Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2024, kemur út 14. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 7. júlí n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Í tilkynningu sem sett var á heimsíðu félagsins og FB síður í gær, 10. maí – þar sem sagt var frá helstu alþjóðlegum keppnum helgina 15.-16. júní n.k. fylgdu með myndir og upplýsingar um þátttöku TF3IRA í CQ WW DX SSB keppninni árið 1979; „Multi One“ keppnisflokki.

Myndir voru birtar af TF3Y, TF3G og TF3UA í keppninni og þess getið að aðrir þátttakendur hafi verið TF3JB og TF3KX. Í þessari upptalningu láðist að geta um Sigurð R. Jakobsson, TF3CW sem einnig var með í að virkja félagsstöðina TF3IRA og var í raun hvatamaður að þátttöku í keppninni.

Hér með er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þátttakendur í keppninni voru sumsé:

TF3CW, TF3JB, TF3KX, TF3UA, TF3US (nú TF3G) og TF3YH (nú TF3Y).

Þátttaka sexmenningana í keppninni fyrir 45 árum gekk annars með ágætum og náðust 3,385 QSO, 87 CQ svæði og 281 DXCC eining sem gaf 2,310,310 heildarpunkta.

Stjórn ÍRA.

ALL ASEAN DX CONTEST, CW
Keppnishaldari: JARL, Japan Amateur Radio League.
Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 24:00.
Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + tveir tölustafir fyrir aldur.
https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm

PBDX – PAJAJARAN BOGOR DX CONTEST
Keppnishaldari: Organisasi Amatir Radio Indonesia.
Keppnin fer fram á sunnudag 16. júní frá kl. 00:00 til kl. 24:00.
Keppt er á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://pbdx-contest.id

IARU REGION 1 50 MHz CONTEST
Keppnishaldari: IARU Region 1.
Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 14:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 14:00.
Keppt er á CW og SSB á metrum.
Skilaboð: RS(T) + QSO númer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.iaru-r1.org/wp-content/uploads/2021/03/Rules-2021.pdf

LZ INTERNATIONAL 6-METER CONTEST
Keppnishaldari: Radio Club Lovech og BFRA, Bulgarian Federation of Radio Amateurs.
Keppnin hefst á föstudag 14. júní kl. 14:00 og lýkur á laugardag 15. júní kl. 14:00.
Keppt er á CW og SSB á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T) + QSO númer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.radioclub-troyan.bg/media/activities/6-meters/rules-en-2024.pdf

STEW PERRY TOPBAND CHALLENGE
Keppnishaldari: BARC, Boring Amateur Radio Club, USA.
Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 15:00.
Keppt er á CW á 160 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Skemmtilegar myndir úr CQ WW DX SSB keppninni 1979. Á mynd er Yngvi Harðarson TF3Y í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Dugguvogi í Reykjavík. Félagsstöð TF3IRA var þá glæný Yaesu FT-10lZD. Ljósmynd: TF3KB.
Gísli G. Ófeigsson TF3G og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA leita að margföldurum í keppninni í smíðaaðstöðu félagsins. Gísli situr við R.L. Drake TR4 stöð og Sæmundur við Kenwood TS-520. Aðrir sem tóku þátt í að virkja TF3IRA í keppninni (en sjást ekki á þessum myndum) voru Jónas Bjarnason TF3JB og Kristinn Andersen TF3KX. Ljósmynd: TF3KB.

HAM RADIO 2024 sýningin nálgast, en hún verður haldin helgina 28.-20. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi.

Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/

Til fróðleiks, má lesa frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 25. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 13. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Ólafur Engilbertsson, TF3SO hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann þann 1. júní í Landspítalanum í Fossvogi eftir stutt veikindi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju 14. júní kl. 14:00.

Ólafur var á 81. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 135.

