Ein af stóru alþjóðlegu keppnunum á morsi er um næstu helgi:

CQ WORLD WIDE WPX CW keppnin hefst laugardag 27. maí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. maí kl. 23:59. Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

https://www.cqwpx.com/rules.htm
Skilaboð: RST+raðnúmer.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Heiminum er skipt í 40 CQ svæði. TF er í svæði 40 ásamt JW, JX, OX og R1FJ (Franz Josef Land). Höfundur korts: EI8IC.

Félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA) flutti í Skeljanes í mars 2003. Um páskana 2023 voru því liðin 20 ár frá því flutt var í núverandi húsnæði.

Dvölin í Skeljanesi hefur verið farsæl í þessi 20 ár. Félagið var áður til húsa á eftirtöldum stöðum: Að Fríkirkjuvegi 11 (1964-69), Vesturgötu 68 (1969-78), Dugguvogi 1b (1978-86), 1 götu 4 í Árbæ (1986-95) og á Holtavegi 11 (1995-2003). Félagið hafði ekkert fast húsnæði á árabilinu 1946-1964.

Lýsingin á húsnæðinu er eftirfarandi: „Húsnæðið er á 1. hæð hússins. Gengið upp nokkrar tröppur og þá til vinstri í sal sem gagnast sem almennur samkomu- og fundarsalur. Inn af salnum er eldhús. Félagið deilir þessum vistarverum með öðrum í húsinu. Á efri hæð hefur félagið til afnota tvö sérherbergi. Annars vegar fyrir félagsstöðina TF3IRA og hins vegar minna herbergi fyrir QSL stofu og vísi að smíðaaðstöðu. Þessu til viðbótar hefur félagið geymslu í kjallara“.

Þakkir til forsvarsmanna aðila sem félagið deilir með húsnæði í Skeljanesi. Og síðast, en ekki síst þakkir til ÍTR fyrir framúrskarandi gott samstarf.

Stjórn ÍRA.

Myndin að ofan er af þeim Haraldi Þórðarsyni TF3HP þáverandi formanni ÍRA og Jóhannesi Óla stöðvarstjóra ÍTR þar sem þeir handsala húsnæðissamning ÍRA við Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur í janúar 2003. Ljósmynd: Haraldur Haraldsson.

Ljósmynd af inngangi í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Fjær má sjá 4 staka Yagi félagsstöðvarinnar TF3IRA.

Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 18. maí sem er uppstigningardagur.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudag 25. maí n.k.

Stjórn ÍRA.

.

Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2022) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Til upprifjunar: ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu þann 27. mars s.l. við ósk félagsins um endurnýjun aukinna aflheimilda á 6 metra bandi í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. júní 2023. Gildistími er 4 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er jafn langur og á síðasta ári (2022) eða út septembermánuð.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

UN DX keppnin stendur yfir laugardaginn 20. maí frá kl. 06:00 til 21:00. Hún fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://undxc.kz/rules-eng/
Skilaboð: Stöðvar í Kazakhstan senda RS(T)+svæðiskóða. Aðrir: RS(T)+raðnúmer.

NZART SANGSTER SHIELD keppnin fer fram helgina 20.-21. maí á CW á 80 metrum. Keppnin er tvískipt. Fyrri hluti á laugardag kl. 08:00 til 11:00 og síðari hluti á sunnudag kl. 08:00-11:00.
https://www.nzart.org.nz/activities/contests/sangster-shield/
Skilaboð: ZL stöðvar senda RST+raðnúmer+ZL sérnúmer. Aðrir: RST+raðnúmer.

HIS MAJESTY THE KING OF SPAIN CW keppnin hefst á laugardag 20. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 21. maí kl. 12:00. Keppnin fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases/
Skilaboð: EA stöðvar senda RST+2 bókstafi fyrir hérað. Aðrir: RST+raðnúmer.

EU PSK DX keppnin hefst á laugardag kl. 12:00 og lýkur sunnudag kl. 12:00. Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://eupsk.club/eupskdx/eupskdxrules.pdf
Skilaboð: Stöðvar í Evrópu gefa upp RST+DXCC einingu. Utan EU: RST+raðnúmer.

BALTIC keppnin hefst á laugardag kl. 21:00 og lýkur á sunnudag kl. 02:00. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80 metrum.
http://www.lrsf.lt/en/
Skilaboð: RS(T)+raðnúmer.

