni aldrei til umræðu. FÉLAGIÐ Íslenskir radíóamatörar var stofnað 14. ágúst 1946 og var því frá upphafi ætlað það hlutverk að kynna og efla radíókunnáttu Íslendinga og stuðla þannig að tækniframförum og hvetja ungt fólk til að taka þátt í tæknivæðingu þjóðarinnar. Áður höfðu nokkrir ungir menn smíðað og notað fjarskiptatæki til þess að hafa samband við útlönd og mun fyrsta tækið hafa verið smíðað árið 1913 á Seyðisfirði af þeim Þorsteini Gíslasyni, sem síðar varð stöðvarstjóri Pósts og síma þar eystra, og Friðbirni Aðalsteinssyni, síðar skrifstofustjóra Pósts og síma. Þetta var frumstæður neistasendir og fátt um aðkeypta hluti. Fleiri fylgdu á eftir og á millistríðsárunum var nokkuð um að menn væru að senda skilaboð á milli landa og var í flestum tilfellum notað mors. Fyrsta reglugerð um starfsemi radíóamatöra var sett í aprílmánuði 1946 og eftir það tók fyrir þessar “ólöglegu” sendingar og félagsmenn fengu reglur til að starfa eftir. Í fyrstu var starfsemi radíóamatöra undir miklu eftirliti hins opinbera, enda stutt frá stríðslokum og hræðsla við njósnastarfsemi mikil. Sá ótti reyndist náttúrlega ástæðulaus og hafa starfsskilyrði amatöra breyst mikið síðan þá. Margvíslegum hömlum sem áður þóttu eðlilegar hefur verið aflétt og þar að auki hefur tækniþróunin ýtt undir að amatörar hafa fengið fleiri tíðnisvið til afnota með árunum. Radíóamatörar voru fljótir að tileinka sér tækni sem fylgdi í kjölfar geimvísinda og geimferða og fengu að senda á sporbaug um jörðu fjarskiptahnetti og þannig er í dag að í mörgum flaugum sem flytja gervihnetti eiga radíóamatörar einn eða jafnvel tvo. Má nefna að í geimstöðinni MIR er endurvarpi ætlaður fyrir radíóamatöra og hafa stórveldin sem manna stöðina lagt mikla áherslu á að geimfararnir væru einig radíóamatörar. Hafa ófáir amatörar víðsvegar um heiminn haft þá ánægju að spjalla við geimfarana í tómstundum þeirra um borð. Radíóamatörar hafa strangar siðareglur um samskipti sín á milli og eru stjórnmál, trúmál og önnur slík ágreiningsefni aldrei til umræðu, en vináttuþel, sameiginlegur áhugi á fjarskiptunum og forvitni um það sem að baki tækninni býr er umræðuefnið. Amatörar hafa áunnið sér verðugt traust hvarvetna og skiptir þá engu hvert þjóðskipulag eða stjórnmálakerfi er í landi þeirra og í dag eru sárafáar þjóðir sem ekki leyfa þessa starfsemi. Á Íslandi hafa radíóamatörar verið framarlega í þróun þráðlausra fjarskipta, t.d. voru það þeir sem settu fyrst upp endurvarpa á metrabylgju þrátt fyrir vantrú á að slíkt gæti heppnast. Árangurinn varð sá að nú í dag eiga íslenskir amatörar fjóra slíka og í undirbúningi er að setja enn einn upp. Radíóamatörar hafa séð um fjarskiptastörf fyrir Almannavarnir ríkisins og þá á sama grundvelli og björgunarsveitirnar, í sjálfboðavinnu, og hefur fjöldi manna komið að því starfi. Fyrir rúmu ári á æfingu Almannavarna og NATO voru það radíóamatörar sem sáu um framkvæmd fjarskipta og það var einnig hópur radíóamatöra sem tryggði að skipuleggjendur æfingarinnar væru í góðu fjarskiptasambandi við hina ýmsu þætti. Víða erlendis er það eitt af skilyrðum fyrir leyfisveitingu að þeir skuldbinda sig til þess að nota fjarskiptatæki sín í þágu almennings þegar þannig háttar til. Nú sem fyrr ætlum við hjá ÍRA að halda námskeið í grunnþáttum radíófræðanna fyrir þá sem hyggjast þreyta próf til réttinda og verður kynningarfundur í Þróttheimum við Holtaveg fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20:30. Reyndar er ætlunin að halda tvö námskeið: a) Nýliðanámskeið, en próf að því loknu gefur réttindi til þess að nota stuttbylgju (3.5 , 7.0 og 21 Mhz) og þá eingöngu á morsi. b) Námskeið til A- og T-prófs. Sömu kröfur eru gerðar til kunnáttu í radíófræðum þeirra tveggja leyfa, en T-leyfið heimilar tal- og tölvusamskipti á metrabylgju en fyrir A-leyfið er að auki krafist leikni í morsi og má þá nota það á stuttbylgju. Þegar amatör hefur síðan verið virkur þátttakandi með A-leyfi í sex mánuði getur hann þá sótt um B- leyfi án frekara prófs og fær þá réttindi til að tala á stuttbylgjutíðni og nota aukið afl.