Um leið og við minnumst Ólafs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 19. maí til 25. maí. Um var að ræða 16 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á síðunni http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1EIN                  FT8 á 6, 15, 40 og 60 metrum.
TF1EM                  FT8 á 15 metrum.
TF2MSN               FT8 á 15, 17 og 30 metrum; SSB á 17 metrum.
TF3AO                  RTTY á 20 metrum.
TF3EO                   CW á 20 og 30 metrum.
TF3DC                   CW á 15 og 17 metrum.
TF3PKN                FT8 á 15 metrum.
TF3PPN                FT8 á 15 metrum.
TF3VE                   FT4 og FT8 á 6, 17, og 20 metrum.
TF3VG                   FT8 á 80, 60 og 10 metrum.
TF3VS                    FT4 og FT8 á 12, 15 og 20 metrum.
TF3W                    CW á 20 og 40 metrum.
TF3Y                      CW á 20 metrum.
TF4WD                 FT4 á 20 metrum og SSB á 20 metrum.
TF5B                      FT8 á 6 metrum.
TF8SM                  FT4 á 15 og 40 metrum.

Félagsstöðin TF3W var virk í CQ WW WPX CW keppninni 25.-26. maí. Keppt var í M/2 (Multi Two) flokki sem þýðir að heimilt er að virkja tvo senda samtímis. Á mynd: Yngvi Harðarson TF3Y (nær) og Guðmundur Sveinsson (fjær). Alls mönnuðu 8 leyfishafar stöðina. Ljósmynd: Sigurður R. Jakobsson TF3CW.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 6. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA er í þessu húsi við Skeljanes í Reykjavík.

BATAVIA DX CONTEST
Stendur yfir laugardag 8. júní frá kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 17:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Indónesíu: RS + 2 stafa kóði fyrir hérað (e. dirstrict).
Skilaboð annarra: RS + DXCC eining.
http://batavia.orarilokaljakut.or.id/

VK SHIRES CONTEST
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 15 og 10 metrum.
Skilaboð VK stöðva: RS(T) + 2 stafa kóði fyrir hérað (e. shire).
Skilaboð annarra: RS(T) + CQ svæðisnúmer.
https://www.wia.org.au/members/contests/wavks

SKCC WEEKEND SPRINTATON
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + ríki/fylki/hérað + nafn + SKCC númer (eða „None“ fyrir aðra).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

PORTUGAL DAY CONTEST
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð CT stöðva: RS(T) + svæði (e. district).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://portugaldaycontest.rep.pt/rules.php

GACW WWSA DX CONTEST
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 15:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + CQ svæðisnúmer.
https://gacw.ar

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heathkit HW-101 er 100W SSB/CW stöð sem vinnur á 10-80 metrum. HW-101 varð vinsæl hjá radíóamatörum hér á landi strax og hún kom á markað árið 1970 enda verð hagkvæmt þar sem stöðin var seld ósamsett. 101 var því mikið notuð í alþjóðlegum keppnum frá TF næstu árin; sérstaklega framundir 1980.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ hafa að undanförnu unnið að undirbúningi uppsetningar á svokölluðum „HT“ hugbúnaði í tengslum við 2 metra bandið. Kerfið vinnur nú snurðulaust samkvæmt prófunum við Kristján J. Gunnarsson, TF4WD á Sauðárkróki þann 31. maí.

Hugbúnaðurinn gefur félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – en hafa aðgang að netinu – aðgang í gegnum TF3RPB (QRG 145.650 MHz) endurvarpann í Bláfjöllum með því að sækja forrit á heimasíðu HT: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.benshikj.ht&hl=en_US

Á heimasíðu HT er í boði frítt „HT DWP“ „app“ til að tengjast Bláfjöllum yfir netið – t.d. í gegnum heimilistölvu eða GSM síma. Félagsmenn um allt land geta þannig fengið afnot af 2 metra bandinu. Notaður er UHF hlekkur í Bláfjöllum (QRG 439.975).

Eins og er fara fjarskiptin fram í gegnum búnað á heimili Georgs Kulp, TF3GZ í Reykjavík en búnaðurinn verður fluttur á næstu dögum á endanlegt QTH. Það er félagssjóður ÍRA sem kostar verkefnið, samkvæmt samþykkt á fundi stjórnar ÍRA þan 19. október (2023).

Sérstakar þakkir til þeirra Ara og Georgs fyrir aðkomu þeirra að þessu mikilvæga verkefni.

Þakkir einnig til félagsmanna sem hafa gefið búnað til verkefnisins: TF1EIN aflgjafa; TF3GZ Diamond loftnet og TF3JB Samsung GSM síma.

Stjórn ÍRA.

VGC VR-N7500 VHF/UHF stöð sem félagssjóður ÍRA festi kaup á til verkefnisins.