http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-12-17 16:41:322024-12-17 16:41:58OPIÐ Í SKELJANESI 19. DESEMBER
ARRL 10 metra keppnin 2024 fór fram helgina 14.-15. desember. A.m.k. fjögur TF kallmerki voru meðal þátttakenda: TF3EO, TF3VS, TF3W og TF8KY. Keppt var á morsi og/eða á tali.
Alls höfðu keppnisgögn fyrir 4895 kallmerki borist til ARRL í dag, þriðjudag 17. desember, en frestur til að skila inn gögnum rennur út á miðnætti á sunnudag.
ARRL 10 METER CONTEST Keppnin hefst laugardag 14. desember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 24:00. Hún fer fram á morsi og tali á 10 metrum. Skilaboð stöðva í W/VE: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada. Skilaboð stöðva í XE: RS(T) + fylki í Mexíkó. Skilaboð DX stöðva (þ.á.m. TF): RS(T) + raðnúmer. Skilaboð Maritime Mobile (MM) stöðva: RS(T) + ITU Svæði. https://www.arrl.org/10-meter
TRC DIGI CONTEST Keppnin hefst á laugardag 14. desember kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 18:00. Hún fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TRC félaga: RST + raðnúmer + „TRC“. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. http://trcdx.org/rules-trc-digi/
SKCC Weekend Sprintathon Keppnin hefst á laugardag 14. desember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 24:00. Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada/ DXCC eining) + Nafn + (SKCC Nr./“None“). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
International Naval Contest Keppnin hefst á laugardag 14. desember kl. 16:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 15:59. Hún fer fram á morsi og tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð Naval klúbbfélaga: RS(T) + „Club“ + félagsnúmer. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://www.marac-radio.nl
Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2025. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim.
Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2024/25 verður fimmtudagskvöldið 9. janúar 2025. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 14 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-12-08 16:13:302024-12-08 16:14:28QSL BUREAU HREINSAR ÚT 9. JAN. 2025
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. desember. Georg Kulp, TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A héldu sameiginlega erindi kvöldsins, sem fjallaði um nettengdu viðtækin KiwiSDR sem eru 4 hér á landi. Þeir félagar voru ágætlega undirbúnir.
Georg sagði frá tilurð KiwiSDR viðtækjanna sem eru nýsjálensk að uppruna og eru nú notuð um allan heim og hafa m.a. opnað nýja heima fyrir radíóamatöra. Ari opnaði vefskoðara og tengdi sig inn á nokkur KiwiSDR viðtæki hérlendis og sýndi hversu auðvelt er að nota tækin. Alls geta 8 verið tengdir inn á hvert viðtæki hverju sinni og verið í 30 mínútur og verið lengur með því að endurskrá sig inn. Það má hlusta með flestum mótunarháttum og þrengja og víkka hlustunarsviðið. Það má t.d. lesa FT8 merki, allt bandið eða þrengja sviðið svo einungis sé verið að hlusta á eina tiltekna tíði. Allt er þetta með miklum ólíkindum og frábær tækni.
Flest KiwiSDR viðtækin eru fyrir 30 kHz til 30 MHZ en eitt tækið hérlendis er með tíðniumbreyti til að hlusta á 2m bandið. En það getur í reynd hlustað langt út fyrir það, t.d. á veðurtungl á 137MHz og á flugbandið á 120MHz. Ekki nóg með það heldur má í gegnum tæki í Bretlandi hlusta á QO-100 amatörgervihnöttinn.
Gerður var góður rómur að erindi þeirra félaga og kom fjöldi fyrirspurna úr sal sem þeir leystu vel úr. Og eftir erindið var áfram spjallað yfir kaffinu. Sérstakar þakkir til þeirra Georg Kulp, TF3GZ og Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir vel flutt erindi, fróðlegt og áhugavert. Þess má geta að erindið var tekið upp og verður það til niðurhals fljótlega.
Þakkir ennfremur til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS sem færði félaginu mikið af áhugaverðu radíódóti þetta fimmtudagskvöld.
Alls mættu 19 félagar í hús þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
(Texti og ljósmyndir: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).
ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) 3. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz á auknu afli vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2024. Heimildin nær til tilgreindra alþjóðlegra keppna (sjá töflu neðar).
G-leyfishafar hafa heimild til að nota fullt afl, allt að 1kW. N-leyfishafar njóta sömu tíðniréttinda, en aflheimild miðast við mest 10W.
Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur forgang til notkunar tíðna á þessu tíðnibili. Um þessa notkun gilda sömu kröfur og gilda fyrir tíðnisviðið 1810-1850 kHz í reglugerð, en aukin skilyrði Fjarskiptastofu eru eftirfarandi: Aflheimild er einvörðungu veitt þann tíma sem tilgreindar alþjóðlegar keppnir standa yfir.
Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til PFS á hrh@fst.is eða fst@fst.is Ath. að það nægir að senda eina umsókn sem þar með gildir fyrir allar 10 keppnirnar á árinu 2025.
Fræðsludagskrá ÍRA haustið 2024 lýkur fimmtudaginn 5. desember og verður opið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.
Georg Kulp, TF3GZ verður með síðasta erindið á yfirstandandi fræðsludagskrá á fimmtudag; „KiwiSDR viðtækin yfir netið“.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun mæta ásamt Georg og kynna sérstaklega tæknihluta verkefnisins fyrir okkur.
QSL stjóri verður búinn að fara í hólfið og flokka kort.
Félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-12-02 16:11:372024-12-02 16:12:30TF1A OG TF3GZ Í SKELJANESI 5. DESEMBER
CQ World Wide DX CW keppnin var haldin helgina 23.-24. október. Keppnisnefnd bárust alls 8.171 dagbækur. Þar af voru 9 TF kallmerki sem kepptu í fjórum keppnisflokkum, en viðmiðunardagbækur voru sendar inn fyrir þrjú kallmerki (e. Check-Log).
Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar.
EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL. TF3CW – 5,497,904 heildarpunktar / 6. sæti yfir Evrópu / 32. sæti yfir heiminn. TF3SG – 3,422,464 heildarpunktar / 15. sæti yfir Evrópu / 55. sæti yfir heiminn.
EINMENNINGSFLOKKUIR, ÖLL BÖND, AÐSTOÐ, HÁAFL. TF3W – 3,124,686 heildarpunktar / 58. sæti yfir Evrópu / 147. sæti yfir heiminn.
EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL. TF3EO – 185.328 heildarpunktar / 185. sæti yfir Evrópu / 335. sæti yfir heiminn. TF3MSN – 12.740 heildarpunktar / 577. sæti yfir Evrópu / 1058. sæti yfir heiminn.
EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, AÐSTOÐ, LÁGAFL. TF3DC – 418.328 heildarpunktar / 169. sæti yfir Evrópu / 307. sæti yfir heiminn.
Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2025. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim.
Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2024/25 verður fimmtudagskvöldið 9. janúar 2025. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 14 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-11-30 21:35:502024-11-30 21:38:15QSL BUREAU HREINSAR ÚT 9. JANÚAR 2025