Netslóð ÍRA er http: //www.nett.is/~ tf5bw/ira./ira.html en þar er að finna ýmsar upplýsingar um félagið og þar er einnig netútgáfa af félagsblaðinu okkar. Ágæti lesandi, ef þú hefur áhuga, komdu í Þróttheima og athugaðu hvort ekki sé þar eitthvað fyrir þig. Höfundur er formaður Íslenskra radíóamatöra.

Haraldur Þórðarson

17. MAÍ ár hvert er haldinn hátíðlegur Alþjóðafjarskiptadagurinn, en þennan dag fyrir 132 árum var stofnað Alþjóðafjarskiptasambandið (International Telecommunication Union). Þema þessa árs er: Neyðarfjarskipti. Lögð er áhersla á hve mikilvægur hlekkur í öllu hjálparstarfi er, að fjarskipti séu í lagi. Félag íslenskra radíóamatöra, skammstafað ÍRA, var stofnað 1946.

Íslenskir radíóamatörar hafa, segja Ársæll Óskarsson og Haraldur Þórðarson , opið hús í Þróttheimum alla fimmtudaga.

17. MAÍ ár hvert er haldinn hátíðlegur Alþjóðafjarskiptadagurinn, en þennan dag fyrir 132 árum var stofnað Alþjóðafjarskiptasambandið (International Telecommunication Union). Þema þessa árs er: Neyðarfjarskipti. Lögð er áhersla á hve mikilvægur hlekkur í öllu hjálparstarfi er, að fjarskipti séu í lagi. Félag íslenskra radíóamatöra, skammstafað ÍRA, var stofnað 14. ágúst 1946 og varð því 50 ára á sl. ári. Frá upphafi hefur það verið tilgangur félagsins að stuðla að þjálfun og þroska ungs fólks og annarra sem hafa áhuga á radíótækni til þess að ná tökum á fjarskiptum. Fyrr á tímum, og alls ekki fyrir svo löngu, þurfti fólk að reiða sig á talstöðvar. Hver man t.d. ekki eftir því þegar CB stöð, stundum kölluð FR stöð, var í öðrum hverjum bíl og merki í glugga þar sem á stóð “stöð til öryggis” eða fólk á afskekktum stöðum þurfti á hjálp Gufunesradíós að halda, ef einhvers þurfti við, læknishjálp eða bara að panta í kaupfélaginu. En með tilkomu farsíma hafa þessar stöðvar verið lagðar á hilluna. Þó ekki allar því enn má heyra samtöl manna á svokallaðri almenningstíðni, þ.e.a.s. CB tíðni. Margir hafa einmitt byrjað sinn fjarskiptaferil á CB tíðni og viljað síðan auka við þekkingu sína og getu á þessu sviði, og gerst radíóamatörar. Leyfi radíóamatöra flokkast í fjóra flokka og er í þeim lögð mismunandi áhersla á kunnáttu. Fyrst skal talið nýliðaleyfi. Það er fyrir þá sem hafa lágmarkskunnáttu í rafmagnsfræðum. Þá er gerð krafa um kunnáttu í móttöku á morse á 35 stafa hraða á mínútu. Leyfi þetta hentar vel fyrir unglinga þar sem kostnaður við tækjabúnað er ekki mikill, og algengt er að menn smíði sín tæki sjálfir. Þá er svokallað tæknileyfi. Leyfi það er miðað við heldur meiri kunnáttu í