Áður kynntur viðburður Benedikts Sveinssonar, TF3T: „Kynning á nýrri Elecraft K4D 160-6M stöð“ laugardaginn 29. apríl kl. 13:30, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Ný dagsetning verður kynnt fljótlega.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 4. maí. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

TEN-TEN INTERNATIONAL SPRING, DIGITAL keppnin hefst á laugardag 29. apríl kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 30. apríl kl. 23:59. Keppnin fer fram á stafrænum tegundum útgeislunar (e. digital) á 10 metrum. https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules

Skilaboð: 10-10 félagar: Nafn+10-10 númer+DXCC eining. Aðrir: Nafn+0+DXCC eining.

UK/EI DX keppnin hefst á laugardag 29. apríl kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 30. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 40, 15 og 10 metrum. https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php

Skilaboð: UK/EI: RST+raðnúmer+kóði (e. district code). Aðrir: RST+raðnúmer.

HELVETIA keppnin hefst á laugardag 29. apríl kl. 13:00 og lýkur á sunnudag 30. apríl kl. 12:59. Keppnin fer fram á CW, SSB og stafrænum tegundum útgeislunar (e. digital) á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. https://www.uska.ch/events/uska-helvetia-contest-concours-helvetia-hf/

Skilaboð: HB: RS(T)+2 bókstafir fyrir sýslu (e. Canton). Aðrir: RS(T)+raðnúmer.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Yaesu FTdx101MP er 200W sambyggð sendi-/móttökustöð sem vinnur í tíðnisviðum radíóamatöra. Hún er QRV á SSB, CW, RTTY, AM, FM og PSK á 10-160 m. auk WARC (á 12, 17 og 30 m.), 60 m., 6 m. og 4 m. Hún var fyrst kynnt á sýningunni í Dayton í Bandaríkjunum vorið 2018.

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 27. apríl. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK í Skeljanes með erindið: „Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA“.

SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Það snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir 910.

Einar mun kynna SOTA verkefnið, fjalla um búnað sem heppilegur er að taka með á fjöll og segja frá eigin reynslu og aðferðum. Hann mun m.a. sýna hluta búnaðarins á staðnum.

Einar er okkar reyndasti maður í SOTA og náði t.d. 1000 stigum í verkefninu þegar á árinu 2020; árangur sem byggði á virkjun 186 íslenskra fjallatinda. Hann er eini íslenski leyfishafinn sem er handhafi „Mountain Goat Trophy“ verðlaunanna. Alls hafa um 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Fjarskiptaaðstaða TF3EK á fjallatoppi í sumarsól. Búnaður: Yaesu FT-857D, LDG 100 loftnetsaðlögunarrás og fartölva. Mynd: TF3EK

Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW: Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá laugardaginn 22. apríl, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Fyrri tilkynning þessa efnis var sett á netið 17. apríl.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í keppni frá TF3W í Skeljanesi. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 14.-20. apríl 2023.

Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 12, 15, 17, 20, 40, 60 og 80 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/   Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A               FT8 á 12 metrum.
TF1CB             SSB á 20 metrum.
TF1EIN            FT8 á 17 og 60 metrum.
TF1EM            FT8 á 17 metrum.
TF2MSN          FT4, FT8 og RTTY á 12, 15, 30, 60 og 80 metrum.
TF3DC             FT4 á 20 metrum.
TF3JB              FT4 á 20 metrum.
TF3MH            FT8 á 12 metrum.
TF3PPN           FT4 Á 15 metrum.
TF3SG             CW á 17 metrum.
TF3VE             FT4 og FT8 á 15, 30 og 60 metrum.
TF3VP             SSB á 20 metrum.
TF3WARD       SSB á 20 metrum.
TF3XO            SSB á 20 metrum.
TF5B               FT8 á 12, 17, 20 og 30 metrum.
TF8KY            SSB á 15 metrum.
TF8YY            SSB Á 20 metrum.

Jakob Ingi Jakobsson TF1CB í Stykkishólmi var virkur vikuna 14.-20. apríl. Myndin er af glæsilegu HEX6B 6 banda Hexbeam loftneti hans frá Eantenna. Ljósmynd: TF1CB.

Sælir félagar!

Úrslit liggja fyrir. Þetta var hörð barátta og „geggjuð“ Páskahelgi. Það voru 23 stöðvar sem léku með. Takk fyrir þátttökuna allir. Góðar stundir með skemmtilegum hópi virkra radíóamatöra.

TF2MSN er “QSO kóngur” leikanna 2023. Hann heldur titlinum sem fyrr!

73 de TF8KY.

.

#NAFN OG KALLMERKIQSO FJÖLDIHEILDARSTIG
1.Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY161150.080
2.Andrés Þórarinsson, TF1AM107147.696
3.Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN22883.020
4.Georg Kulp, TF3GZ11675.887
5.Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI8568.740
6.Einar Kjartansson, TF3EK8266.915
7.Sigmundur Karlsson, TF3VE14143.200
8.Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM7423.348
9.Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM10422.029
10.Björn Hrafnkelsson, TF8TY4217.920
11.Kristján J. Gunnarsson, TF4WD4215.264
12.Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA407.434
13.Valgeir Pétursson, TF3VP227.120
14.Jónas Bjarnason, TF3JB405.890
15.Pier Albert Kaspersma, TF3PKN575.640
16.Erling Guðnason, TF3E304.048
17.Benedikt Sveinsson, TF3T153.015
18.Njáll H. Hilmarsson, TF3NH232.873
19.Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK182.720
20.Jens-Peter Gaertner, TF/DM1KW10621
21.Valtýr Einarsson, TF3VG6116
22Hrafnkell Eiríksson, TF3HR668
23.Kristján Benediktsson, TF3KB310

Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar!

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl.

Stjórn ÍRA.

Kallmerki ÍRA, TF3WARD var virkjað á Alþjóðadag radíóamatöra þriðjudaginn 18. apríl.

Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day en þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum.

TF3WARD var virkjað á alþjóðadaginn frá  félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls voru höfð 390 QSO á 2 metrum FM og 20 metrum SSB og CW. Þar af voru höfð sambönd við 7 íslensk kallmerki.

Sambönd voru höfð við alls 42 DXCC einingar og 10 CQ svæði, þ.á.m. við Ástralíu. TF3JB virkjaði stöðina.

Stjórn ÍRA.

.

Kallmerkið TF3WARD var annars vegar virkjað með ICOM IC-7610 100W HF stöð félagsins á morsi og tali á 14 MHz á alþjóðadaginn og hinsvegar með Yaesu FT-7900 50W VHF/UHF stöð félagsins á FM á 145 MHz. Loftnet á 14 MHz: OptiBeam OB4-20OWA 4 el. Yagi og loftnet á 145 MHz: Diamond X-700HN stangarloftnet. Ljósmynd: TF3JB.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum.

Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 20. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW „Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá“ laugardaginn 22. apríl frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd af inngangi í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.