ARRL International DX keppnin 2022 á SSB verður haldin helgina 5.-6. mars. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum.

Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.

Bandarískar og kanadískar stöðvar gefa upp skilaboðin: RS og skammstöfun fyrir ríki/fylki. Aðrar stöðvar (þ.á.m. frá TF) gefa upp RS og afl sendis.

Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.

14 fylki Kanada: VO1, VO2, NB, NS, PEI (VY2), VE2, VE3, VE4, VE5, VE6, VE7, VE8 (NWT), VY1 (YUK), VY0.

Með ósk um gott gengi,

Stjórn ÍRA.

Keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. mars n.k. kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Minning úr félagsstarfinu. 
Myndin er af Heathkit HW-101, 100W HF SSB/CW sendi-/móttökustöð ásamt HP-23 aflgjafa, SB-600 hátalarakassa og Shure 444D borðhljóðnema (aflgjafinn sést reyndar ekki á myndinni þar sem hann er hafður inni í hátalarakassanum). Myndin var tekin 18. nóvember 2012 þegar Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, mætti á sunnudagsopnun í Skeljanesi og var yfirskriftin: „Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum“. Doddi hafði tekið með sér (sem nýja) Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð; en HW-101 var einhver vinsælasta HF stöðin upp úr 1970 hér á landi og um allan heim. Ljósmynd: TF3JB.

Í undirbúningi er námskeið til amatörprófs sem hefst á næstunni. Um verður að ræða 7 vikna námskeið með 20 kennsluskiptum (hvert er 3 kennslustundir).

Námskeiðið verður boðið bæði í stað- og fjarnámi. Stefnt er að prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í byrjun maí n.k.

Áhugasamir eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum hér á heimasíðu ÍRA, www.ira.is

Vakin er athygli á nýju kennsluefni á vefsíðu Prófnefndar ÍRA: „Reglur um þráðlaus fjarskipti radíóamatöra, aðferðir og venjur í fjarskiptum“ eftir Kristinn Andersen, TF3KX.  Vefslóð: http://www.ira.is/profnefnd/

Stjórn ÍRA.

Námskeið til amatörprófs voru haldin reglulega í Háskólanum í Reykjavík á tímabilinu frá 2013-2019. Ekki fékkst inni með námskeiðið í fyrra (2021) hjá HR enda skólinn lokaður öllum utanaðkomandi vegna Covid-19 faraldursins. Vonast er til að hægt verði að boða vornámskeið 2022 til amatörprófs á ný í HR.
Aðalfundur ÍRA 2022 var haldinn í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 20. febrúar. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og sést hér í ræðupúlti. Aðrir á mynd: Jónas Bjarnason TF3JB formaður, Óskar Sverrisson TF3DC varaformaður, Georg Kulp TF3GZ meðstjórnandi, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA kjörinn ritari fundarins og Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri. Ljósmynd: TF3JON.
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA flutti m.a. skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2021/22. Ljósmynd: TF3JON.
Svipmynd 1 úr fundarsal. Fremsta röð: Kristján Benediktsson TF3KB, Andrés Þórarinsson TF1AM og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM. Önnur röð: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Anna Henriksdóttir TF3VB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Þriðja röð: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Mathías Hagvaag TF3MH og Benedikt Sveinsson TF1T. Fjórða röð: Gísli Gissur Ófeigsson TF3G og Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33. Ljósmynd: TF3JON.
Svipmynd 2 úr fundarsal. Anna Henriksdóttir TF3VB og Hinrki Vilhjálmsson TF3VH. Ljósmynd: TF3JON.
Svipmynd 3 úr fundarsal. Vilhelm Sigurðsson TF3AWS, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM. Ljósmynd: TF3JON.
Afhending verðlauna og viðurkenninga fyrir fjarskiptaviðburði ÍRA á árinu 2021. Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM viðurkenning fyrir 5. sæti í TF útileikunum. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY viðurkenning fyrir 3. sæti í TF útileikunum. Andrés Þórarinsson TF1AM verðlaunaplatti og viðurkenning fyrir 1. sæti í TF útileikunum. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL verðlaun fyrir 1. sæti í Páskaleikunum og 1. sæti í VHF/UHF leikunum. Óskar Sverrisson TF3DC keppnisstjóri TF3ÍRA, viðurkenning fyrir 4. sæti í TF útileikunum.