radíófræðum, en engrar kunnáttu í morse er krafist. Leyfið er bundið við tíðnir fyrir ofan 144 Mhz. Til A og B leyfis er krafist sömu kunnáttu og til tæknileyfis, en þá er einnig krafist móttöku á morse á 65 stafa hraða á mínútu. C leyfi öðlast þeir sem hafa bætt við kunnáttu sína í rafmagnsfræðum og náð 80 stafa hraða á mínútu í morse. ÍRA hyggst gangast fyrir, ef næg þátttaka fæst, námskeiðum á komandi hausti. Vonandi verður þá til kennsluefni á íslensku, en það er í undirbúningi. Hér á landi hefur hópur radíóamatöra starfað sem sjálfboðaliðar í stjórnstöð Almannavarna ríkisins. Samstarf þetta hófst eftir gos í Vestmannaeyjum 1973 og í fyrstu tóku þeir þátt í uppbyggingu fjarskipta og viðbúnaðarkerfis Almannavarna um allt land, t.d. þegar sett var upp viðvörunarkerfi í Mýrdalnum og allt austur að Kirkjubæjarklaustri sáu þeir um að setja upp búnaðinn á sveitabæina í Landbroti og Meðallandi auk þess að setja upp endurvarpa á Háfell við Vík í Mýrdal. Talstöðvar á VHF tíðnum duga ekki nema í sjónlínu, eða það héldu menn a.m.k. hér áður fyrr. Þess vegna voru settir upp endurvarpar á hina ýmsu fjallatoppa til þess að koma radíómerkjum til skila yfir langar vegalengdir. Nú í sumar eru 20 ár síðan radíóamatörar settu upp fyrsta endurvarpann á VHF tíðni hér á landi og satt best að segja voru ekki margir trúaðir á að þetta gæti blessast en framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins þá, Guðjón Petersen, sá að þarna var framtíðin enda óskaði hann eftir og fékk afnot af þessum endurvarpa. Þessi einfaldi búnaður opnaði fyrir örugg fjarskipti frá Reykjavík um allt Suðurland, Reykjanes, Snæfellsnes og talsvert inn á miðhálendið. Síðan hafa Almannavarnir komið sér upp þéttu neti endurvarpa til nota í neyðarfjarskiptum. Ekki aðeins hafa Almannavarnir ríkisins og amatörar nýtt sér endurvarpa, heldur hafa björgunarsveitir hér á landi komið sér upp góðu neti af endurvörpum til sinna nota. Hjá björgunarsveitum hefur safnast mikill fróðleikur um fjarskiptaleiðir sem ættu að vera til góðs ef vá ber að dyrum. En ekkert kerfi er svo gott að ekki geti bilað og það sýndi sig þegar slysið í Súðavík varð, en þar brugðust boðkerfin að mestu eða öllu leyti. Með réttum búnaði geymdum á réttum stað (t.d. Ísafirði), og þjálfuðum fjarskiptamönnum hefði mátt koma á sambandi við Súðavík mun fyrr en raun varð á. En þessi búnaður kostar því miður talsverða peninga, því gengur uppbyggingin hægt fyrir sig. Heyrst hafa þær raddir að þessi viðbúnaðarstefna með talstöðvar og slíkan búnað hafi runnið