FISTS SUNDAY SPRINT keppnin stendur yfir sunnudaginn 21. maí frá kl. 21:00 til 23:00. Hún fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á morsi.
https://fistsna.org/operating.php#sprints
Skilaboð: RST +(ríki í USA eða fylki í Kanada eða DXCC eining)+Nafn+(FISTS númer eða „none“ ef ekki FISTS félagi).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Kenwood TS-520 100W SSB/CW sendi-/móttökustöðinni sem vinnur á SSB og CW á 80-10M böndunum. Hún var framleidd á árunum 1973-1980 og var markaðssett sem TS-520, TS-520S og TS-520SE. 520 stöðvarnar voru útbreiddar á Íslandi (á sínum tíma) og 1974 var t.d. efnt til magninnkaupa og komu til landsins 10 stöðvar, þ.á.m. ein fyrir félagsstöðina TF3IRA. Stöðvar í 520 línunni frá Kenwood voru mikið notaðar af radíóamatörum sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum á sínum tíma.

Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stærstu alþjóðlegu sýningarnar sem haldnar eru á árinu 2023 fyrir radíóamatöra.

HAMVENTION 2023 verður haldin helgina 19.-21. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia (24 km austur af Dayton) í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/

HAM RADIO 2023 verður haldin helgina 23.-25. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/

TOKYO HAM FAIR 2023 verður haldin helgina 19.-20. ágúst n.k. á sýningarsvæði Tokyo Big Sight Convention Center í höfuðborginni Tokyo. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202023,%20Tokyo.htm

Til fróðleiks, má sjá upplýsingar um sýningarnar þrjár (CQ TF 4. tbl. 2018); bls. 33.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/10/cqtf_32arg_2018_03tbl.pdf

Til fróðleiks, frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 25.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins (í einum sal af fimm) sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen, þar sem leyfishafar allsstaðar að úr Evrópu koma með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: TF3JB.

Á morgun, fimmtudag 11. maí verður námskeiðið: Fyrstu skrefin í boði í Skeljanesi kl. 17:00-19:00. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir.

“Fyrstu skrefin” eru hugsuð jafnt fyrir nýja sem eldri leyfishafa sem óska eftir tilsögn/leiðbeiningum um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Í boði eru einkatímar með reyndum leyfishafa sem kynnir grundvallaratriði og hefðir.

Markmiðið er að leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Rætt er um áhugamálið og spurningum svarað og að því búnu farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Námskeiðið er einnig hugsað fyrir þá sem t.d. vilja komast í loftið á FT8, RTTY o.fl. en vantar e.t.v. leiðbeiningar. Tímasetning og yfirferð er samkvæmt samráði – en ef þörf er á að menn hittist aftur, er það í boði.

Skráning hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is

Stjórn ÍRA.

Áður kynnt erindi Valgeirs Péturssonar, TF3VP: „Samsetning á HF transistormagnara“ sem halda átti fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30 frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

NÝ DAGSETNING: Fimmtudagur 1. júní kl. 20:30.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Félagsaðstaðan verður opin á fimmtudag 11. maí frá kl. 20:00.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Vandaðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 11 maí kl. 20:30.

Þá mætir Valgeir Pétursson, TF3VP í Skeljanes með erindið: Samsetning á HF transistormagnara.

Valgeir hefur verið að smíða RF magnara fyrir HF tíðnir með transistorútgangi og ætlar að segja okkur frá þessu ferli í máli og myndum. Hann kemur með smíðagripinn með sér á staðinn.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Valgeirs. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr fjarskiptaherberginu heima á Kjalarnesi. Ljósmynd: TF3VP.

VOLTA WORLD WIDE RTTY keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 12:00. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
http://www.contestvolta.com/rules.pdf
Skilaboð: RST+raðnúmer+CQ svæði.

CQ-M INTERNATIONAL INTERNATIONAL DX keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 12:00. Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 40, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T)+raðnúmer.

SKCC WEEKEND SPRINTATHON keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 23:59. Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. http://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/
Skilaboð: RST+(Ríki í USA eða fylki í Kanada eða DXCC eining)+Nafn+(SKCC númer eða „none“ ef ekki SKCC félagi).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Yaesu FT-1000MP Mark V Field 100W SSB/CW sendi-/móttökustöðinni sem vinnur á 160-10+WARC böndunum. Hún var framleidd á árinum 2002-2005 og var síðasta gerðin í FT-1000 línunni (sem fyrst kom á markað árið 2000). Fyrri gerðir voru FT-1000D, FT-1000MP og FT-1000MP Mark V. FT-1000 stöðvarnar hafa allt frá upphafi verið mikið notaðar af radíóamatörum sem taka þátt í alþjóðlegum keppnum.