Stjórn ÍRA þakkar sérstaklega Jóni Svavarssyni TF3JON sem tók ljósmyndirnar sem birtast hér á síðunni.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa afturkallað öll leyfi til radíóamatöra frá og með miðnætti 24. febrúar vegna stríðsátakanna í landinu. Ákvörðunin gildir í allt að 30 daga eða þar til nánar verður ákveðið.

Stjórn ÍRA.

Að gefnu tilefni skal þess getið að eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru virkir og í góðu lagi:

TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og þekur Suðurland að hluta.
TF3RPJ Mýrar (145.750 MHz). Næst vel frá Reykjavík og þekur m.a. Snæfellsnes og Vesturland.
TF5RPD Vaðlaheiði (145.625 MHz). Næst m.a. vel á Akureyri og í nágrenni.

Endurvarparnir í Bláfjöllum eru enn úti vegna bilunar í dreifikerfi rafmagns á staðnum. Ekki vitað hvenær rafmagn kemst á.

TF1RPB (145.650 MHz).
TF3RPI (439.950 MHz).
TF3RPL (1297.000 MHz)

Stjórn ÍRA.

.

Samúel Þór Guðjónsson TF3SUT vinnur við uppsetningu Diamond SE-300 loftnets fyrir endurvarpann TF3RPK í Skálafelli haustið 2019. Ljósmynd: TF1A.

Endurvarparnir í Bláfjöllum eru úti vegna bilunar í dreifikerfi rafmagns á staðnum. Ekki vitað hvenær rafmagn kemst á.

  • TF1RPB (145.650 MHz).
  • TF3RPI (439.950 MHz).
  • TF3RPL (1297.000 MHz)

Viðtækin yfir netið á Bjargtöngum og í Perlunni eru einnig úti vegna bilana en KiwiSDR viðtækin í Flóanum og á Raufarhöfn virka vel.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr Bláfjöllum. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.

CQ WPX RTTY keppnin 2022 fór fram 12.-13. febrúar. Frestur rann út 18. febrúar til innsendingar gagna. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki:

Andrés Þórarinsson,  TF1AM.
Ársæll Óskarsson, TF3AO.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN.
Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.
Sigmundur Karlsson, TF3VE.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.
Ægir Þór Ólafsson, TF2CT.

Alls bárust 3417 dagbækur til keppnisstjórnar. Til samanburðar voru gögn send inn fyrir 5 TF stöðvar árið 2021.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin 24. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22:00. Í ljósi tilslakana stjórnvalda dags. 12.2.2022 verður grímunotkun valkvæð.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi í fundarsal. Kaffiveitingar.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=de2bd3f1-1cc6-46f7-bdda-97036a303dec

Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar s.l. í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 189 blaðsíður að stærð.

Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/02/Arsskyrsla-2022.pdf

Ljósmyndir frá aðalfundinum verða birtar hér á heimasíðunni fljótlega, en fundargerð og önnur aðalfundargögn verða síðan til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út 25. apríl n.k.

Stjórn ÍRA.

Gögn sem voru lögð fram í aðalfundarmöppu 20. febrúar 2022 ásamt skriffærum:
Skýrsla um starfsemi ÍRA 2021/22; (2) dagskrá fundarins skv. 19. gr. félagslaga; sérprentun; (3) lög ÍRA; sérprentun; (4) listi yfir viðtakendur verðlauna og viðurkenninga ársins 2021; (5) áritaður ársreikningur félagssjóðs fyrir starfsárið 2021; (6) ávarpsbréf til nýrra félagsmanna, 3. útg. 2022 og  (7) nýtt kynningarrit um amatör radíó og ÍRA, 1. útg. 2022.