sitt skeið á enda, því með farsímakerfum nútímans séu slík tæki og tól óþörf. En því miður höfum við nýlegt dæmi um að ljósleiðarakerfi símans bilaði í hlaupinu á Skeiðarársandi sl. haust, en þá fór ljósleiðarinn í sundur. En vegna þess að kerfin eru fleiri en eitt kom það ekki að sök í þetta skiptið. En er hugsanlegt að öll kerfin bili á stórum svæðum, t.d. við Suðurlandsskjálfta? Hvað gerum við þá? Erlendis eru samtök radíóamatöra mjög virk í neyðarfjarskiptum og má t.d. benda á að s.l. haust þegar flugvél fórst í nágrenni New York voru allmargir amatörar á svæðinu kallaðir til starfa og voru þeir með sinn búnað að störfum í 10 daga, allt unnið í sjálfboðavinnu. Í Bandaríkjunum er hvert ríki ábyrgt fyrir sínum “Almannavörnum” og þeir sem fá útgefið leyfi radíóamatöra fara sjálfkrafa á skrá hjá yfirvöldum sem hjálparliðar í fjarskiptum vegna neyðar sem upp kemur. Í flestum löndum heims er radíóamatörum frjálst að stunda sitt tómstundagaman. Óheimilt er að nota fjarskiptatíðnir til umræðu um málaflokka sem eiga að fara fram á símkerfum. Hér skal einnig getið að innan skátahreyfingarinnar hér á landi er starfandi fjarskiptasveit. Meðlimir þeirrar sveitar störfuðu í 25 ár fyrir LHS og síðan eftir það í nokkur ár fyrir Landsbjörg, landssamband björgunarsveita. Í dag hefur þessi sveit aðsetur í Skátahúsinu við Snorrabraut í Reykjavík, en þar er einnig til húsa Skátafélagið radíóskátar. Eðlilega starfa þeir mest í þágu skátafélaganna og er mikill áhugi á að efla starfsemina. Í seinni tíð hafa flestir meðlimir radíóskáta fengið leyfi sem radíóamatörar og eru einnig félagar í ÍRA. Þeim sem hafa aðgang að Internetinu og vilja fá upplýsingar um þessi málefni á alþjóðavísu, skal bent á eftirfarandi heimasíðu: http://www.itu.int/wtd Eins og lesendum er kunnugt fer fram hér á landi í júlí stór æfing sem kallast Samvörður 97. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá Almannavörnum ríkisins, meðal annars í fjarskiptamálum. Að samræma fjarskiptamál hinna erlendu gesta og íslenskra björgunarsveita er mikið starf en fjarskiptanefndin er skipuð radíóamatörum eða félögum í ÍRA að öllu leyti. Að lokum. Íslenskir radíóamatörar hafa opið hús alla fimmtudaga í Þróttheimum, félagsmiðstöð ÍTR, en við höfum átt því láni að fagna að fá inni hjá þeim. Opið er frá kl. 20-23. Þar er opin fjarskiptastöð og gefst öllum sem vilja, tækifæri til að kynna sér starfsemi félagsins og tækjakost, hvort sem er með “venjulegum” talstöðvum eða því nýjasta, sem er flutningur á stafrænum skilaboðum með tölvum.

Höfundar eru radíóamatörar

Ársæll Óskarsson Haraldur Þórðarson

Úr Flatey voru höfð um 1000 sambönd við radioamatöra um víða veröld, allt frá S-Ameríku og inn á hásléttur Asíu. Hér situr Kristinn Andersen, einn leiðangursmanna við sendistöðina og rabbar við kunningja vestur í Texas.

Úr Flatey voru höfð um 1000 sambönd við radioamatöra um víða veröld, allt frá S-Ameríku og inn á hásléttur Asíu. Hér situr Kristinn Andersen, einn leiðangursmanna við sendistöðina og rabbar við kunningja vestur í Texas.

 

Uppsetning Loftneta Morgunblaðið 1977

Úr ferð fjögurra radioamatöra til Flateyjar á Breiðafirði í sumar. Myndin var tekin í þann mund sem uppsetningu loftneta lauk. Mynd Kristinn Andersen.

Um 700 þúsund manns um allan heim stunda þetta tómstundagaman þ.á.m. Hússein Jórdaníukonung.

Að undanförnu hafa radioamatörar eða útvarpsáhugamenn komið nokkuð fram í fréttum, m.a. í sambandi við jarðhræringarnar í Mývatnssveit. Til þess að fá nánari vitneskju um starfsemi þeirra hafði Morgunblaðið stutt viðtal við Kristinn Andersen menntaskólanema sem er áhugamaður á þessu sviði. Hann er nýkominn úr ferðalagi frá Bandarfkjniuini, þar sem hann var m.a. gestur í húsi Barry Goldwater, öldungadeildarþingmanns og fyrrverandi forsetaframbjóð- anda, en við hann hafa margir tslendingar átt samtal í gegn um radiotæki sín þar sem Goldwater er áhugamaður á þessu sviði. Kristinn sagði að fólk ræki venjulega upp stór augu þegar hann segðist vera radioamatör. „Hvað er nú það”? væri oft viðkvæðið eða jafnvel bara „ha?”.

Gangaundir próf Hann sagði að radioamatörar væru þeir sem hefðu tekið tilskilin próf hjá póst- og símamálayfirvöldum heimalandsins, sem gæfu þeim kost á því, og þeir fá þannig réttindi til að hafa fjarskipti sín á milli á afmörkuðum tíðnisviðum. Þeir nota jafnt stuttbylgju sem örbygljur og mikróbylgjur fyrir fjarskipti sín, en leyfilegt hámarksafl senditækja t.d. hér á landi er um 500W. Fjarskiptin fara fram með ýmsu móti, algengast er morse og tal (einkum enska í f jarskiptum við önnur lönd), en amatörar senda einnig sjónvarpsmyndir og fjarritamerki.

Kristinn sagði að þetta væru talsverð réttindi miðað við aðra aðila sem nota fjarskiptatæki, en það væru aftur réttlætt með því að radioamatörar legðu á sig sjálfsnám, m.a. um innri gerð og notkun tækjanna og gengju siðan undir þetta próf sem skæri úr um hæfni þeirra. Þannig væri radioamatör allt í senn viðgerðarmaður, jafnvel hönnuður fjarskiþtatækja, notandi þeirra og yfirleitt eigandi. Stöðvarnar væru þvi tiltölulega sjálfstæðar og óháðar í sinum fjarskiptum.

Hann nefndi það sem dæmi, að í nýafstöðnu verkfalli BSRB, þá hefðu Radiomatörar eftir sem áður verið virkir tengiliðir á milli íslands og umheimsins. Þess væru einnig fjölmörg dæmi að .radioamatörar hefðu haldið uppi neyðarfjarskiptum við einangraða staði, þar sem fjarskiptakerfi hins opinbera hefði brugðist. íslenzkir radioamatörar væru t.d. með slíkan viðbúnað einmitt núna. þar sem lið úr þeirra hópi væri tiltækt með nokkurra minútna fyrirvara til að halda norður í Mývatnssveit og sjá þar um fjarskipti við staði sem kunna að einangrast vegna náttúruhamfara.

Upphaf þessa tómstundastarfs um 700 þúsund manna um allan heim, sagði Kristinn að mætti rekja allt til bernsku fjarskiptanna. Þá hefðu radioamatörar raunar verið driffjöðrin í þeirri þróun sem á eftir kom, með menn eins og Marconi i fararbroddi. I kjölfarið fylgdi útvarpið á lágum radiotíðnum, en radioamatörum var vikið upp á stuttbylgjurnar, sem í fyrstu voru taldar ónothæfar til fjarskipta yfir miklar vegalengdir, en þeir komust þá aftur að raun um það, að á þeim bygljum eru skilyrði slíkra fjarskipta hvað best. Það leið því ekki á löngu áður en útvarpsstöðvar og önnur fjarskipti ýmissa viðskiptaaðila tóku yfir mestallt stuttbylgjusviðið og nú er svo komið að radioamatörar hafa aðeins til umráða afmörkuð svið á stuttbygljum, stærri svið á örbylgjum og mikrobylgjum, sem minna hafa verið notaðar fyrir önnur f jarskipti hingað til. Amatörradio hafa tekið miklum framförum frá því í upphafi og þar eru frumhverjar á ýmsum sviðum fjarskipta mjög virkir, enda eitt meginmarkmið þessara tómstundaiðju að gefa áhugamönnum tækifæri á tilraunum og rannsóknum varð- andi fjarskipti. Ekki síst eru það forvitnilegar rannsóknir á fjarskiptum á mikróbylgjum, radiosendingar til tunglsins og athuganir á endurkastinu frá yfirborði þess og fleira mætti telja.

Eitt helzt stolt radioamatöra að sögn Kristins á síðustu árum er gervitunglaáætlun þeirra. Nú eru sveimandi umhverfis jörðina tvö gervitungl sem áhugamenn hafa hannað og smíðað í sjálfboðavinnu fyrir aðeins litið brot af þeim kostnaði sem stærri aðilar verja til sinna gervitunglasendinga. Eru gervitungl þessi notuð til fjarskipta á milli amatöra og hafa staðið sig framar vonum. T.d. er það eldra enn starfandi að fullu, þrátt fyrir spár um að ending þess yrði aðeins nokkur ár.

„Hringborðsumræður”

Radioamatör sem situr heima hjá sér við tæki sitt, getur átt von á að finna fyrir á öldum ljósvakans kennara i miðrfkjum Bandaríkjanna, iónaðarmann í Sovétríkjunum eða japanskan vörubilstjóra… ÖIlum samræðum þeirra á milli eru þó settar fastar reglur sem þeir halda vel, en auk þess er eftirlitinu að mestu haldið uppi af amatörum sjálfum. Þeir mega ekki gera sig seka um að flytja nein skilaboð sem stofnað geta öryggi rikis viðkomandí i hættu og hann má heldur ekki ganga inn á verksvið viðskiptaaðila. Aldrei er rætt um stjórnmál eða deilt um trúarbrögð i þessum fjarskiptum. Eftir sem áður eru samræður manna hinar fjörlegustu um tæknileg málefni, persónuleg málefni og skapast þannig oft náin vinatengsl á milli manna frá öðrum heimsálfum. Þannig er oft hægt að hlýða á „hringborðsumræð- ur” kunningjahópa þar sem hver er úr sínum heimshlutanum, sem „hittast” þannig einu sinni til tvisvar í viku, jafnvel daglega.

Fjöldi þekktra víða að úr heiminum hafa ánetjast þessu áhugamáli og nefndi Kristinn t.d. Hussein Jórdaníukonung og Barry Goldwater öldungadeildarþingmann í Bandaríkjunum. Báðir hafa þessir menn haft sambönd við íslendinga og fyrir nokkrum árum var Hussein mjög virkur og góðkunnur mörgum radioamatörum hér á landi. Það er ennfremur algengt að amatörar sem eru á ferð í öðrum löndum heilsi upp á félaga sina, báðum til fróðleiks og ánægju.

Goldwater rekur mjög fullkomna stöð.

Hér veik Kristinn að heimsókn sem hann átti kost á að fara s.l. sumar i stöð Barry Goldwater í Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum. Það hafi ekki síst verið fyrir áeggjan varaforseta alþjóðasamtaka radioamatöra, sem var á ferð hér á landi fyrir skömmu að Kristinn lagði í þessa heimsókn, en varaforsetinn kvað Goldwater höfð- ingja heim að sækja og að honum þætti án efa ekki amalegt að fá íslending i heimsókn einu sinni.

Kirstinn skýrði frá ferð sinni á þessa leið: Ég hafði reiðhjól til umráða en það reyndist nokkuð erfitt á þessum slóðum þar sem hitastigið var 42 gráður á celsius. Hús Goldwater var auðfundið þar sem það stóð eitt sér á lítilli hæð i alfaraleið. Geysistór loftnet prýddu garð- inn og gnæfðu yfir önnur mannvirki í kring. Það kom nokkurt hik á mig þegar ég kom að hliðinu, en á það var letruð aðvörun á látúnsplötu um að öryggisverðir gættu þess að óviðkomandi menn kæmu ekki þar innfyrir. Ekkert sást sem Ifktist dyrabjöllu og engin sjáanlegur sem ég gæti rætt við. i trausti þess að ég væri ekki „óviðkomandi persóna” tók ég á mig rögg og hélt gangandi inn um hliðið, ekki alveg laus við skjálfta. Ekki bætti það úr skák að ég gaut augunum varfærnislega inn í gróður- þykknið við veginn, og greindi þar menn sem höfðu auga með mér og í fjarska heyrði ég hundgá. En allshugar feginn komst ég upp að húsunum, sem ? reyndust vera fjögur, Ég barði að dyrum þar sem loftnetamöstrin stóðu. Kona ein opnaði og kynnti sig sem húsmóður og radioamatör, en hún starfrækti stöð Goldwaters tvo daga vikunnar fyrir hann. Þarna hafði hann fleira starfsfólk, svo stöð- in getur vart kallast amatörstöð lengur. Þarna var mér prýðilega tekið og jafnvel boðin hressing svo sem útbreiddur var siður bænda hér fyrrum. I samræðum við konuna kom það fram að Goldwater var á spítala í minniháttar skurðaðgerð, en hún tók að sér að sýna mér stöðina. Ekki þarf að orðlengja það að þessi stöð var búin fyrsta flokks tækjum i hví- vetna, svo jafnvel fullkomnustu stöðvar hérlendis eru hjóm eitt í samanburði við hana. Enda aðstöðumunur um tækjakaup af þessu tagi mikill, þar sem t.d. íslenzk tolialög eru ekki beinlinis örvandi fyrir þetta tómstundastarf.

fulla tvo tíma bjóst ég til að kveðja. Eins og alltaf þegar radioamatörar hittast fékk ég góðar kveðjur og heimboð hvenær sem væri aftur og var það að sjálfsögðu þakkað. Að svo búnu hélt ég út i steikjandi hitann .. .

Hafa eigið félagsheimili.

A islandi eru nú um 30 virkir radioamatörar að sögn Kristins en þeim fjölgar þó hægt og sígandi. Til þess að öðlast amatörleyfi þarf ekki ýkja mikla vinnu, ef áhuginn er nægur. Helzta þröskuldinn sagði Kristinn vera morsekunnáttuna, sem væri ein af prófkröfunum fyrir  nýliðaprófið.

I félagsheimili íslenzkra radioamatóra að Vesturgötu 68 er „opió hús” öll mánudags- og fimmtudagskvöld, en þar koma saman radioamatörar jafnt sem verðandi nýliðar og ræða sameiginleg áhugamál. Kristinn sagði að þangað væru allir áhugamenn velkomnir og að þar geri þeir eldri og reyndari sitt bezta til að miðla þeim sem skemmra eru komnir af þekkingu sinni. Hann sagði að þetta væri heillandi áhugamál sem nyti hylli vaxandi hóps áhugamanna, sem í dag sæju fram.á tækniafrek morgundagsins.